Þjóðverjar telja Frakka "vandræðagemling" Evrópu

91210516-franco-german-relationship_1199771.jpgSamkvæmt þýzka Viðskiptablaðinu Handelsblatt, sem komist hefur yfir starfsgögn úr þýzka fjármálaráðuneytinu, eru Frakkar taldir "vandræðabarn" og talin eru upp atriði eins og "sífellt hækkandi vinnuaflskostnaður", "næstminnsti vinnutími" innan ESB og "hæsta skattbyrði á evrusvæðinu".

Viðskiptablaðið telur að "sætabrauðsdögum" Þjóðverja og Frakka "sé lokið". Blaðið vitnar í Rainer Bruderle yfirmann þýzka fjármálaráðuneytisins, sem kallaði Frakkland "vandræðagemling Evrópu" í greiningarskýrslu. 

Samtímis ásaka Jean-Francois Copé og Francois Fillon frá frönsku stjórnarandstöðunni stjórnandi Sósíalistaflokk Frakklands fyrir "Þjóðverjafóbíu".

Á sama tíma berast fréttir um "uppreisn" Ítala gegn ofríki Þjóðverja og nýkjörinn forsætisráðherra Ítala Enrico Letta hefur lýst því yfir, að "Ítalir munu deyja með aðhaldsstefnunni einni, ekki verður lengur beðið með hagvaxtaraðgerðir." Um þetta skrivar Evrópuvaktin í dag.

Ljóst er á þessum yfirlýsingum öllum, að ekki sætta allir sig við krumlur Þjóðverja, sem evran þjónar fyrst og fremst. Búast má við harðnandi stjórnmálaátökum og í kjölfarið útgöngu ríkja frá evrusvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Gústaf Adolf;

Eftir valdatöku Austur-Þjóðverjans og mótmælandans, Angelu Merkel, í Þýzkalandi varð fljótlega ljóst, hvert stefndi í sambúð Þýzkalands og Frakklands.  Að hveitibrauðsdögum parsins sé lokið, merkir, að Þjóðverjar láti ekki Frakkana segja sér lengur fyrir verkum.  Þjóðverjar munu ekki borga skuldir Frakka.  Varðandi myntina er vert að hafa í huga, að Frakkar settu það að skilyrði fyrir samþykkt á endursameiningu Þýzkalands, að Þjóðverjar fórnuðu þýzka markinu og gengju í myntsamband með Frökkum.  Myntsamstarfið hefur snúizt algerlega í höndunum á Frökkunum, og efnahagur þeirra þolir hreinlega ekki sameiginlega mynt með Þjóðverjum.  Ég er algerlega sammála síðustu málsgreininni í pistlinum hér að ofan.  Að reka áróður fyrir inngöngu Íslands í ESB er eins og að biðja Íslendinga um að taka sér bólfestu í brennandi húsi, enda gæti ESB-áróðurinn orðið banabiti jafnaðarmanna hérlendis.

Bjarni Jónsson, 30.4.2013 kl. 20:42

2 identicon

Þetta á samt að vera öfugt; Þjóðverjar eru vandræðagemlingarnir.

Annað hvort verða þeir að velja Eurobonds eða yfirgefa evruna. Í staðinn fyrir að velja annan kostinn gera þeir hið minnsta mögulega hverju sinni til að halda myntsamstarfinu saman. Þær aðgerðir setja hins vegar þær þjóðir sem eru í vondri stöðu í enn verri stöðu meðan Þjóðverjar enda í enn betri stöðu. Betri staða sem skapar meira svigrúm í þeim hörðu samningaviðræðum síðar meir þegar ákvörðunin um Eurobonds eða evruuppsögn verður hreinlega að eiga sér stað.

Mögulega hafa þeir ekki tekið ákvörðunina um Eurobonds enn sem komið er því þeir vita að sú ákvörðun verður ekki ofan á á endanum, heldur evruuppsögn af þeirra hálfu. Ef það er raunin hafa þeir hag af því að fresta ákvörðuninni vegna samningsstöðu auk þess sem útflutningurinn þeirra verður alltaf meiri í evrusamstarfi en ef evran myndi leysast upp.

Þetta er hættulegur leikur á meginlandinu.

Flowell (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 21:17

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það var ekki ætlunin við stofnun evrubankans í Frankfurt, að hann gæfi nokkurn tímann út skuldabréf.  Að samþykkja slíkt í Berlín yrði ávísun á stórtap ríkisstjórnarflokkanna þar í næstu kosningum.  Líklega færi slíkt mál fyrir Stjórnlagadómstólinn í Karlsruhe.

Ég hélt, að vandræðagemlingur væri sá, sem ekki heldur sig við leikreglurnar, en ekki hinn, sem þverbrýtur þær.  Þjóðverjar hafa ekki hreinan skjöld í þessum efnum, en þeir tóku til í eiginn ranni.  Það virðast Frakkar ekki ætla að gera, heldur láta skeika að sköpuðu.  Slík hegðun mun veikja evruna meira en góðu hófu gegnir.  Þegar verðbólga tekur að vaxa í Þýzkalandi af þessum sökum og vegna lágra vaxta, þá missír Berlín þolinmæðina, og allt springur í loft upp.

Bjarni Jónsson, 30.4.2013 kl. 22:38

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Bjarni, þakka þér skrifin og ég er algjörlega sammála þér með Þjóðverja, það er engu líkar en komin séu vatnaskil innan ESB. Frakkar hafa tapað geysistórum markaðshluta útflutnings síns sem og flestar aðrar evruþjóðir fyrir utan Þýzkaland, sem er stærsta efnahagssvæði Evrópu og það fjórða stærsta í heiminum. Evran hefur gert Þýzkaland að næst stærsta útflytjanda heimsins. Merkelengillinn stýrir Germaníu sem voldugri herra yfir Evrópu en Hitler og Wilhjálmi keisara gat dreymt um (sbr. grein Daily Mail slóð hér fyrir neðan.)

http://www.dailymail.co.uk/debate/article-2311874/DOMINIC-SANDBROOK-SATURDAY-ESSAY-mousy-hausfrau-ruthless-cunning-Angela-Merkel-Germany-master-Europe-way-Hitler-Kaiser-Wilhelm-dreamt-implications-frightening.html

Mótsetningarnar eru orðnar mjög harðar og sífellt meiri massi leitar út úr fjötrum evrunnar og um leið undan yfirráðum Þjóðverja. Eitthvað hlýtur að gefa sig í þessum átökum.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.4.2013 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband