Álíka einfalt að leysa evrukreppuna eins og að negla sultu á vegginn

stjornuklukkanPrag

Nýkominn heim frá Prag. Það var eins og að hoppa inn í söguna, gamli bærinn er fullur af varðveittum húsum frá 12. öld og framúr. Myndin ofan er af stjörnuklukkunni frægu við gamla torgið, sem gengur á sinn eigin hátt, hvað sem evrukreppunni líður.

Las nýja grein eftir þann góða penna Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu. Hann hefur ítrekað bent á, hversu ónýtar leiðir ESB eru að "spyrna fótum" við evru/skuldakreppunni og líkir því við að negla sultu á vegginn.

Með smá íslenskri aðlögun: Veðrið Einar Sveinbjörnsson, hvernig verður það 17. júní? Myndavélin súmar inn á náfölan mann fyrir framan veðurkortið. Ræskingar. - Jú, svæðið sem kemur hér inn frá austri er Rússaklakinn. Snjóhengja í norðri. Eins og dæmið lítur út núna verður ekkert sumar fyrr en árið 2015.

Þannig spá fengi hvern sem er að vilja gleypa kjallaraþvalan haglabyssukjaftinn. 24 mánaða langur vetur, sem veldur usla í hversdagslífinu, er auðskilinn. Bæði kolagrillið og uppblásna sundlaugin breytast í tilgangslaus kaup.

Sami hluturinn gildir um efnahagslífið. Þúsundir ofaná þúsundir miljarða sem gufað hafa upp í fjármálakreppunni -  afleiðing brostinna vona um framtíða hagvöxt. Munurinn á raunveruleikanum og vonum er risakok sem gleypir heilu löndin.

Þetta sést svo vel í Evrópu. Bitur sannleikurinn er sá, að hagvöxturinn var fallandi löngu áður en kreppan byrjaði. Á síðustu fimm árum hefur vandinn orðið aðkallandi.

Efnahagur Evrópu sem verg þjóðarframleiðsla er enn langt undir 2008. Eina undantekningin er Þýzkaland. Verg þjóðarframleiðsla evrulands skrapp saman 2012 og heldur áfram að gera það 2013.

Og Cervenka heldur áfram: Dökkt og illa falið leyndarmál Evrópu er, að bankarnir eru enn í ófremdarástandi. Meira en fjórðungur telst vera háður ríkisstyrkjum og peningum Seðlabanka Evrópu til að lifa af. Þessi stuðningur hefur háðslega nóg aukið á vandann, þar sem hann fegrar myndina og dregur þannig úr þrýstingi á stjórnmálamenn að grípa í taumana. Til þess að skilja, hvað zombíbankar þýða fyrir hagvaxtarbroddinn nægir að gúggla nokkrar mínútur á Japan. Wolfgang Munchau skríbent hjá Financial Times reiknar með að bankar í Evrópu þurfi á milli 500 - 1000 miljarða evru í nýtt fjármagn. Það er óljóst hvaðan peningarnir eiga að koma. Bankaslysavarðsstofa gæti verið lausnin en Þýzkaland hefur sökkt þeirri hugmynd af fullum krafti. Önnur leið er að kreppulöndin segi skilið við evruna og gefi fyrirtækjum sínum möguleika á að komast út úr vonlausri kostnaðsstöðu. Hér er það líka nei. Í nánustu framtíð verður því að taka áætlunum evrukratanna um að kreppunni sé lokið með sömu vandlætingu og þegar spilasjúklingur lofar að borga skuldir sínar með hnefafylli af skraplottómiðum. Allt í einu getur maður unnið. Eða ekki.

Stjörnuklukkan á gamla torginu í Prag heldur áfram eins og stjörnur himinsins. Evrukreppan einnig. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kannski verður klukkan síðasta taknið um fullvalda Tékkland eins og Wensenslas torgið varð taknið um "vorið i Prag", þvi nu boðar Merkel afnám fullveldis evru þjóða. Þá hefur það verið sagt og annað hvort verða menn að stiga skrefið til fulls eða rifta evrusamvinnunni.

Ragnhildur Kolka, 22.4.2013 kl. 15:47

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Ragnhildur Kolka, við Ollý eiginkonan mín upplifðum frelsisþrá í vorblíðunni og heyrðum söguna um tékkneska smjörið sem ekki má heita smjör fyrir búrókrötunum í Brussel. ESB virðist hafa eitt mál til að láta fólk rífast um á meðan þeir taka yfir ríkin sbr. sænska snúsið/tuggtóbakið. Tékkar segja republik stoltir og nota tékknesku krónuna. Við sáum furðufáa ESB fána miðað við að landið er ESB land og ég vona svo sannarlega að þeir taki ekki upp evruna. Mér sýnist að "uppreisn" gegn evrunni fari þegar fram og mörg ríki muni yfirgefi evrusamstarfið. Að sama skapi munu völd Þýzkalands eflast og "hreingerast" sem ægivald í Evrópu. Það var hvort eð er alltaf draumurinn....k.kv.

Gústaf Adolf Skúlason, 22.4.2013 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband