Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Öfgaíslamistar í Malmö hrópa "Skjótum Gyðinga"
15.12.2017 | 23:46
Öfgaíslamistar í Malmö kynda undir "heilagt stríð", brenna fána Ísraels og hrópa: "Skjótum Gyðinga". Búið er að kæra áróðurinn til lögreglu sem "æsingu gegn þjóðfélagshópi".
Þrír voru handteknir vegna árásar á synagógu Gyðinga í Gautaborg í síðustu viku. Um tíu grímuklæddir unglingar köstuðu bensínsprengjum og reyndu að kveikja í sýnagógunni. Tugir ungra Gyðinga héldu hátíð inni í synagógunni, þegar árásin var gerð. Í Stokkhólmi hefur öryggi verið aukið við synagógu gyðinga í miðbænum.
Gyðingar í Svíþjóð þora ekki lengur að bera nein sýnileg tákn um trú sína.
Gyðingar greindu þegar í lok nóvember frá áhyggjum sínum við ráðamenn Svíþjóðar, þar sem gagnrýnt var að Svíar leyfðu nazistum að ganga um götur. "Viðvörunarbjöllurnar hringja" sagði Robert Singer aðstoðarformaður Heimsþings Gyðinga. "Að fólk sé hrætt að bera tákn Gyðinga opinberlega á ekki að eiga sér stað í landi eins og Svíþjóð".
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2017 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fullveldisstjórn sátta og athafna
30.11.2017 | 21:54
Þetta er söguleg stund góðra markmiða og full ástæða til að óska ríkisstjórninni árnaðarheilla og góðra starfa. Ekki veitir af á þeim viðsjárverðu tímum sem eru í heiminum um þessar mundir.
Það sem er mest gleðjandi við þessa ríkisstjórn er ásetningur ríkisstjórnarflokkanna að láta málefnin ráða. Þar er nýr tónn sleginn sem gæti markað endalok "eftirhrunstaugaveiklunar" og upphaf nýs stöðuleikatímabils.
Ásetningur um að hefja virðingu Alþingis til vegs á ný hefði ekki mátt koma seinna, heiður stjórnmálastéttarinnar er í húfi og orðstír landsins líka. Vonandi smitast stjórnarandstaðan af vinnubrögðunum, Alþingi er full þörf á endurnýjun traustsins.
Gott mál að alþingismenn ræði beint við forráðamenn stofnana og stoða samfélagsins til að hlusta á hvað þeir hafa að segja. Slíkur ásetningur í hreinskilni og af heiðarleika gagnast þjóðinni, fleiri leggjast þá á reipið til að draga skútuna áfram.
Orðið nýsköpun slitnar aldrei, þróttur þjóðar mælist í grósku athafnamennsku og uppfinninga.
Ríkisstjórnarflokkarnir sýna alvöru með stjórnarsamkomulaginu. Sáttmálinn er eðlileg málamiðlun og eflaust hægt að óska sér meiri athafna á einstökum sviðum. En ný ríkisstjórn lýðveldisins hefur fæðst og stærsta raunin verður eflaust að halda út allt kjörtímabilið.
Vonandi stendur bakland flokkanna álagið þann tíma.
Þjóðin á það skilið.
Ráðherrakapallinn opinberaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þjóðarskömmin er borgarstjórans - Dagur B veldur ekki starfi sínu, hvorki í Reykjavík né annars staðar
29.11.2017 | 18:39
Þjóðarskömm að krókna í tjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ein með öllu
7.11.2017 | 09:32
Endurkoma núllanna
4.11.2017 | 11:53
Árið 1981 voru tvö núll tekin úr umferð myntskráningar á Íslandi. 100 kr urðu að 1 kr.
Í óðaverðbólgu er ekki haldandi á reiðufé heldur verður umsvifalaust að festa það í einhverju sem hugsanlega heldur í við verðbólguna.
Hrunamannastjórn sú sem nú er í spilunum mun - ef af fæðingu verður, þýða endurkomu núllanna.
Í Reykjavíkurbréfi dagsins skrifar höfundur:
"Það hefur vissulega streymt mikið fé í ríkiskassann og margir kalla eftir ríkulegum skerf. En ef gengið verður hratt um þær dyr gleðinnar, þá er vaxandi verðbólga skammt undan og hratt hækkandi vextir. Ekki í kjölfar fyrirsjáanlegrar verðbólgu heldur strax og áformin birtast og peningastjórn landsins kemst ekki hjá því að grípa til lögbundinna aðgerða til að streitast á móti þenslu sem stjórnlaus veislan mun óhjákvæmilega skapa".
Uppbyggingarstjórn núllanna brennir göt í seðlaveski landsmanna.
Gott mál að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur ræða saman.
En verður bóndanum í Hruna bjargað úr villtum dansi núllanna?
Fyrsti formlegi fundurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daginn eftir ellefta september 2017 sagði forseti Íslands í setningarræðu Alþingis að breyta þyrfti lögum um uppreist æru kynferðisafbrotamanna sem og stjórnarskrá lýðveldisins. Hvatti forsetinn "fólk í hinu fjálsa lýðræðissamfélagi að láta í sér heyra".
Þremur dögum síðar lét Björt framtíð í sér heyra og sprengdi ríkisstjórnina með lygum um að formaður Sjálfstæðisflokksins breiddi yfir voðaverk kynferðisafbrotamanna.
Einum og hálfum mánuði eftir það felur forsetinn formanni VinstriGrænna að mynda vinstri ríkisstjórn með öðrum ESB-flokkum í anda fyrirfram hannaðrar leikfléttu krata.
Vinstri öflin hunsa lýðræðislega niðurstöðu kosninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson bergmálar "uppbyggingarstjórn" úr munni Steingríms.
RÚV öflin mynda skjaldborg um þær stjórnarskrárbreytingar sem þarf til að afnema fullveldið og breyta Íslandi í andlitslaust amt innan ESB.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun styðja allar slíkar breytingar þ.á.m. afnám málskotsréttar forsetans sem gagnaðist þjóðinni í Icesave-deilunni.
Stjórnmálin eru að breytast í alvöru Hrekkjavöku fyrir lýðveldið.
Katrín komin með umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eru sögulegar sættir mögulegar?
2.11.2017 | 11:30
Límið í Framsóknarflokknum er sterkara en mig grunaði. Flokkurinn hélt velli með sama þingmannafjölda þrátt fyrir útgöngu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Er það til marks um óvenju þrautseigju og úthald. Á hinn bóginn, ef Sigurður Ingi Jóhannsson hefði látið vera að hrifsa formannsstólinn af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá væri Framsóknarflokkurinn í dag næsti stærsti stjórnmálaflokkurinn með 21,6% atkvæða og 15 þingmenn.
Það getur reynst auðveldara fyrir formennina tvo að starfa saman í sitt hvorum flokknum en innan sama flokks. Það gefur von um ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins með aðkomu t.d. Flokks fólksins.
Þá gætu ráðherraembætti skiptst milli leiðtoga flokkanna í stíl með eftirfarandi: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson landbúnaðarráðherra og Inga Snæland félags- og velferðarráðherra.
"Sigur" vinstri manna er hámarkshræsni skv. fyrirfram gerðri áætlun krata á Íslandi og ESB. Búið var að skipa ríkisstjórn vinstri manna löngu áður en kosið var. Fyrirfram var VG "sigurvegarinn" skv. "könnunum" og erlendum "fréttum". VG fékk aðeins 1% meira fylgi og Píratar töpuðu 4 þingmönnum.
Kosningarnar 2017 staðfestu að Íslendingar velja sjálfstæðið framar ánauð innan ESB. Eina leiðin fyrir vinstri menn að mynda ríkisstjórn - sem á engan hátt getur orðið tákn staðfestu eða úthalds - væri ef Lilja Alfreðsdóttir tæki krappari beygju en Steingrímur forðum til að endurræsa vofu ESB.
Nema að hún fari til Miðflokksins, þar sem lýðveldissinnarnir eru.
Sögulegt símtal Sigmundar og Sigurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útvarpsstjóri hyllir Pravdakúltúr vinstri manna með afneitun á gagnrýni hlustenda
31.10.2017 | 09:00
Merkilegt að sjá hvernig Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri afneitar alfarið gagnrýni hlustenda í skoðanakönnun Gallups sem hann dæmir "ómarktæka" þar sem hún var gerð á "tíma sem er mjög óvenjulegur og ómarktækur" að hans mati.
Hann segir að frægt kastljósviðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson liti niðurstöður hlustenda og þess vegna sé ekkert að marka gagnrýni Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á RÚV.
Útvarpsstjórinn hefur kolfallið á prófinu. Hann elskar greinilega mánaðarlaunin meira en innihald starfsins. Jafn litaður af heilaþvotti vinstri klíkunnar á RÚV færi best á að honum yrði umsvifalaust vikið úr starfi.
Hvorki útvarpsstjóri né vinstri starfsmenn stofnunarinnar sjá eða vilja skilja að þau voru þáttakendur í meðvitaðri árás á íslenska lýðveldið.
Stoltir eins og veiðimenn yfir fallinni bráð sögðu starfsmenn Uppdrag granskning í sænska sjónvarpinu að þeir hefðu leitt forsætisráðherra Íslands í gildru sem tók yfir eitt ár að undirbúa. RÚV hefur engar sannanir komið með um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi stolið fé af íslenskum skattgreiðendum.
RÚV í höndum vinstri manna er notað sem áróðursstofa fyrir framboð starfsmanna RÚV til ýmissa embætta íslensku þjóðarinnar. Aðrir frambjóðendur njóta ekki sömu kjara.
Loka ber stofnuninni í núvarandi mynd, segja upp öllu starfsfólki og endurskapa miklu minni stöð án auglýsingatekna. Þá lýkur falsfréttatímabili RÚV.
Ólík afstaða kjósenda til RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ESB-sinnar, RÚV og ýmsir erlendir fjölmiðlar þegar búnir að mynda vinstri ríkisstjórn Íslands
30.10.2017 | 07:14
Það hafa verið auðkenni vinstri manna eftir ósigurinn í Icesave og ESB að útnefna sjálfa sig til ríkisstjórnar áður en kjósendur hafa kosið. Svo var einnig í þetta sinn með s.k. "skoðanakönnunum" og "fréttum" erlendra fjölmiðla. Katrín Jakobsdóttir hefur þegar talað við Samfylkingu, Framsókn, Pírata og Viðreisn og keyrt er með "kynjajafnrétti" sem samnefnara nýrrar vinstri stjórnar.
Blöð bæði vestan hafs, á Norðurlöndum og Bretlandi hafa lýst því yfir að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forsætisráðherra Íslands "skv. skoðanakönnunum". Sömu aðilar hafa "skýrt" að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hrökklaðist frá völdum vegna "hneykslismála" og að kjósendur séu reiðir út í formann Sjálfstæðisflokksins fyrir fjármálaspillingu og barnaníð. Sömu miðlar eiga skiljanlega erfitt með að skýra beina eftirspurn kjósenda á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem sömu kjósendur "hentu frá völdum í reiði vegna fjármálaspillingar".
Í Svíþjóð rak sendiherra Svía á Íslandi kosningaáróður fyrir VinstriGræna til Íslendinga í Svíþjóð. Einhver fjöldi kjósenda er á Norðurlöndum sem taka þátt í íslensku Alþingiskosningunum og lýsti sendiherrann því sem gefnu að Katrín Jakobsdóttir yrði næsti forsætisráðherra Íslands.
Miðað við þetta plott þarf engum að koma á óvart ef "viðtöl" forsetans við formenn stjórnmálaflokkanna í dag sé meira eða minna leikaraskapur og tilkynning komi frá forsetanum þegar á morgun, að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar, því hún hafi komið með nauðsynleg loforð Pírata, Samfylkingar, Framsóknar og Viðreisnar til stjórnarmyndunar.
Sú barátta sem íslenska þjóðin háði við þessi öfl í Icesave málinu og sigraði þá gæti því hæglega breyst í að vera bara fyrri hálfleikur. Sósíalistar og kratar í alþjóðasamtökum hanna atburðarrásir í valdabaráttu í mörgum ríkjum þ.á.m. Íslandi. Fjölmiðlar eru notaðir innanlands sem utan.
Næsti leikur hneykslisframleiðslunnar gæti því orðið "Ég líka!" þar sem keyptar konur verða fengnar til að ljóstra upp opinberlega um "kynferðisafbrot" karlkyns andstæðinga vinstri manna á Íslandi.
Því miður er ekki að búast við meiri "málefnum" úr þessari átt. Engin stefna er til önnur en hatur á Sjálfstæðisflokknum og þeim sem vilja halda landinu utan ESB.
Tveir valkostir fyrir forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lýðveldið slær til baka
29.10.2017 | 01:20
Óhætt er að taka undir orð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að kosningavinna Sjálfstæðismanna hafi borgað sig og borið árangur. Hrekkjabrögð falsfréttamanna sem ofsóttu Bjarna Benediktsson á sömu nótum og forvera hans á forsætisráðherrastóli, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, - þau hrekkjabrögð snérust í höndum Panamapúkanna sjálfra með viðurstyggilegum barnaníðsáróðri sem slett var út fyrir landsteinana.
Með glæsilegri endurkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem formanns Miðflokksins til viðótar sigri Sjálfstæðisflokksins er feitum fingri lýðveldisins veifað framan í andlit falsfréttafólks og allra keyptra sórmangara í þjónustu vogunarsjóðanna. Það er sterkt merki hins sjálfstæða lýðveldis til allra Panamapúka heims að lýðræðið er við völd á Íslandi en ekki eitthvað mikilmennskubrjálað ESB eða peningastinnir Sóróssjóðir.
Óvinir íslenska lýðveldisins eru útúrdrukknir af óheiðarleika, lygum, klækjum, valdapoti og ólæknandi græðgi og hafa haldið uppi linnulausum árásum á lýðræðislega rétt kjörna fulltrúa okkar allt frá valdatíma "fyrstu hreinu" vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Er mál að tíma ESBara eftirhrunstímabilsins ljúki. Þökk sé öllum góðum Íslendingum hefur falsfréttum erlendra fjölmiðla undir áhrifum falsfréttaritara á Íslandi um að bandalag krata og vinstrimanna yrði næsta ríkisstjórn verið hent á haugana. Þar með er þjóðinni bjargað fyrir horn skattpíningar og óðaverðbólgu næstu misserin.
Orð Bjarna Benediktssonar eru sönn og þola að vera endurtekin oftar en einu sinni:
"Í þessu landi býr kraftaverkaþjóð. Við getum náð ótrúlegum árangri ef við bara berum gæfu til þess að starfa saman, vinna öll saman í þágu lands og þjóðar".
Við erum að vinna þessar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)