Samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum

1162f79ce3-380x230_o.pngSíður sem eiga að líta út fyrir að vera komnar frá Sjálfstæðis- mönnum á ýmsum stöðum hafa birtst á Fésbókinni og er þar farið niðrandi orðum um formann Framsóknarflokksins Sigmund Davíð Gunnlaugsson og stjórnarmyndunarumboði hans.

Sem betur fer hafa Sjálfstæðismenn brugðist við þessu og svarið sig frá þessum síðum, enda ekki siður málefnalegra Sjálfstæðismanna að birta róg hvorki á netinu né annars staðar. Sjálfstæðismenn byggja afstöðu sína á staðreyndum og vinna saman með öllum þeim, sem vilja byggja upp þjóðfélagið á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Þar er virðing fyrir einstaklingnum efst á blaði.

Hér er augljóslega um skipulagða herferð gegn Sjálfstæðisflokknum að ræða af andstæðingum flokksins, sem skortir öll rök til að ræða stjórnmál á málefnalegum grundvelli og grípa þess vegna til lyga og sóðaskaps af þessu tagi. Þetta kemur einnig fram í skoðanakönnunum vissra Baugsmiðla sem létu högg fylgja um 18% fylgi flokksins í aðdraganda kosninganna, þegar ljóst var að úrslit Icesave dómsins hafði áhrif á kjósendur. Einnig var eitthvað skrýtið við skoðanakönnun Viðskiptablaðsins að einungis mæla afstöðu milli formanns og varaformanns Sjálfstæðismanna en ekki annarra flokka í aðdraganda kosninganna.

Mér virðist nokkuð ljóst að einhverjir einstaklingar, jafnvel launaðir af þriðja aðila, vaki yfir umræðum Sjálfstæðismanna á netinu og öðrum fjölmiðlum og sigti upp umræður með ólíkum skoðunum og blanda sér síðan í leikinn í gervi "Sjálfstæðismanna" til að villa um fyrir venjulegu fólki og hafa áhrif á skoðanir. Þetta á sér líklega rætur allt frá langvarandi farsælum stjórnartímum Sjálfstæðisflokksins undir leiðsögn Davíðs Oddssonar og hefur verið að þróast á tímum þar sem óaldaröfl samfélagsins tóku saman höndum og reyndu að krossfesta bæði Davíð og Geir sem og sjálfan Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er enn haldið áfram og full ástæða að upplýsa hverjir eru á ferð og stöðva þennan blekkingarleik. 

Þetta eyðileggur líka áhrifamátt ágætis samskiptavefja t.d. blogga, Fésbókar o.fl.

Best væri að þetta yrði kært til lögreglunnar svo rannsakað verði og upplýst, hverjir sökudólgarnir eru og þeir leiddir fyrir dómstól vegna tilrauna til eyðileggingar mannorðs réttkjörinna stjórnmálamanna og tilraun til eyðileggingar á netmiðlum. 

Þetta þjappar Sjálfstæðismönnum enn frekar saman um gildi sjálfstæðisstefnunnar og góðum ásetningi um framgang hennar.


mbl.is Fordæma árásir á Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki bara hægri hönd útgerðar-spillingaraflanna þarna á penna-ferða-flippi.

Vinnubrögðin minna á fjarstýrða penna sumra VG-liða, eins og til dæmis penna-visku-DV-verðlauna-blaðamanninn Jóhann Hauksson, og fleiri hjá því áróðursriti auðvaldsins. Sá náungi, og sumir aðrir þar á bæ, láta nú ekki siðferði og heiðaleika þvælast fyrir sér, í LÍÚ-mafíu-launuðu níðskrifs-vinnunni.

Þess bera vinnubrögð DV vitni síðustu fjögur árin. DV reynir að halda trúverðugleikanum með eineltisfréttum um börn, og stunda svo gróft einelti í sama fréttablaði.

Óvandað og gráðugt fólk reynir að hagnast, með því að skapa sundrung og illindi. Og með lygum og uppspuna, ef ekki finnst neitt annað til að blása út í áróðursritum LÍÚ og bankamafíunnar.

Það eru líklega skemmd epli í öllum flokkum/fjölmiðlum/dagblöðum, sem stórskaða og skemma út frá sér, með rotnum vinnubrögðum verðlaunaðra leigupenna.

Það er hlutverk almennings að sjá í gegnum lygar, blekkingar og hálfsannleika fjölmiðlaflórunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2013 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband