Efnahagur heimsins eins og Títanik án björgunarbáta

Það er afskaplega gott að vita af núverandi réttarhöldum yfir bankasvindlurum Kaupþings, sem trixuðu með eigin verðbréf til að blekkja markaðinn. Aftur og aftur sýnir það sig, að eigendur banka með eigin hlutabréf í kauphöllum blekkja viðskiptavini og taka áhættu með fé viðskiptavinarins fyrir eigin vinning.

Engin önnur atvinnugrein í heiminum nema í einræðisríkjum býr við ríkisábyrgð og ríkisstyrki á sama hátt og bankar. Ísland er einsdæmi á heimsvísu með neyðarlögunum og Icesave, sem stöðvuðu rán bankasvindlara á fjármunum skattgreiðenda. Nóg er samt um skaðann og núverandi réttarhöld yfir svindlurum Kaupþings hafa þýðingu, sem ekki verður mæld í krónum.

Sem dæmi um ímynd bankanna er hér myndband frá fjármálasamtökum Belgíu, þar sem börn eru spurð um, hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Enginn velur bankastarfið en hafa sitt hvað að segja um bankana.

 

Hvorki seðlabankar né ríki eiga neitt eftir til að verjast næsta efnahagsáfalli

Í nýrri skýrslu risabankans HSBC lýsir Stephen King hagfræðingur bankans yfir, að efnahagur  heimsins er eins og Títanik án björgunarbáta áður en skipið sigldi á ísbergið. Allir bátarnir eru farnir, sem venjulega eru notaðir við kreppur. Háar ríkisskuldir skilja lítið svigrúm eftir fyrir aðgerðir ríkja og seðlabankar eru ráðalausir, þegar vextirnir eru komnir í mínus. King telur upp fjögur atriði sem fær heiminn að tapa andanum:

1. Launahækkanir í Evrópu og Bandaríkjunum leiða til hruns verðbréfamarkaða.

2. Lífeyrissjóðir geta ekki mætt útgjöldunum næstu tíu árin og neyðast til að selja eignir á lágu verði til að ná sér í peninga.

3. Efnahagur Kína snarstoppar, verð á hráefnum hrynur og alþjóðlegur efnahagur brotnar til grunna.

4. Seðlabankar eins og Federal Reserve í Bandaríkjunum byrja að hækka vexti of snemma.

Stephen King líkir ástandinu við Títanik: "Við munum halda áfram siglingunni yfir hafið á skipi sem þyrmilega vantar björgunarbáta. Margir, þeirra á meðal eigendur Títanik héldu, að skipið geti ekki sokkið. Hönnuður bátsins var samt fljótur að benda á, að "Skipið er gert úr járni, herra. Ég ábyrgist, að það geti sokkið!"

 

mbl.is „Það er einfaldlega refsivert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Gústaf

Í haust eru sjö ár frá hruninu 2008. Hrunið 2008 átti sér stað 29 dag Elulmánaðar samkvæmt Hebresku dagatali. Sjö árum áður, nánar tiltekið 11.september 2001 hrundu tvíburaturnarnir í New York mig minnir að það hafi verið á þriðjudegi. Markaðir voru lokaðir það sem eftir var vikunnar, en á mánudeginum á eftir þegar markaðir voru opnaðir á ný varð hrun.  Samkvæmt Hebresku dagatali var það 29 dag Elulmánaðar. Það má fara langt aftur í tímann, telja sjö ár og sjá einhverskonar hrun, en eftir því sem liðið hefur á tímann hafa hrunin verið stærri í sniðum.

Á sjö ára fresti er svokallað hvíldar ár eða Sabbatsár, og því líkur 29.dag Elulmánaðar sem er síðasti dagur ársins hjá Gyðingum. Þann dag á samkvæmt lögmáli Móse skal gefa upp allar skuldir. Þú þurrkar út skuldir náunga þíns gagnvart þér við sólsetur þann dag og þá hefst nýtt ár, 1.Tishri og eiga allir að geta byrjað nýja árið skuldlausir.

29.Elulmánaðar lendir ekki endilega á sömu dagsetningu samkvæmt okkar dagatali, en getur hlaupið til um nokkra daga. Dagatal Gyðinga byggist á tunglmánuðum.

Á yfirstandandi ári samkvæmt Gyðingadagatali, sem er árið 5775, er Sabbatsár, hvíldarár og 29.Elul lendir á sunnudeginum 13.september.

Fróðlegt verður að sjá hvað gerist í haust, en ég hef lengi haft á tilfinningunni að eitthvað mikið er í vændum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.5.2015 kl. 17:00

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Tómas fyrir athugasemdina, sem er áhugaverð á sinn hátt. Allir þekkja töluna sjö s.s. sjö mögur ár og sjö góð ár. Málið er, að þegar búið er að stoppa svo mikilli spennu í tunnuna, þá munu hliðar hennar bresta. Spurningen er hvernig hvellurinn verður. 

Gústaf Adolf Skúlason, 18.5.2015 kl. 17:53

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Gústaf.  Spurningin er hvorki hvort né hvenær, heldur hversu öflugur/alvarlegur hvellurinn verður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.5.2015 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband