"Tökum löggjafarvaldið af Framkvæmdastjórn ESB!" Krafa Nicolas Sarkozy fyrrum Frakklandsforseta.
22.5.2014 | 10:45
Í blöðunum Le Point og Die Welt skrifar fyrrum Frakklandsforseti Nicolas Sarkozy að "aðildarríki ESB verða at taka til baka ekki minna en helming af núverandi valdi ESB. Þjappa verði saman valdi ESB í færri en tíu mikilvæg grundvallar stjórnamálasvæði: iðnað, landbúnað, samkeppni, viðskiptastefnu, orku, rannsóknarstörf m.fl. Löggjafarvaldið verði tekið af Framkvæmdastjórn ESB og starfandi Evrópuþing eigi eitt sér á að fara með löggjafarvaldið."
"Evrópusambandið hefur skapað býrókratískt völundarhús á ferli sínum með Framkvæmdastjórninni og öllum ráðuneytum þess, sem verða að hafa eitthvað að gera. Árangurinn eru fyrirmæli sem skipta hundruðum um alls konar og oft heimskuleg mál."
Sarkozy vill enn fremur að gerður verði nýr Schengen-samningur, þar sem sameiginleg innflytjendapólitík séu skilyrði fyrir þáttöku.
(Byggt m.a. á Financial Times)
10 þúsund starfsmenn ESB á hærri launum en sjálfur forsætisráðherra Breta
Nýleg gögn sem lekið hefur verið frá ESB sýna að rúm 20% starfsmanna ESB eru á hærri launum en sjálfur forsætisráðherra Breta með 142 þús bresk pund í laun. Starfsmenn ESB í Brussel njóta sérstakra skattfríðinda og borga minna en helming þess skatts sem breskir verkamenn þurfa að greiða af launum sínum.
ESB hefur reynt í lengstu lög að halda hlunnindum 47 þúsund starfsmanna sinna leyndum en gögnin láku út nýlega.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Athugasemdir
Það er eftir einhverju að slægjast hjá íslensku Krötunum,sem klýgjar ekkert við að leggja landið undir apparatið,til að eiga von um að hreppa eitt af þessum störfum. Sarkozy finnst greinilega að Esb hafi sankað að sér allt of miklum völdum af þjóðríkjunum.
Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2014 kl. 13:55
Sæl Helga, ekki að undra að starfsmennirnir dýrka ESB sem notar skattað fé í þessi laun. Sarkozy vill taka löggjafarvaldið af Framkvæmdastjórninni og þá fer mikið af völdum þeirra.....
Gústaf Adolf Skúlason, 22.5.2014 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.