Grundvöllur ESB brostinn - Fjórfrelsið fangi á Kýpur
26.3.2013 | 07:46
Með aðgerðum sínum gegn Kýpur hefur ESB í raun inleitt nýjan gjaldmiðið á Kýpur, skrifar Guntram Wolff hjá hugmyndasmiðjunni Bruegel. Með því að koma á gjaldeyrishöftum eru Kýpurbúar hindraðir að flytja fjármagn til og frá Kýpur innan evrusvæðisins. Þetta þýðir að evra á einu svæði er ekki sú sama og evra annars staðar. Í raun og veru er búið að afnema evruna á Kýpur, sem er brot á "stjórnarskrá" ESB grein 63. Takmarkanir á hreyfingu fjármagns milli landa og greiðslu milli aðildarríkja ESB eru bannaðar.
Í snöggkreppuskóla Andreas Cervenka hjá Sænska Dagblaðinu ræðir hann muninn á Jeroen Dijsselbloem og fyrirrennara hans í formannssæti evruhópsins Jean-Claude Juncker, sem þekktur varð fyrir fyrirmæli sín: "Maður verður að ljúga í efnahagslega viðkvæmum málum." Dijsselbloem varð á að brjóta regluna þegar hann sagði, að núverandi kerfi, þar sem skattgreiðendur eru stöðugt látnir borga fyrir mistök bankanna, yrði að ljúka.
"Ef það er áhætta hjá bankanum er fyrsta spurning okkar, hvað ætlið þið í bankanum að gera í því? Hvernig ætlið þið að endurfjármagna bankann? Getur bankinn ekki gert það spyrjum við hluthafa og bréfaeigendur og biðjum þá um aðstoð. Og ótryggða innistæðueigendur ef þörf krefur."
"Ef þú vilt hafa heilbrigðan fjármálageira er það eina rétta að segja "Tekur þú áhættu verður þú að meðhöndla hana og geturðu ekki meðhöndlað hana, þá hefðir þú ekki átt að vera taka hana í byrjun."
Í núverandi ástandi eru slík ummæli byltingarkennd og í algjörri mótsögn við kreppupólitík ESB: Verjum bankana hvað sem það kostar. Ríkið borgar. Sem þýðir að bankarnir spila fjárhættuspil með peningana okkar. Varla höfðu orðin náð á skerminn fyrr en hlutabréf banka féllu í allri Evrópu. Dijesselbloem braut regluna: segðu það sem þú vilt svo lengi, sem það hræðir ekki markaðinn. Skömmu síðar kom yfirlýsing um að þetta hefði nú alls ekki verið það, sem hann hefði sagt og Kýpur væri svo sérstakt og alls ekkert dæmi fyrir aðra.
Evrusvæðið er í gíslingu. Ríki ESB eru í gíslingu. Grundvöllur samstarfsins er brostinn. Fjórfrelsið virkar ekki lengur. Framundan er stríð við markaðsskrýmslið, sem lætur skattgreiðendur taka alla áhættuna. Þótt Dijesslbloem hafi neyðst til að taka tilbaka orðin, þá var hann aðeins að segja það, sem flestir hugsa og er skynsamlegt:
Fjárhættuspilararnir verða að bera sína áhættu sjálfir.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:30 | Facebook
Athugasemdir
Gott mál!
Skref fram á við fyrir ESB.
Skeggi Skaftason, 26.3.2013 kl. 08:54
Sæll Gústaf Adolf, Er ekki hætta á því í kjölfar þess sem er að gerast á Kýpur að innistæðu eigendur í þeim ríkjum ESB sem standa höllum fæti efnahagslega fari að rífa þær út í stórum stíl og valda bank run?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 15:24
Sæll Kristján, það er það sem er stóra spurningin, enginn er óhultur með peninga sína eftir Kýpur, því þeir lögðu til í byrjun að rifta innistæðutryggingum undir 100 þús €, þótt því væri seinna breytt. Kýpur hefur verið breytt í zombíland og efnahagslegur hagvöxtur ekki á borðinu næsta áratuginn. Þar sem Kýpur er í ESB og með evru, þá átti þetta ekki að geta gerst. Sumir tala um að Slóvenía falli næst, aðrir að það verði Spánn eða Ítalía eða jafnvel Frakkland. Stóra málið er, að traustið er fallið og peningastríðið verður bara miskunnlausara og hrárra sem fram vindur.
Gústaf Adolf Skúlason, 26.3.2013 kl. 20:18
Sæll og takk fyrir svarið, ef allt fer á vesta veg í peningamálum í ESB, er þá ekki orðin hætta á að ófriður geti brotist út með ófyrirséðum afleiðingum?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 22:51
Sæll aftur, ef við miðum við Kreppuna Miklu og seinni heimsstyrjöldina í kjölfar hennar, þá er senan í dag undanfari hruns á verðbréfamörkuðum. Búið er að þjarma að löndum skv. bjarga evrunni/bönkunum reglunni og færri lönd eftir en stór sem auka mun átök milli verðbréfamarkaða, stjórnmálamanna, almennings og ríkja. Slíkt endar í hruni verðbréfamarkaða og upplausn ríkja. Í þeirri senu verða samfylkingar peningaafla/stjórnmálamanna/ríkja skýrari og blokkir myndast, sem síðan berjast um endanleg yfirráð yfir mörkuðum=ríkjum. Þar fyrir utan er spennan milli lýðræðishefða og tilskipana ESB orðin slík að lönd eins og Bretland ræða kosningu um veru eða úrsögn úr ESB, fleiri landssvæði í ýmsum ríkjum, t.d. Skotland á Bretlandi og Katalónía á Spáni vilja sjálfstæði og fleiri eru á leiðinni, þannig að stjórnmálaleg upplausn er þegar vel á veg komin.
Þýzkaland hefur sterkt stöðu sína markvisst á kostnað annarra evruríkja, SE er í Frankfurt og gengi evrunnar þjónar hagsmunum Þýzkalands. Þó margt í dag fylgi munstri ferilsins í aðdraganda Kreppunnar Miklu og seinni heimsstyrjaldarinnar og er dejà vu, þá er margt ólíkt t.d. á risapíramídaspilið í Kína eftir að springa með hvelli, sem "heyrist til Júpíters og Mars". Bylting í kjölfarið verður örugglega eins og bréf með póstinum. Það verður engin elsku amma, heldur reiðir Kínverjar í stíl núverandi N-Kóreu einræðisherra. Ég spái að ESB endi í nýrri Germaníu með ca 10 fylgiríki (sem ganga í eina sæng og verða Sambandsríkið eða það sem ég kalla Fjórða ríkið). Nú þegar í Lissabonsáttmálanum er gert ráð fyrir þróun sameiginlegs hers og yfirstjórnunar hers í sameiginlegum varnarmálum. Hrun verðbréfamarkaða mun hraða uppbyggingu hers og hergagnaframleiðslu á ný, sem skapar vinnu fyrir einhverjar af þeim miljónum, sem eru og hafa orðið atvinnulausir í kjölfar evrukreppunnar. Það eina sem getur stöðvað þessa þróun er að peningakerfinu verði breytt og völdin tekin af bönkunum til að spila með fólk og þjóðir. Ég er ekki að sjá það gerast. Slíkar umræður voru í gangi fyrir seinni heimsstyrjöldina, en vopnin komust á milli. Þvert á móti er núverandi ferli næstum endurtekning á því ferli, sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar.
Gústaf Adolf Skúlason, 26.3.2013 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.