"Kreppan hefur þegar orsakað skaða á við eina heimsstyrjöld"
5.12.2012 | 10:08
"Fjármálakreppan hefur þegar orsakað efnahagsskaða á við eina heimsstyrjöld og verðið þurfa barnabörnin okkar líka að borga" segir Andy Haldane, einn av æðstu yfirmönnum breska seðlabankans, Bank of England, í nýlegu viðtali við BBC.
"Ef horft er á tekjur og framleiðslu er staðan jafnalvarleg og eftir eina heimsstyrjöld. Það væri furðulegt, ef fólk spyrði ekki um, hvað hefði mistekist í fjármálageiranum," segir Haldane.
Fjórum árum eftir að fjármálakreppan braust út er breskur efnahagur enn 3% minni en þegar hann var á toppnum.
"Ef við erum lánsöm greiða börnin okkar verðið fyrir kreppuna en það er líklegt að barnabörnin okkar þurfi að borga líka. Það er öll ástæða fyrir almenning að æsa sig mjög yfir því, sem hefur gerst - og reiðast," sagði Haldane skv. The Telegraph.
Seinna í dag mun fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, gefa skýrslu um ástandið, sem er mjög dökkt. Haldane telur að bankarnir séu hindrun í vegi snöggs bata í efnahagskerfinu. Efasemdir eru mjög útbreiddar um að bankarnir hafi verið fullkomlega heiðarlegir í útskýringum sínum um umfang slæmra útlána og á meðan efinn gegn bönkunum er til staðar getur fjármagnskerfið ekki virkað sem skyldi.
Fjárfestar eru ekki eins viljugir að hafa peningana í bankanum. Annað hvort krefjast þeir hærri vaxta til að lána út til bankans eða þeir taka einfaldlega út peningana sína.
Haldane meinar, að mikilvægasta spurningin fyrir breskan efnahag er að auka traustið á bönkunum.
"Meira þarf að gera til að koma útlánastarfsemi í gang og rétta við efnahaginn," segir Haldane, sem enn finnst laun bankastjóra of hátt.
"Mér finnst að launin megi falla enn frekar."
Byggt á DI og Telegraph.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.