NATO undirbýr varnir við kjarnorkuárásum Rússa á löndin við Eystrarsalt og Norðursjó
26.1.2015 | 01:32
Skjáskot fréttar Spiegel um kjarnorkustefnu NATO vegna "platárása" Rússa á löndin við Eystrarsalt og Norðursjó.
Yfirhershöfðingi NATO í Evrópu Philip Breedlove leggur til að á ný verði komið á heitri línu eða rauðum síma milli miðstöðvar NATO og heryfirvalda í Moskvu. Ástæðan eru auknar s.k. "platárásir" Rússa á skotmörk í baltnesku löndunum, þar sem rússneskar herþotur sem borið geta kjarnorkuvopn slökkva á sendi sínum og fljúga í árásarstöðu á löndin og snúa svo skyndilega við lofthelgi viðkomandi landa. Öllum tekst ekki að snúa við áður og rjúfa því oft lofthelgi viðkomandi landa.
Herþotur Rússa fljúga yfir hljóðhraða og eru af gerðinni TU-22M (Backfire) og TU 95H (Bear). Í byrjun desember uppgötvaði NATO rússneskar herþotur í árásarstöðu þrjá daga í röð yfir Eystrasalti. Herflugvélar NATO fóru 150 sinnum upp til viðbragða við rússneskum flugæfingum á Eystrasaltsríkin sem er fjórum sinnum oftar en árið 2013. Áætlunarhópur NATO fyrir kjarnorkuvopn hittist 5. febrúar n.k. og mun þá ræða nýja varnarstefnu fyrir aðildarríki NATO í Evrópu. NATÓ mun undirbúa sig að verjast kjarnorkuárásum rússneskra flugvéla á löndin við Eystrarsalt og Norðursjó skv. skrifum Der Spiegels og Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.