"Ömurleg kjör" starfsmanna ESB

4233

Vesalings 55.000 starfsmenn ESB, sem verið er að "þjarma" svo að, að þeir "neyðast" til að fara í "alvöru" kjarabaráttu gegn niðurskurðinum með tveggja daga verkfalli á meðan verið er að ræða fjárlögin.

ESB hefur birt greinargerð með lista yfir "ömurleg kjör" starfsmanna sinna, sem eru að kikna undir 37,5 stunda vinnuviku og fara einungis á 70% ellilaun orðnir 65 ára gamlir.

Ekki er langt síðan Jóhanna Sigurðardóttir sló hnefanum í borðið með forsætisráðherrum Norðurlanda á fundi í Stokkhólmi og sagði: "Þegar mamma mín var 100 ára gömul vann hún fullt stjórnmálastarf." Efni fundarins: "Hvernig fáum við fólk að vinna lengur en til 65 ára aldurs." Það á greinilega ekki við um starfsmenn ESB. 

Á meðan ESB skipar harkalegan niðurskurð í löndum Suður-Evrópu þar sem atvinnuleysi, fátækt og eymd er farin að líkjast því sem var á tíma Kreppunnar Miklu fyrir seinni heimsstyrjöld eru ekki margir sammála mati starfsmanna ESB á eigin mikilvægi en þeir vilja meina, að Evrópa stöðvist, ef þeir mæti ekki til vinnu.  

Þegar svo margir starfsmenn eru á hærri launum en þjóðarleiðtogar, þegar reiknað er með öllum fríðindum eins og skattleysi, greiddum ferðakostnaði, skólagjöldum barna, m.fl. þá er það ekkert annað en himinhrópandi frekja að fara í verkfall, þótt auka þurfi vinnutímann um eina og hálfa klukkustund svo fullum vinnutíma sé skilað eins og flestir aðrir gera.

Í Grikklandi var enn verið að skerða laun um 25% hjá starfsmönnum lesta og strætisvagna. Þar rak vopnuð lögregla liðið aftur í vinnu. Kannski eitthvað fyrir elítuna í Brussel að taka eftir svo þeir fái að bragða eigið lyf sjálfir? 


mbl.is Með lægri laun en embættismenn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þvílíkur lager af blýantanögurum sem er kominn á spenann hjá þessu bákni.

Theódór Norðkvist, 6.2.2013 kl. 02:17

2 identicon

Komið á spenann? Hvað eru margir ríkisstarfsmenn á íslandi?

Haldið þið að batterí sem sér um samskipti annars tug þjóðríkja sín á milli, við önnur ríki og heldur utan um verslunarsvæði sem telur hundruðir miljónir manna og landamæri fjölda landa þurfi ekki starfsfólk?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 10:17

3 identicon

Íslendingar gleyma því stundum þegar þeir eru að kvarta yfir aðeins styttri vinnuviku í öðrum ríkjum að þar þarf líka að taka tillit til þess að það tekur í mörgum tilfellum margfalt lengri tíma að ferðast frá heimili að vinnustað en heima á íslandi, þetta fólk á lika börn sem þarf að koma á leikskóla og í skóla yfir lengri vegalengdir en þekkjast heim.

Spurning að reyna aðeins að rífa sig uppúr smáborgaranum og hugsa það aðeins að heimurinn er ekki eins og Ísland

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 10:19

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já Theódór, ætli fari ekki svona eins og einn Svartiskógur á mánuði í þetta lið.

Jón Bjarni, þú missir alveg af, hvers vegna verkfall starfsmanna ESB kemur svo fáranlega út og hvílíkur hroki býr að baki afstöðu þeirra.

Bara árið 2012 jókst atvinnuleysi í evruríkjunum með rúmlega 4 miljónir manna vegna niðurskurðaaðgerða yfirvalda, sem ESB hefur þvingað fram eins og t.d. í Grikklandi. Á Spáni voru mörg hundruð Spánverjum afhýst daglega af bönkum og yfirvöldum, þar til sjálfsmorðshrinan varð svo stór, að ríkisstjórnin ákvað að grípa í taumana og fresta frekari afhýsingum. Í dag eru yfir 300 000 þús Spánverjar alfarið á framfærslu Rauða Krossins og Rauði Krossinn í Grikklandi hefur sent frá sér SOS vegna þess að þeir anna ekki matardreifingu og annarri aðhlynningu sem þarf til að fólk geti dregið fram lífið.

Ástandið er orðið svipað og það var í Kreppunni Miklu fyrir seinni heimsstyrjöld. Milli 26-27 miljónir manns eru atvinnulaus, um 60% ungmenna að 25 ára aldri í Grikklandi og Spáni fá enga atvinnu. Talað er um glötuðu kynslóðina, sem búið er að ræna framtíðinni.

Þegar fólk með smábörn við þessar aðstæður berst fyrir að fá mat fyrir börnin sín, hefur hvorki efni á því að klæða sig né kaupa skólabækur eða á börn, sem daglega eru borin út úr skólum vegna þess að það líður yfir þau í kennslustund vegna hungurs, þegar þetta er borið saman við starfsfólk ESB, sem tekur ákvarðanir og og fyrirskipar niðurskurði, sem orsaka fátækt þeirra fyrrnefndu, þá verður lengri vegalengd með barn í skóla í Brussel, sem greitt er fyrir af ESB ekki stóra vandamálið.

Stóra vandamálið er, að liðið í Brussel heldur, að Grikkir, Spánverjar, Portúgalir, Ítalir, Írar, Íslendingar....yfirleitt allir aðrir séu af lægri sort en það sjálft, því ekkert getur gengið í Evrópu eða heiminum yfirleitt nema Brusselliðið mæti á kontórinn og nagi blýantinn sinn.

Og þeim er að takast með reglugerðafargani að kála "friði" í Evrópu í samvinnu við féflétta og bankaglæpamenn sem hafa stolið fé af venjulegum skattgreiðendum sem motsvarar kostnaði einnar heimsstyrjaldar samkvæmt einum bankastjóra The Bank of England.

Gústaf Adolf Skúlason, 6.2.2013 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband