Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Atvinnan mikilvægust í komandi kosningum í Svíþjóð
28.12.2013 | 04:28
Friðrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar og Anders Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar skrifuðu í grein, sem birtist í Expressen aðfangadag jóla, að atvinnumálin séu mikilvægust fyrir Svíþjóð í nálægustu framtíð.

"Veik batamerki umheimsins eru engin lyftistöng fyrir sænskt efnahagslíf. Samt sem áður þróast vinnumarkaðurinn betur en búist var við og störfum fjölgar. Eftirspurn innanlands leiðir hagvöxtinn. Blanda kerfisumbóta og hvetjandi aðgerða, sem framkvæmdar hafa verið í krísunni, hafa heppnast vel. Að leiða Svíþjóð með hallalausum fjárlögum, halda áfram umbótum vinnumarkaðsins ásamt mikilvægum framkvæmdum á sviði þekkingar eru þrjú mikilvægustu framtíðarverkefnin samtímis sem þörf hvetjandi aðgerða minnkar á næsta ári, þegar búast má við að batinn verði meiri og skilmerkilegri.
Svíþjóð hefur sýnt meiri viðspyrnukraft gegn kreppunni en flest önnur sambærileg lönd. Yfir 200 þúsund fleiri vinna í dag og þeim, sem eru fyrir utan vinnumarkaðinn hefur fækkað um 200 þúsund miðað við 2006. Svíþjóð er meðal þeirra ríkja, er hafa hvað sterkustu opinber fjárlög með litlum taprekstri og lágum skuldum.
Með mótsvarandi helmingi þjóðartekna af útflutningi höfum við engu að síður þurft að þola langdregna efnahagslægð. Áframhaldandi veik eftirspurn og aukin samkeppni frá löndum með stækkandi efnahag skapar þrýsting á stjórnmálin. Stærsta málefni Svíþjóðar er stuðningur við atvinnuuppbygginguna. Í takt með minnkandi þörf á hvetjandi aðgerðum, þegar efnahagurinn réttir smám saman úr kútnum, er mikilvægt að halda áfram að styðja við atvinnulífið og mennta börn og ungmenni fyrir kröfuharðan vinnumarkaðinn."
Seinna í greininni skrifa ráðherrarnir: "Þegar vinnumarkaðurinn tekur núna betur við sér en fyrri spár fjármálaráðuneytisins gerðu ráð fyrir, er mikilvægt að atvinnuumbæturnar verði ekki rifnar upp heldur að áfram verði hlúð að atvinnulífinu. Þar sem Sósíaldemókratarnir leggja til umtalsverðar skattahækkanir á laun og fyrirtæki til að fjármagna stóraukið bótakerfi, þá eru þetta mikilvægustu skilin í sænskri pólitík."
"Verkefnin eru mörg og kröfurnar skýrar um ábyrgðafulla stjórnmálastefnu. Það sýnir sig einna skýrast í aukningu starfa, þrátt fyrir kreppuna. Núna standa yfir sögulegar framfarir í samgöngumálum og íbúðarbyggingar hafa aukist. Það skilar sér í fleiri störfum og betri vinnumarkaði. Aðhald í fjármálum, áframhaldandi umbætur fyrir atvinnulífið og fjárfesting í hugviti eru skref fyrir skref í áttina til betri Svíþjóðar. Núna er enginn tími til að snúa af braut til baka til gömlu stjórnmálastefnunnar sem leiddi til geysilegrar einangrunar frá vinnumarkaðinum og er í grundvallaratriðum uppfull af átökum. Atvinnumálin og hæfileikinn að taka ábyrgð á þróun Svíþjóðar munu ráða úrslitum kosninganna."
Alla greinina má lesa á sænsku hér
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðmjúkur Svíakonungur þakkar landsmönnum 40 ár á krúnunni
26.12.2013 | 01:37
Svíakonungur hélt fertugustu jólaræðu sína á jóladag og þakkaði Svíum fyrir góða samfylgd í þau fjörtíu ár, sem hann hefur setið á krúnunni í Svíþjóð. Þetta var innileg ræða, full af þakklæti og aðdáun á þróttmiklu starfi þjóðarinnar, sem gert hefur Svíþjóð að virtri þjóð í heiminum á sviði rannsóknarstarfa og uppfinninga. Carl XVI Svíakonungur óskaði öllum áframhaldandi góðra jóla og beindi orðum sínum sérstaklega til einstæðra: "Ég beini sérstökum og hjartanlegum óskum til allra þeirra, sem ekki hafa neinn til að deila jólunum með. Ég vona, að þær tilfinningar sem tengdar eru jólunum nái einnig fram til ykkar."

Konungshjónin hafa ferðast um Svíþjóð á árinu og konungurinn þakkaði sérstaklega öllu því fólki, sem hafði gert ferðalögin svo eftirminnileg: "Það hefur verið svo margt sem vakið hefur aðdáun og fyrir augum hefur borið. En allt fólkið, sem við höfum mætt á ferðalögunum er eftirminnilegast. Við höfum mætt þvílíkri hlýju, umhugsun og framsóknaranda. Þessi mannamót hafa auðveldað skilning á því, hvers vegna augu umheimsins beinast svo oft að Svíþjóð. Þessu landi lengst í norðri, sem vekur svo oft mikla athygli. Mörgum sinnum sjáum við að þessi athygli kemur fram í eftirspurn á Svíþjóð í heiminum. Það varðar vörur og þjónustu vora en einnig land vort sem slíkt."
Konungur minntist ferðalaga erlendis t.d. þegar konungshjónin heimsóttu Delaware í USA til að halda upp á 375 ára afmæli fyrstu Svíanna sem komu til Ameríku. Konungurinn nefndi heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta í Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi: "Forsetinn heimsótti einnig Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi. Til að kynnast því, hvernig við vinnum með endurnýjanlega orku och allt henni tengt. Land vort er talið eitt af fremstu ríkjum heims á þessu sviði. Við erum í fararbroddi starfsemi, sem finnur vistvænar lausnir á vandamálum tengdum orku, umhverfi og veðurfari."
Carl XVI Gustav minntist einnig á stórt ESB-verkefni hjá Chalmers tækniháskóla Gautaborgar, þar sem unnið er að þróun nýs ofurefnis. 126 rannsóknarhópar háskóla og iðnaðarfyrirtækja í 17 Evrópulöndum starfa saman í verkefninu m.a. fjórir Nóbelsverðlaunahafar.
"Svíþjóð er land, sem áfram stendur fyrir nafni sínu sem heimili rannsóknar- og uppfinningastarfsemi. Ég finn til mikils stolts yfir þessu og þetta er afar mikilvægt fyrir þá mynd, sem heimurinn hefur af Svíþjóð. Mér finnst það mikilvægt, að við byggjum land vort með skynbragði á mikilvægi þekkingar og uppfinningastarfsemi. Þannig tryggjum við ekki einungis þau jákvæðu viðhorf sem tengjast Svíþjóð heldur getum við einnig sameiginlega styrkt og þróað áfram þjóð vora."
Síðar í ræðunni sagði Svíakonungur: "Við erum afar lítið land á jörð vorri en aftur og enn á ný sýnum við, að sameiginlega megnum við að skapa stóra hluti. Þetta hefur getað gerst með sameiningu verðmæta, sem byggjast á harðri vinnu, tillitssemi og áhuga. Þessu hef ég fengið að kynnast á þeim fjörtíu árum, sem mér hefur verið kleyft og ég fengið að njóta þess að fara með umboð Svíþjóðar. Ég færi þess vegna öllum þeim, sem vinna fyrir land vort miklar þakkir."
Í lokaorðum jólaræðu sinnar sagði Svíakonungur: "Á næsta ári höldum við hátíðlegan einstæðan hlut þegar á heiminn og sögu heimsins er litið. Svíþjóð hefur þá notið þess að hafa upplifað frið í 200 ár. Það höfum við ástæðu til að halda hátíðlegt og við munum einnig minnast allra þeirra, sem ekki eru á lífi til að njóta þessa mögulega eins stærsta kosts mannkyns. Samtvinnaður frelsi er friðurinn eitt það stærsta sem landsmenn geta upplifað. Bindum vonir við að geta deilt sögu vorri af friði og frelsi með heimsálfri allri í framtíðinni."
Jólaræðu Svíakonungs má lesa hér
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.12.2013 kl. 04:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólapistill frá Stokkhólmi
24.12.2013 | 11:31
Tignarlegir standa hirtirnir á Sergelstorgi í Stokkhólmi og minna á jólahátíðina. Búist er við að nýtt met verði slegið í jólaverslun Svíþjóðar í ár.
Friðarfundur gegn nýnazisma í Stokkhólmi
S.l. sunnudag sóttu um 20 þúsund borgarbúar mótmælafund gegn nazisma í suðurhverfi Stokkólms, Kärrtorp. Helgina áður réðust nazistar öllum að óvörum á friðargöngu í Kärrtorp. Lögreglan varð að kalla út aukalið til að stöðva árásina. Nokkrir særðust í átökunum þar sem einhverjir öfgamenn bæði til vinstri og hægri beittu eggvopnum. Til að sýna að götur borgarinnar eru fyrir meðborgarana en ekki nýnazista safnaðist fólk saman á fundi um lýðræði og frið. Allir stjórnmálaflokkar fyrir utan Svíþjóðademókrata tóku þátt, ráðherrar m.fl.
Gävlehafurinn brenndur enn á ný
13 metra hái og 3,6 tonna þungi geithafurinn í Gävle varð eldslogum að bráð og lifði ekki fram að þessum jólum. Í 49 ár hefur hafurinn lifað jólin í 24 skipti. Grímuklæddir menn sáust hlaupa burtu eftir að hafa kveikt í hafrinum um fjöguleytið aðfaranótt s.l. laugardags. Hafurinn á sér skrautlega sögu t.d. reyndu tveir menn að múta öryggisvörðum til að yfirgefa svæðið 2010. Sagan segir að þessir óprúttnu náungar hafi ætlað að ræna geithafrinum og flytja með þyrlu til Stokkhólmsborgar. Síðan 1988 er hægt að veðja á veðstofum, hvort hafurinn lifi af jólin eða ekki. 2001 kveikti amerískur ferðamaður í hafrinum og við yfirheyrslur sagði hann, að hann héldi að þetta væri árlegur jólasiður í Svíþjóð. Það gagnaði lítið og dómurinn hljóðaði upp á eins mánaða fangelsi og 100 þús sænskar í sekt.

Drottning Silvia 70 ára
Drottning Silvia varð sjötug á Þorláksmessu. Hún heldur sér sérstaklega vel og vinnur ötullega að líknarmálum barna í heiminum. Hún vakti heimsathygli, þegar hún tók upp baráttu gegn barnakynferðisglæpum, barnaþrælkun m.fl. Í afmælisgjöf fékk hún m.a. myndarlegan sjóð frá sænskum fyrirtækjum í baráttunni fyrir betri heimi barnanna. Eitt stærsta klikk konungsveldisins var þegar H.M. Carl 16. Gustav Svíakonungur hitti Silvíu á Ólympíuleikjunum í Munchen 1972. Síðan þá hefur ekkert klikkað hjá konungsfjölskyldunni. Nýjar kannanir sýna auknar langanir Svía til að sjá H.K.H. krónprinsessuna taka við embætti krúnunnar og krýnast til drottningar Svíþjóðar. Það eru jákvæð teikn og sýna hollustu við konungsríkið og alls óskylt fyrirsögnum nokkurra blaða um, að Svíar vilji yfirgefa konungsríkið fyrir annað stjórnarform. Einungis andstæðingar konungsríkisins reyna að villa um þá staðreynd að fylgni Svía við konungsríkið er milli 70 - 80%.

Þórarni Eldjárn veitt verðlaun sænsku akademíunnar
Verðlaunin eru veitt þeim, er skarað hafa fram úr í kynningu á sænskri menningu utanlands. Þórarinn Eldjárn hefur þýtt fjölda bóka frá sænsku á íslensku m.a. eftir Ulf Nilsson, Ágúst Strindberg, Göran Tunström, Sven Wernström og Jujja Wieslander.
Þórarinn Eldjárn hefur unnið hjarta íslensku þjóðarinnar. Hann kann málið betur en nokkur annar og ótrúlega skondinn á stundum. Af því að það eru jól og fornar remsur um Grýlu lifa:
Grýla píla appelsína
missti skóinn ofan í sjóinn.
Þegar hún kom að landi
var hann fullur af sandi.
(Höf. óþekktur)
Þórarinn Eldjárn orti um Grýlu og Leppalúða öllum börnum til ánægju og yndis:
Í Háskólann þau héldu inn
er höfðu klárað öldunginn.
Innrituð þau eru bæði
í uppeldis og kennslufræði.
Kannski er það til sanns um framsýni Þórarins um íslenska þjóð, heilræðisvísa hans sem birtist í Mbl. 22. ágúst 2009
Styðja á startara
stara á það bjartara,
hafa séð það svartara,
sussa á kvartara.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fátæktin breiðist út í Evrópu
10.10.2013 | 07:15

Einungis 13 árum eftir innleiðingu evrunnar rambar Evrópa á barmi efnahagskreppu sem æ meira líkist kreppunni miklu fyrir tæpri öld.
Skv. nýrri skýrslu Rauða Krossins hafa miljónir manna horfið úr velferð yfir í fátækt og geta ekki séð sér og sínum fyrir daglegum nauðsynjum. Afleiðingarnar verða langvinnar með félagslegri áþján og ugg um hvað framtíðin ber í skauti. Slíkt er góður jarðvegur fyrir kynþáttahatur og öfgaskoðanir.
Skýrsla Rauða Krossins byggir á reynslu frá 42 evrópskum löndum. Í 22 löndum hefur þeim fjölgað um 75% á árunum 2009-2012, sem eiga líf sitt undir matargjöfum Rauða Krossins. 3,5 miljónir manns standa í matarbiðröðum í dag. Á Spáni hefur fjöldinn sem háður er matargjöf tvöfaldast frá fyrri skýrslu árið 2009. Í Lettlandi hefur fjöldinn þrefaldast. Yfir 1,3 miljónir Þjóðverja hafa svo lág laun, að þeir verða samtímis að sækja um aðstoð.
43 miljónir manns í Evrópu geta ekki mettað hungur sitt á degi hverjum og í fyrsta skipti í nútímasögunni neyðast börn í Evrópu að lifa við erfiðari skilyrði en foreldrarnir.
120 miljónir manns í Evrópu eru í hættu að verða fátæktinni að bráð skv. hagstofu ESB, Eurostat.
Frá þessu skýrir sænska útvarpið.
Og áfram blaðra furstarnir í Brussel um ESB sem "samkeppnishæfasta" svæði veraldar. Samkeppni, sem er milli banka og stjórnmálamanna þeim tengdum, um hver getur fyrstur kramið íbúa evrusvæðisins í hel fyrir mestan pening.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
JÓBAMA klýfur Bandaríkin
9.10.2013 | 12:48
Hroki núverandi Bandaríkjaforseta minnir á starfstíl og hroka fyrrverandi forsætisráðherra Íslands Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hatrið brýst út í ofstæki og árásum á stjórnmálaandstæðinga. Aldrei hefur nokkur forseti Bandaríkjanna dregið lýðræðislegt þing USA jafn mikið niður í svaðið og núverandi, sem lýsir því sem fjárkúgun, að Repúblikanar vilja spyrna fótum við skuldasöfnun og ofeyðslu ríkisins. Að biðja um hækkun skuldaþaksins minnir á alkóhólistann, sem biður um einn sjúss í viðbót til að geta hætt að drekka.
Allir fyrri forsetar Bandaríkjanna hafa samið við lýðræðislega kjörna fulltrúa Bandaríkjamanna á grundvelli stjórnarskrárinnar. Hlutverk þingsins er að ákveða fjárlög.
Jóhanna hefur eignast tvíburasál í Obama.
Jóbama.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
What does Obama care?
6.10.2013 | 23:20
Ég kom ekki að á tilsettum tíma að svara athugasemd Tryggva Thayer en geri það hér með, byrja á því að upplýsa um Gallup könnun í sumar um Obamacare, þar sem 42% Bandaríkjamanna telur að heilsugæslulögin muni til lengri tíma gera heilbrigðisstöðu fjölskyldna þeirra verri en hún er í dag, 22% töldu að staðan yrði betri. Rúmur helmingur taldi, að Affordable Care Act sem kallast í daglegu tali Obamacare, myndi gera stöðu heilsumála verri í Bandaríkjunum.
Kostnaðarbreytingar eftir fylkjum
Athugasemdir Tryggva eru númeraðar, svör mín eru undir.
1. Staðan sem uppi er núna er þingmál - það er verk þingmanna að leysa það, ekki forseta.
Svar: Ef málið væri svo einfalt. Því miður hefur Hvíta húsið og forsetinn persónulega fiktað með lögin eftir niðurstöður Supreme Court 28.júní 2012 án aðkomu Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið gagnrýnt sem ólöglegt athæfi og brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Persónuleg afskipti forsetans sýna sig líka í athöfnum hans eins og t.d. að aflýsa fundum erlendis til að leiða smekklausar árásir á Repúblikana á heimaplani.
2. Af hverju ættu demókratar að semja núna um breytingar á því sem er löngu búið að semja um? Heilbrigðislögin sem Repúblíkanar eru að gera veður út af eru afrakstur samkomulags sem náðist á sínum tíma. Af hverju ættu Demókratar að samþykkja nýtt samkomulag um samkomulag sem hefur farið í gegnum þing og hæstarétt?
Svar: Alveg eins og með Icesave, sem ríkisstjórnin þvingaði í gegn án þess að þingmenn hefðu aðgang að skjölum í nægan tíma til að kynna sér innihaldið, þvinguðu demókratar í gegn lögum, sem margir gallar eru á og þingmenn vilja ræða meira. Rök demókrata um að maður "verður bara að samþykkja Obamacare til að sjá hvernig það virkar" halda ekki. Breytt staða á þingi þýðir minni völd til að þvinga vanhugsuðum lögum í gegn, sem samþykkt voru á öðru þingi með öðrum valdahlutföllum. Bendir ekki beint á leiðtogahæfileika að ætla sér að keyra eins og brussa áfram með lögin, þegar ekki er þingmeirihluti fyrir þeim í báðum deildum Bandaríkjaþings. Obama og Demókratar verða að taka tillit til breyttra valdahlutfalla vilja þeir fylgja lýðræðisreglum.
3. Bandaríska ríkið er ekki að selja neinar tryggingar. Tryggingar eru seld af hefðbundnum tryggingaraðilum.
Svar: Það er tæknilega rétt, að tryggingar verða seldar af tryggingaraðilum. En Obamacare ákveður tryggingarskilmálana, sem tryggingarfélögin selja. IRS, skattayfirvöld Bandaríkjanna, eru að rukka inn peninga fyrir tryggingunum og sekta þá, sem ekki vilja kaupa á tilskyldum tíma, þannig að hér er ekki um frjálsa verslun að ræða.
4. Hvernig rökstyðurðu þetta: "Obamacare útrýmir frjálsum valmöguleikum og þeir veiku verða háðari duttlungum stjórnmálamanna."? Eini valmöguleikinn sem er verið að útrýma er valið milli þess að vera tryggður eða ekki. Einstaklingar geta að öðru leyti valið hvers konar tryggingu þeir kaupa.
Svar: Þetta er misskilningur. Obamacare setur eigin standard með þvingandi skuldbindingum án nokkurs valmöguleika. T.d. er kveðið á um getnaðarvarnir og fóstureyðingar sem kaþólskir samþykkja ekki. Skipunin frá ríkisstjórninni er: borgaðu eða við sektum þig.
5. Hvernig "ríkisvæðir" Obamacare heilsugæslu í Bandaríkjunum?
Svar: Gegnum standardinn í heilsugæslunni, sem hann vill að öll fylkin taki upp. Verður það gert verður öll heilsugæsla Bandaríkjanna meira og minna að aðlagast Obamacare. Þvingandi skattheimta setur það í hendur stjórnmálamanna, hvaða fyrirtæki selja heilsugæslu til ríkisins. Þetta hefur neikvæð áhrif á frjálsa verslun vegna ójafnar samkeppni skattgreiddrar þjónustu. Bandaríski þingmaðurinn Rand Paul frá Kentucky skrifaði á heimasíðu sinni s.l. júní, að Obamacare gæti valdið því, að allt að 20 miljónir Bandaríkjamanna verði af einkaheilsugæslu og að 800 þús starfa glötuðust í einkageiranum. Obamacare "skapar" 16 þús ný störf hjá skattheimtunni IRS.
6. Kostnaður vegna heilsutrygginga hækkar mest í þeim fylkjum (nær öll, ef ekki öll undir yfirráðum Repúblíkana) sem kusu að setja ekki upp sín eigin markaðstorg fyrir tryggingar (health exchange) og verða því háð markaðstorgi ríkissins. Þetta er afleiðing aðgerðaleysis Repúblíkana. T.d. ef ég væri enn búsettur í Minnesóta þar sem bjó þar til í vor, myndi kostnaður minn vegna trygginga fjölskyldunnar lækka töluvert, eða um ~35%. Hefði ég verið búsettur í Wisconsin, næsta fylki við, hefði kostnaðurinn sennilega haldist í stað. Hvers vegna? Vegna þess að þing Wisconsin, þar sem Repúblíkanar hafa meirihluta í báðum deildum, kaus að búa ekki til markaðstorg fyrir fylki sitt, sem þingið í Minnesóta gerði.
Svar: Eins og þú lýsir hlutunum er meira verið að kaupa atkvæði til demókrata en skapa heilsumöguleika fyrir Bandaríkjamenn. Hverslags viðskiptafrelsi er það að sega: Ef þú samþykkir ekki Obamacare og kemur því sjálfur upp, þá þvingar ríkið upp á þig dýrara Obamacare? Meira í stíl við kúgun að mínu mati. Enda gat Supreme ekki viðurkennt Obamacare, sem löggjöf þar sem Obamacare braut gegn lögum um viðskiptafrelsi fylkjanna. Hins vegar samþykkti Supreme Court að Obamacare væru skattar. Löggjöf einstakra fylkja eru með í dæminu og það flækir máli og gerir erfitt að átta sig á fyrirfram, hverjar afleiðingar Obamacare verða frá fylki til fylki. Ef þú kíkir á samanburðartöflu fyrir ofan sést að langtum fleiri ríki fá hækkun en lækkun.
Ég tel vert að minna Tryggva og aðra krata á, að Obama hefur tekist að tvöfalda ríkisskuld USA á fimm árum frá ca 8 þús. miljörðum dollara upp í ca 17. þús. miljarða dollara. Nú vill Bandaríkjaforseti hækka skuldaþak USA enn frekar til að afstýra - að hans mati - greiðslustöðvun ríkisins. Kröfur rebúblikana er að alríkisstjórnin skeri niður ofvöxt ríkisins og dragi úr útgjöldum í stað stöðugt stækkandi skuldabjargs. Þráteflið á þinginu um Obamacare er liður í þessarri baráttu.
Neðan um dómsniðurstöður Supreme Court, þegar þeir skilgreindu Obamacare sem skatt í stað trygginga svo stjórnarskrá USA væri ekki brotin.
One part of the Constitution that may be violated is Article 1, Section 9, which stipulates: No capitation, or other direct, Tax shall be laid, unless in Proportion to the Census or Enumeration herein before directed to be taken.
The section is clarified in the 16th Amendment: The Congress shall have power to lay and collect taxes on incomes, from whatever source derived, without apportionment among the several States, and without regard to any census or enumeration.
The Supreme Court ruled the health-care mandate under the legislation is a tax. However, according to experts cited in Impeachable Offenses, this tax does not satisfy the requirements of any of the three types of valid constitutional taxes income, excise or direct.
Write Klein and Elliott: Because the penalty is not assessed on income, it is not a valid income tax. Because the penalty is not assessed uniformly or proportionately, and is triggered by economic inactivity, it is not a valid excise tax. Finally, because Obamacare fails to apportion the tax among the states by population, it is not a valid direct tax.
Despite Obamas public statements that the individual mandate was not a tax, the Supreme Court ruled June 28, 2012, in a 5 to 4 vote, with conservative Chief Justice John Roberts siding with the majority, that the requirement that the majority of Americans obtain health insurance or pay a penalty was constitutional, authorized by Congresss power to levy taxes.
The Affordable Care Acts requirement that certain individuals pay a financial penalty for not obtaining health insurance may reasonably be characterized as a tax, Roberts wrote in the majority opinion. Because the Constitution permits such a tax, it is not our role to forbid it, or to pass upon its wisdom or fairness.
In a second 5-4 vote, again with Justice Roberts joining the majority, the court rejected the administrations most vigorous argument in support of the law, that Congress held the power to regulate interstate commerce.
The Commerce Clause, the Court ruled, did not apply.
However, Klein and Elliott document the White House has been changing the law without involving Congress since the Supreme Court ruling, and multiple sections of the implementation of Obamacare are unconstitutional.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Does Obama care about anything other than Obamacare?
5.10.2013 | 11:12
Það er fyrst og fremst í höndum Bandaríkjaforseta sjálfs að leysa vandamálið með fjárlög Bandaríkjaþings. Því miður fyrir hann og Demókrata hafa þeir ekki meiri völd en svo, að Repúblikanar ráða einni deild þingsins. Þess vegna kemur upp pattstaða og enginn getur neitt nema þá að slá af óbilgirninni og semja. Það hafa Repúblikanir gert með því að semja um allt annað og biðja Óbama um að fresta Obamacare um eitt ár. En Óbama má ekki heyra á það minnst. Og þar við situr.
Með Obamacare eru demókratar að ríkisvæða heilsugæslu Bandaríkjanna. Í nafni þess að verið sé að auka heilsuþjónustu fyrir almenning verður fólk þvingað að kaupa sjúkratryggingar og heilsugæslu af ríkinu, sem skapar fleiri störf hjá Skattstofunni en í heilsuþjónustunni. Trúir einhver því, að starfsmenn skattstofunnar séu hæfari til að stjórna sjúkrastörfum en læknar og hjúkrunarkonur? Hjá mörgum verður iðgjald Obamacare tvöfalt hærra með 20% minni þjónustunni en boðið er upp á í dag. Obamacare útrýmir frjálsum valmöguleikum og þeir veiku verða háðari duttlungum stjórnmálamanna.
Síðan Bush yngri hætti forsetastörfum hafa heildarskuldir Bandaríkjanna aukist frá ca 8 triljónum dollara upp í 16,7 triljónir dollara. Obama hefur því meira en tvöfaldað skuldir bandaríska ríkisins á rúmlega einu kjörtímabili. Fyrir 25 árum skuldaði bandaríska ríkið um 2 triljónir dollara. Ef Óbama lætur ekki af valdhrokanum fer bandaríska ríkið á höfuðuð og verður að stöðva allar útborganir 17. október. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir efnahag Bandaríkjanna og efnahag heimsins.
Engu er líkar en að Óbama ætli að hefna sín á samlöndum sínum og Repúblikönum með því að setja USA og heiminn á efnahagslega heljarþröm. Hann fundar sjálfsagt fyrst með skjólstæðingum sínum á Wall Street svo þeir geti skrifað á textavélina, hvað hann á að lesa upphátt í næstu ræðu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Verður Gullin Dögun blóðugt sólarlag?
30.9.2013 | 03:15




Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Grikkir mótmæla Gullinni Dögun eftir morðið á Pavlos Fyssas.
Loksins tóku yfirvöld sig saman og handtóku forystu nýnasistaflokks Grikklands Gullinnar Dögunar, Nikolos Mihaloiakos stofnanda og hátt á annan tug annarra meðlima m.a. þingmanna flokksins. Er þeim gefið að sök að stofna glæpasamtök og munu margir Grikkir vera sammála því eftir ofbeldi hreyfingarinnar gagnvart innflytjendum í Grikklandi.
Giorgios Logothetis blaðamaður, rithöfundur og fyrrum borgarstjóri á eyjunni Lefkas sagði: "Viðbrögðin eru mjög jákvæð, allir anda léttara. Allir halda að nú fái þetta endi og ég trúi því líka. Í dag fagna Grikkirnir sigri."
Gullin Dögun hefur nærst á evrukreppunni og fékk 7% atkvæða og 18 þingsæti í kosningunum 2012. Flokksmeðlimir og stuðningsmenn hafa legið undir ásökunum að hafa ráðist með ofbeldi á innflytjendur og sjtórnmálaandstæðinga. M.a. er talið að 34 ára rapparinn Pavlos Fyssas, sem þekktur var undir nafninu Killah P, hafi verið myrtur af Gullinni Dögun. A.m.k. tveimur lögreglustjórum hefur verið vikið úr sessi á meðan rannsókn fer fram um tengingu lögreglunnar við nýnasistaflokkinn. Samkvæmt grísk-sænsku blaðakonunni og rithöfundinum Alexandra Pascalidou heyrðu nokkrir meðlimir Gullinnar Dögunar Pavlos Fyssas tala illa um nýnasistaflokkinn á kaffihúsi og kölluðu inn 40 svartklædda menn, sem komu og myrtu hann. Grikkir tóku mjög illa við sér við morðið og hefur reiðialda almennings ýtt undir, að yfirvöld létu til skarar skríða gegn flokknum.
Alexandra Pascalidou sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að meðlimir Gullinar Dögunar undirbjuggu sig fyrir borgarastyrjöld í Grikklandi og höfðu m.a. haft aðgang að æfingastöðum gríska varnarmálaráðuneytisins/hersins.
Óhætt er að taka undir ósk Giorgios Logothetis um að "vonandi þýða handtökurnar endalok Gullinnar Dögunar."
![]() |
Leiðtogi öfgahreyfingar handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á Íslandi ná menn áttum en í ESB fer vitglóran æ meir úr böndunum
18.6.2013 | 12:35
Nýkjörinn forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti góða ræðu 17. júní á Austurvelli eins og venja er.
Var þó nokkur léttir að hlýða á mál hans samanborið við niðurrifsorð gagnvart lýðveldinu undanfarin ár. Þörf áminning um sjálfstæði okkar, góðar tilfinningar þjóðarinnar og staðfestu að láta engan eyðileggja þann grundvallar- og stjórnarskrárvarðan rétt okkar að ráða málefnum okkar sjálf.
Sigmundur kann að koma orðum á réttan stað t.d. með því að fullyrða, að engum hefði dottið í hug 1944 eða 1994, að það þyrfti að spyrja sérfræðing, hvort forsetinn mætti tala um fullveldi Íslands!
Hárrétt athugun og þykk sneið að meira og minna sjálfskipuðum "gáfvitum" ríkisútvarpsins, sem hafa bæði forseta Íslands, Svíakonung og sjálfstæði ríkja á hornum sér. Er það hið besta mál, að menntamálaráðherra hugi að lagabreytingu um skipun starfsmanna ríkisútvarpsins í stað valnefndar til að tryggja hlutleysi og fagleg störf stofnunarinnar.
Innan ESB magnast átök öll og er nú svo komið að framkvæmdastjórinn Barosso er í opnu rifrildi við forseta Frakklands í fjölmiðlum heims eftir að hafa sagt í viðtali við bandarískan miðil, að "hann teldi andspyrnu Frakklands gegn alþjóðavæðingu vera erkiíhaldssama...Sumir halda, að þeir séu vinstri en í raun eru þeir hrikalega menningarlega íhaldssamir." Barosso var að gagnrýna menningarundanþágutillögu Frakka frá viðskiptasamningi ESB og USA. Frakkar telja, að Hollywood myndir keyri franskar í kaf ef allt verður gefið frjálst. Jean-Christophe Cambadelis þingmaður í flokki Hollande Frakklandsforseta krefst afsökunar eða afsagnar Barosso. Frakkar hafa áður sagt, að framkvæmdastjórn ESB geti ekki skipað Frökkum efnahagslega fyrir verkum, þegar Barosso sagði, að Frakkar þyrftu að endurskoða ellilífeyriskerfi sitt.
Aðeins sunnar þ.e. í Ítalíu ögrar Berlusconi ESB fullum hálsi: "Við þurfum að segja þessum herramönnum (í Brussel/gs), að við erum í þessarri stöðu vegna bölvaðrar niðurskurðastefnu ykkar. Héðan eftir getið þið gleymt fjármálastöðugleika og 3% fjárlagahalla miðað við þjóðarframleiðslu. Viljið þið fleygja okkur úr sameiginlega gjaldmiðlinum? Gjörið svo vel. Viljið þið fleygja okkur út úr ESB? Jæja, þá minnum við ykkur vinsamlega á, að við borgum 18 miljarða evra árlega en fáum bara 10 miljarða til baka. Hver á að henda okkur út?"
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)