"Vesturlönd VERÐA að takast á við Pútín, annars kollsteypast bæði NATO og ESB"

Putin-Russia-EU-Nato-conflict-582091Fyrirsögnin ofan er sótt í grein Scott Campbell, Daily Express, sem vitnar í hugmyndasmiðjuna Chatham House. Höfundar skýrslunnar eru m.a. tveir fyrrum sendiherrar í Moskvu þeir Sir Roderic Lyne og Sir Andrew Wood. Skýrslan ásakar Vesturlönd um "kollektívt minnistap," þar sem þau gátu ekki séð Úkraínustríðið koma. Segir að Úkraínustríðið sé "þáttur í að skilgreina" framtíðaröryggismál í Evrópu.

"Bara vegna þess, að eitthvað virðist óhugsandi fyrir skipuleggjendur Vesturvelda er ekki þar með sagt, að Moskva telji það ekki vera ásættanlegan valkost" segir í skýrslunni. Þá bendir Chatham House á, að "Moskva er sem hættulegust í veikri stöðu."
 
Í ræðu á úkraínska þinginu í dag varaði forseti Úkraínu við "innrás í fullum skala":
 
"Herinn verður að vera viðbúinn nýjum árásum óvinarins í Donbass og sömuleiðis undirbúinn fyrir innrás í fullum skala eftir gjörvöllum landamærunum að Rússlandi".
 
Fulltrúar ESB lýstu yfir djúpum áhyggjum af stöðu mála í Úkraínu og framkvæmdastjórnin, segir að núverandi bardagar séu stærsta brotið fram að þessu á Minsk friðarsamningnum. Maja Kocijancic fulltúi framkvæmdastjórnarinnar sagði á fjölmiðlafundi fimmtudag, að "það verður að virða vopnahléð og fjarlægja öll þung vopn."
 

 


mbl.is Bardagar að nýju í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband