Óhjákvæmilegt að evran leysi upp Evrópusambandið

george_soros

 

 

 

 

 

Í samtali hjá fréttaþætti hollenska sjónvarpsins Nieuwsuur lýsti múltimiljarðamæringurinn George Soros áhyggjum sínum af evrukreppunni á eftirfarandi hátt: 

"Ég hef verulegar áhyggjur af því, að evran sé bókstaflega að eyðileggja ESB. Það er raunveruleg hætta til staðar, að lausnir efnahagsvandans skapi mjög djúpstæðan stjórnmálaágreining."

Spurður um hvaða breytingar þyrftu að koma til svaraði hann:

"Þýzkaland verður að skilja, að sú stefna að leggja fram áætlun um niðurskurð á evrusvæðinu vinnur gegn framleiðslustörfunum. Hún getur alls ekki heppnast. Í augnablikinu er þeim (suðurríkjum Evrópu) ýtt áfram - ekki af illum huga - en afleiðingin er að þeim er ýtt áfram inn í langvarandi efnahagslægð eins og er að gerast núna í Evrópu. Þetta getur enst í meira en áratug, gæti í raun og veru orðið til frambúðar eða þar til sársaukinn er orðinn það mikill að hugsanlega kæmi til uppreisnar og afneitunar á ESB. Slíkt þýddi eyðileggingu ESB, sem er hræðilega hátt verð fyrir að viðhalda evrunni sem einungis var ætlað að þjóna ESB."

Hvort evran lifir?

"Hún gæti enst mjög lengi á sama hátt og Sovétríkin sem entust í 70 ár með sínu hryllilega fyrirkomulagi. Samt held ég að hún sundri óhjákvæmilega Evrópusambandinu. Þeim lengri tíma sem það tekur og það getur tekið kynslóðir, sem þá verða án stjórnmálfrelsis og efnahagslegrar velferðar. Þessi lausn virðist mér vera hræðilegur sorgarleikur fyrir ESB. Og þetta er að gerast hjá þróuðustu, opnum samfélögum heimsins. Mér finnst þetta vera hryllilegur sorgarleikur án bófa, vegna þess að ég held ekki, að Þjóðverjar geri þetta af vondum huga en þetta er að gerast vegna skilningsleysis á mjög svo flóknum vandamálum."

Svo mörg voru þau orð. Sífellt fleiri líkja ESB við Sovétríkin sálugu og vara við komandi hörmungum ef ekki verður gripið í taumana. Fyrir fjölda manns í jaðarríkjum Evrópusambandsins er því miður skaðinn þegar skeður.


mbl.is Vilja ekki gengisstefnu fyrir evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvenær er sársaukinn orðinn óbærilegur? Hvar eru sársaukamörk þjóða vegna atvinnuleysis? Nú þegar eru tvö af löndum evrunnar komin með atvinnuleysi sem er meira en varð í Bandaríkjunum í kreppunni miklu.

Þá er ljóst að mikið atvinnuleysi, sérstaklega hjá ungu fólki, er sem plógur í akri ofbeldisafla.

Atvinnuleysi er enn að aukast innan evruríkja og jafnvel hafinn nokkur samdráttur í iðnaði Þýskaland. Mikill samdráttur í öðrum löndum evrunnar. Þessi samdráttur er ekki farinn að skila atvinnuleysi að neinu marki enn, en það mun vissulega koma.

Soros er bjartsýnn í þessu viðtali, þegar hann telur að þetta ástand geti enst í meir en áratug. Nær væri að tala um mánuði, kannski einhver ár, en áratug getur þetta ástand ekki enst. Það verða einhverjir misindismenn búnir að sá í sinn akur og uppskera löngu fyrir þann tíma.

Hverjar afleiðingarnar nákvæmlega verða er ekki hægt að segja til um nú, en ljóst að þær verða ekki fallegar.

Sagan kennir okkur, vandinn er að allt of margir loka augunum fyrir henni.

Gunnar Heiðarsson, 8.2.2013 kl. 07:51

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Góðar spurningar og ástandið bæði í Grikklandi og á Spáni orðið afar eldfimt eins og sést á átökum lögreglu og fólks í verkföllum. Nei fallegt verður það aldrei.

Friðarsambandið hefur breyst í fátækra-, atvinnuleysis-, átaka- og vaxandi ófriðarsamband... George Soros er í viðtalinu að setja þrýsting á Þjóðverja, því hann vill að þeir borgi meiri peninga, svo hann græði meira. En Angela Merkel er bundin af kjósendum, sem margir hverjir vilja taka upp Deutsche mark og að Þýzkaland fari úr ESB.

Gústaf Adolf Skúlason, 8.2.2013 kl. 08:35

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hugsa að Soros sé ekki að fara með fleipur. hann er einn af aðal Bilderberg-unum. Ég hugsa samt að sú alþjóða einstefnu ''New World'' yfirráðshreyfing ásamt leynikjarna í Frímúrara hreyfingunni sem hefir sömu stefnu reyni að láta evruna hanga. Þeir munu skella Mastrikt lagapakkanum á og Clinton hjónin gera restina sem á að gera í Ameríku og þá er draumur ''Illnumi'' hreyfinguna sem Roshchilds fjölskyldan byrjaði á 1776 og Illnumi smyglaði sér með drauminn ínn í innsta kjarna á Frímúrara hreyfingunni  

Valdimar Samúelsson, 8.2.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband