Þakkir Ásmundur fyrir að verja heiður Alþingis
14.10.2015 | 21:34
Þakka ber þingmanni Sjálfstæðismanna, Ásmundi Friðrikssyni, fyrir skýr skilaboð um bankarætur spillingarinnar á Íslandi og fyrir að halda heiðri Alþingis á lofti. Það síðarnefnda er einkar mikilvægt eftir að vinstrimönnum tókst að blinda hluta þjóðarinnar, sem var í losti eftir stórsvindl útrásarvíkinga og hrun íslenska bankakerfisins 2008. Það er kominn tími á að lyfta fram alþingismönnum með metnað fyrir heiðarlegum vinnubrögðum, gagnsæi og grundvallaratriðum siðferðis og faglegra vinnubragða eins og gefið heit þeirra um að standa vörð um stjórnarskrána felur í sér.
Svona mættu fleiri þingmenn tala í stað þess að vinna skemmdarverk á daglegum störfum Alþingis og ónýta tíma þeirra, sem eru að vinna störfin sín.
Ásmundur hefur burði til að leiða uppgjör Sjálfstæðismanna við sögusagnir sem allt of lengi hafa loðað við ýmsa valdamenn flokksins fyrir þáttöku í fyrirtækjarekstri.
Á því máli eru reyndar fleiri en ein hlið. Eitt er, að það er mikill kostur að fá stjórnmálamenn á þing með reynslu úr atvinnulífinu, því þeir geta deilt með sér þekkingu og mikilvægum tengslum við venjulegt fólk. Annað er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur beðið tjón vegna spilltra bankamanna, þeirra sem voru skjólstæðingar fyrrverandi ríkisstjórnar og í dag verma bekkinn á Litla-Hrauni.
Stöðugt samtal við grasrótina gefur flokknum styrk en pukur á bak við tjöldin dregur hann niður. Við sjáum það best í Vestmannaeyjum, hvernig góð tengsl almennings og yfirvalda skapar farsælt samstarf öllum til hagsbóta.
Að halda þeim tengslum stöðugt lifandi og jafnframt mæta öllum vafaatriðum jafnskjótt með skýrum svörum er farsæl leið til að endurheimta traust flokksins að fullu eftir bankahrunið.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fylgja dæmi Móderata í Svíþjóð og mála stór eyru á sendiferðabíla og senda þá um landið, þar sem flokksleiðtogar og flokksmenn í ábyrgðarstörfum ræða við venjulegt fólk. Torgfundir, viðræðuheimsóknir til venjulegs fólks, þar sem flokkurinn ber mikilvæg málefni beint undir landsmenn mun að sjálfsögðu efla sjálfstæðistaugina í Íslendingum og gefa flokknum ómældan styrk.
Óþolandi bankaskítafýla í loftinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.