Einhliða makrílkvóti Íslendinga "Jákvætt skref"

Skärmavbild 2014-04-24 kl. 14.41.55

Hafrannsóknarstofnunin hefur gefið út veiðiheimild fyrir ca 890 þús tonnum af makríl fyrir ár 2014. Nýjar tölur verða kynntar í lok maí eftir að stofnunin hefur gert ítarlegri mælingar á hrognum. Fyrri aðferðir stofnunarinnar hafa verið gagnrýndar m.a. af Íslendingum og ekki þótt gefa raunsannar upplýsingar um stærð stofnsins. Talið er að makrílstofninn sé mun stærri en áður hefur verið talið.

Samkomulag ESB, Norðmanna og Færeyinga hefur verið gagnrýnt harðlega af Íslendingum bæði vegna gerð samnings án þáttöku Íslendinga og jafnframt vegna úthlutun alls kvóta Hafrannsóknarráðsins og 17% betur til samningsaðila. Ég skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu Fiskur í sjó með stjörnur á maganum þar sem ég gagnrýndi framferði ESB og Norðmanna harkalega og taldi að ESB væri að kaupa Norðmenn og Færeyinga til að sjálft geta tekið sem mest og vegna fyrirhugaðs viðskiptabanns á Íslendinga. 

Á meðan Hafrannsóknarstofnunin hefur ekki birt nýjar tölur er erfitt að skilja, hvernig talsmaður Damanaki telur það "jákvætt skref" af Íslendingum að lýsa einhliða yfir töku sem bætist ofaná þegar "tæmdan kvóta".

Hvers konar samningur er það sem gengur út frá umframveiðum áður en Hafrannsóknarstofnunin hefur fengið tækifæri til að koma með sínar niðurstöðu? 

Eru dyrnar "opnar" til samninga um "einhliða makrílkvóta" Íslands? Er það "jákvætt" að Ísland hafi komið með tölu sem síðan á að lækka fyrir innan dyrnar?

Eitthvað hefur ekki enn komið upp á yfirborðið í þessu máli svo allur vari skal hafður. 

Kanski sjávarútvegsráðherra Íslands geti útskýrt málið? 


mbl.is Tekur vel í einhliða makrílkvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband