Svarthol ESB og björgunarbátur UK

eUtoailet

Á meðan Bretar ræða um að endurheimta fullveldisréttinn frá ESB hefur nýlega verið birt skýrsla um fé sem hverfur í spillingarsvarthol ESB. Glansmyndaskýrsla valdalausrar eftirlitsstofnunar ESB OLAFs er full af sjálfsaðdáun og dæmum um "endurheimtur" fés í verkefni sem voru ólögleg eða ekki gáfu árangur. En ESB getur ekki gert grein fyrir í hvað upphæð mótsvarandi tæpum 16 miljörðum ís. kr. hefur farið s.l. ár. Peningarnir eru "horfnir" og veldur  Rúmenía fjórðungi "hvarfsins" með Ungverjaland, Búlgaríu og Tjékkaland á hælunum. Ekki furða, að endurskoðendur vilji ekki kvitta fyrir svona vinnubrögð en fjárhagsreikningar ESB hafa aldrei verið samþykktir af endurskoðendum en spillt stjórnmálaelítan samþykkir árlega að "gleyma" þjófnaðinum.

Björgunarbátur UK

Boris Johnson hefur varað David Cameron við því, að Bretar verði að vera undirbúnir að yfirgefa Evrópusambandið. Telur hinn vinsæli borgarstjóri Lundúnarborgar, að Bretum líði mun betur fyrir utan ESB og að viðskiptin muni blómgast sem aldrei fyrr í frjálsum viðskiptum sleppi Bretar úr klóm sambandsins. 

Boris Johnson sagði skv. Daily Express: "Þegar þú ferð í erfiða alþjóðlega samningagerð af þessu tagi, þá verður þú að vera undirbúinn að yfirgefa stöðuna, ef þú færð ekki þá niðurstöðu sem þú sækist eftir."

Borgarstjórinn vitnaði í Sir Winston Churchill og taldi hann myndi styðja atkvæðagreiðsluna um úrsögn Breta úr ESB: "Hann trúði því af ástríðu, að þingið tjáði vilja breska fólksins og hann myndi vilja sjá að farið yrði eftir þeirri lýðræðisreglu í dag."

Cameron leggur upp spilin eins og það sé mögulegt að semja um endurbætur innan ESB en ESB gefur engar varanlegar undanþágur frá aðildarskilmálunum. ESB mun ekki leyfa Bretum að fá aftur fullveldi sitt, því það stríðir gegn valdayfirtöku ESB á aðildarríkjunum til að stofna sameiginlegt stórríki Evrópu sbr. bréf Jean Monnets til vinar 30. apríl 1952:

"Þjóðir Evrópu munu verða leiddar áfram að súperríkinu án þess að fólk þeirra skilji hvað er að gerast. Þessu er hægt að ná í árangursríkum skrefum, þar sem sérhvert þeirra verður klætt efnahagslegum markmiðum sem munu hægt og bítandi og á óafturkræfan hátt leiða til sambandsríkis."

Eina leiðin fyrir Breta að endurheimta sjálfstæði sitt er að þjóðin greiði atkvæði um að ganga úr ESB. Tilraunir til "endurbóta" mun ekki ná fram að ganga vegna stórríkisfasista Evrópusambandsins og mun ESB gliðna í sundur vegna innri stjórnmálaupplausnar og skaða aðildarríkin enn frekar. ESB mun skiptast í "stórríkið" kannski með 10 aðildarríkjum og þjóðir, sem vilja ákveða veg sinn sjálfar. 

Fram undan er tímabíl stjórnmálaupplausnar og átaka í Evrópu.


mbl.is „Rautt spjald“ jafngildi enda ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þessi litla grein er hrein perla. Takk fyrir.

Snorri Hansson, 8.6.2015 kl. 14:03

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir fyrir góð orð þín Snorri.

Gústaf Adolf Skúlason, 8.6.2015 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband