Evrusvæðið - Ísland: 0 - 3

EurozonenIsland"Evrusvæðið er að nálgast glataðan efnahagslegan áratug. Hversu lengi á að láta þetta viðgangast, þegar jafnvel Ísland hefur skotið svæðinu ref fyrir rass?" (Frjáls þýðing). 

Þannig spyr skríbent Sænska dagblaðsins Per Lindvall í grein um evrukreppuna í dag. Ber Per saman slæmt ástand evruríkjanna saman við litla Ísland sem hann telur að hafi staðið sig best allra ríkja að vinna sig út úr kreppunni með íslensku krónuna að vopni.

"Miskunnarlaus fjármálakreppan tók banka landsins hart jafnhliða húsnæðisbólu, skuldsettum heimilum og geysilegum viðskiptahalla. Íslenskur efnahagur hefur tekið sig fram úr stöðunni við áramótin 2007/2008. Ár 2011 var íslenskt atvinnuleysi mest um 7% og er núna komið í 4,1%. Eftir er að ná því niður í 2,1% eins og ríkti í lok 2007.

Atvinnulausir Íslendingar hafa líklega flutt til Noregs eins og einhver bendir á. Það getur verið en það sést ekki á tölunum. Íslenska vinnuaflið var 4,5% stærra í ársbyrjun 2014 en í árslok 2007.

Jafnvel þótt Ísland hafi sérstaka kosti í velmenntuðu vinnuafli og góðum síldarstofni, þá hefur það ekki verið svo vitlaust að hafa möguleika á að stjórna eigin örlögum, sem eiginn gjaldmiðill hefur gert kleyft.

Hin veika íslenska króna hefur endurskapað samkeppnishæfileikann og enginn kallar á, að Ísland verði að framfylgja svo kölluðum endurbótum (þ.e.a.s. að gera það léttara að sparka fólki og lækka launin). Þjóðarsáttmálinn er enn þá í gildi."

Núna berjast bankarnir áfram við þjóðina og reyna að breyta Icesavekrónum í erlendan gjaldmiðil á kostnað þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur staðið sig afar vel í nálgun vandamálsins og í ferlinu er óskorað frumkvæði í höndum lýðræðiskjörinna fulltrúa okkar. Icesavestjórnarandstaðan, hrægammasjóðir og bankasvindlarar standa öll sömu megin og toga í reipið í þeirri von, að hlunnfara megi þjóðina enn frekar. 

Stöndum þétt við bak ríkisstjórnarinnar í þessu mikla reipitogi og hættum ekki fyrr en andstaðan hefur tapað kraftinum og hrökklast frá áformum sínum!


mbl.is Fullkomlega óraunhæf skattlagning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek heilshugar undir þá hvatningu.Tökum virkilega á af öllu afli,þar til reipið lekur úr greipum,Icesavestjórnar andstöðunnar,hrægammasjóðanna og bankasvindlaranna.Það verður stærsti söulegasti og guðdómlegasti leki aldarinnar. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2014 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband