Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Uppreisn æru Alþingis, stjórnmálanna og þjóðarinnar allrar

Coat_of_arms_of_Iceland.svg

Góðar fréttir að lesa um ákvarðanir þingflokka ríkisstjórnarflokkanna um að afturkalla aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Umsóknarferlið allt hefur verið svo ófagmannlega unnið, landsmenn blekktir með loforðum um varanlegar undanþágur, sem enginn fótur var fyrir, að halda mætti að stjórnmálamenn síðustu ríkisstjórnar hafi verið sóttir í hóp einstaklinga sem aldrei komast fram úr einföldu barnaskólaprófi. Þvílík dæmalaus sýning á lágbotnuðum stjórnmálamönnum, sem runnu inn í sali Alþingis á æsingarhýði búsáhalda"byltingarinnar". Vel inni í þingsölum var tíminn notaður til að traðka niður allt sögulegt, siðferðilegt og stjórnarskrárbundið. Lýðræði Íslendinga sem gilt hafði fram að þeim tíma var fleygt í ruslakörfuna.

Að afturkalla aðildarumsögnina er hið eina rétta; blekkingargrundvöllur hennar kastaði rýrð á Alþingi, alþingismenn alla og aðra embættismenn og gerði staðreyndum um ESB ókleyft að ná gegnum reykjarmökkinn sem lagði um þinghúsið frá Austurvelli. ESB hefur ekkert reynt að dylja innihald umsóknarinnar sem aðlögunarferlis og þurftu embættismenn sambandsins að setja ofaní fyrri utanríkisráðherra Íslendinga á opinberum blaðamannafundum í Brussel.

Fyrri ríkisstjórn varð sjálfri sér og þjóðinni til skammar og þjóðin þurfti a.m.k. tvívegis að bregða fæti fyrir glapræðisáætlun hennar um að klyfja skattgreiðendur skuldum einkabanka, sem landsmenn höfðu enga ábyrgð á stofna til. Icesave hefði orðið þjóðinni banabiti og gert afkomendur okkar að skuldaþrælum kynslóðir fram í tímann. Þess vegna var það vægast sagt verðug útreið fyrir fyrri ríkisstjórnarflokka, þegar þjóðin nýtti sér atkvæðisréttinn og sendi Samfylkinguna og Vinstri græna út á hafsauga.

Með afturköllun umsóknarinnar skapast vinnufriður og hægt að sinna þarfari verkum en að karpa við ESBara um að hvíta dúfan þeirra sé bæði vænglaus, svört með hrægammagogg og endasendist um alla jörð í leit að brenndu kjöti.

Átökin á Íslandi s.l. ár hafa sýnt, að þjóðin hefur völdin í landinu. Lýðræðið er sigurvegarinn, þótt hurð hafi skollið nærri hælum. Það fínasta af öllu er, að Alþingi hefur endurheimt sóma sinn og vamm og skal fyrir það verðugrar virðingar njóta.

Þökk sé öllum þeim, sem lagt hafa fram krafta sína til að varðveita hjarta Íslands: Frelsi okkar til að ráða málum málum okkar sjálf.

 


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt ástand versnar - Úkraína á barmi borgarastyrjaldar

7aeea7fb-df1e-4e53-86ed-66f1609ffa9b

 

 

 

 

Á heimasíðu sænska sjónvarpsins er bein útsending frá Sjálfstæðistorginu í Kíev ásamt stöðugum fréttauppfærslum. Birti hér nýjustu myndir frá síðunni eftir ofbeldi í dag, þar sem skörpum skotum hefur verið hleypt af á báða bóga að því er virðist. Morðin gerast á sama tíma og utanríkisráðherrar Frakklands, Þýzkalands og Póllands funda með Janukovytjs forseta Úkraínu. Sjúkrabílar eru á þönum að flytja særða og látna.

Borgarstjóri Kíev Volodymyr Makejenko hefur sagt sig úr stjórnarflokknum og mótmælt blóðbaðinu: "Atburðir dagsins eru sorgleikur allra Úkraínubúa. Líf fólks verður að vera æðsta markmiðið og ekkert á að líða sem víkur af þeirri reglu."

46fc090c-5a83-4010-919e-85185066cf0c

 Mótmælendur sýna skothylsur, sem þeir segja að séu eftir vopn öryggissveita lögreglunnar. Talað er um leyniskyttur á húsþökum, sem skjóti á fólk en fréttamaður sænska sjónvarpsins Bert Sundström segir að hann dragi í efa að leynniskyttur hafi verið á húsþaki hótelsins Ukraína, þar sem hann hafi ekki heyrt nein skot þaðan en hins vegar þá hafi verið skotið á hótelið frá þeirri hlið sem snýr frá torginu.

Frétt er um að 60 lögreglumenn hafi verið teknir til fanga av mótmælendum og séu læstir inni á opinberu orkufyrirtæki í grennd við ráðhús Kíev. Innaríkisráðuneytið biður alla um að vera innandyra "eftir vopnað reiðiástand fólks." Fr-ettir hafa borist frá vestur Úkraínu sem segja að á fleiri stöðum hafi lögreglumenn gengið í lið með mótmælendum og á sumum stöðum hafi mótmælendur tekið lögreglumenn til fanga og afvopnað þá.

ESB fundar og ræðir refsiaðgerðir gegn sitjandi forseta og valdaaðilum í kringum hann. Hann var besti vinur ESB þar til í nóvember s.l. þegar hann valdi frekar fjárhagssamning við Pútín í stað þess að skrifa á viðskiptasamning við ESB. Þegar Viktor Janúkóvýtjs varð forseti Úkraínu stóðu leiðtogar vesturlanda í biðröð til að óska honum til hamingju með kosningasigurinn og vingast við hann. Ein af kröfum ESB er að yfirvöld Úkraínu leysi fyrrum forsætisráðherra landsins Julia Tymosjenko úr haldi "vegna tæknigalla í réttarfari landsins." Sú krafa heyrist ekki frá mótmælendum. Júlía Týmósjenkó var áður forsætisráðherra landsins og inndregin í mútuhneyksli gasfyrirtækis Úkraínu. Hún var m.a. eftirlýst af Rússlandi fyrir að hafa mútað Rússum og að lokum dæmd í 7 ára fangelsi fyrir fjármálaspillingu. Hún vill að Úkraína þróist í átt til ESB. 

4c8de232-48d0-4f64-9656-6231d4e666f5

Það er sorglegt að sjá, hvernig úkráínskur almenningur dregst enn á ný í valdatafl stórvelda í austri og vestri. Núna með ESB sem er á ýmsan hátt á leiðinni lengra austur en Sovét Pútíns er staðsett í dag.

Fréttamaður sænska sjónvarpsins telur að nú geti allt gerst, því búið sé að fara yfir strikið í valdbeitingu, báðar hliðar kenna hvorum öðrum um og vopnin eru látin tala. 


mbl.is Hótelum breytt í líkhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kergjaður kverúlanti menntaklíku Ríkisútvarpsins dregur fallna stofnun neðar í botnlaust dýið

dreamstime_xs_17861347

Ég horfði á viðtal nýstjörnu sjónvarpsins við forsætisráðherra Íslands og verð að játa, að nýstirnið Gísli Marteinn Baldursson kom mér fyrir sjónir sem verjandi stjórnenda Ríkisútvarpsins gagnvart ríkisstjórn, sem draga vill úr þenslu stofnunarinnar og gerir hærri kröfur um fréttaflutning en ríkisútvarpið getur með núvarandi mannskap innt af hendi.

Engu er líkar en Gísli Marteinn vilji vera HE-MAN starfsfélaga á sökkvandi fréttaskútu sem búin er að vera í Prövduhlutverki frá því, að þjóðin stöðvaði Icesave og ólmugang heilaþveginna ESBara, sem vart geta sagt neitt annað en Hallelúja ESB og evra.

Gremjan hjá ríkisútvarpsstjórnendum hefur breyst í þvingandi biturleika og það hefur því verið auðvelt fyrir hinn unga krossfara að fá sérstöðu til að bjarga rúvurum í aðþrengdri stöðu. Blinda stjórnenda RÚV er í þvílíkri hróplegri andstöðu við grunnstaðreyndir daglegs lífs venjulegra meðborgara, að hafi það áður verið rætt í alvöru, að stofnunin þyrfti á endurskipulagningu að halda, þá hefur Gísla nú tekist að opna fyrir það að leggja megi Ríkisútvarpið niður. Gísli Baldursson sýnir ekki að honum hafi tekist að læra almenna mannasiði þrátt fyrir áralanga skólsetu, jafnvel 7 ára gömul börn kunna meiri kurteisi en Gísli sýndi í viðtalinu við forsætisráðherrann.

Mér eru minnistæðar árásir sjónvarpsins á forseta Íslands í síðasta forsetaframboði, þar sem búin var til áróðursmynd sem sýndi forsetann sem gamaldags og gleyminn mann, sem ekki skildi nútímann og svo átti sjónvarpsstjarna í forsetaframboði bara að brosa og fá atkvæðin í staðinn. Árás Gísla Marteins Baldurssonar í dag á Sigmund Davíð Gunnlaugsson er í sama stíl, enginn áhugi að heyra, hvað þá hlusta á orð forsætisráðherrans, eini tilgangurinn var að rakka forsætisráðherrann niður og niðurlægja í ríkisfjölmiðli með orðaskylmingum. Gísli Marteinn Baldursson hefur sjálfsagt æft sig mikið en er gikkfastur í eigin skoðunum og því óhæfur í því starfi, sem skattgreiðendur borga honum laun fyrir. Þar skilur mjög á þeim verðmætum sem fást fyrir krónurnar milli hans annars vegar og forsætisráðherrans hins vegar.

Hverslags sjónvarp er almenningur að greiða fé fyrir?!

Ríkisútvarp sem aðallega er notað sem tæki fyrir stjórnmálapotara Samfylkingarinnar er fullkomin tímaskekkja. Betra væri að landsmenn héldu eftir útvarpskrónum sínum og gætu sjálfir valið hvaða stöð þeir vilja gerast áskrifendur að. 


mbl.is „Vá. Þetta var furðulegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur hugmyndafræði og þýzkra stjórnmála yfir hagfræðinni, segir William Black

william-k--black-jpg_83093_20140208-242William Black er Íslendingum að góðu kunnur eftir heimsóknir, fyrirlestra og viðtöl í fjölmiðlum. Eftir að bankakerfið fór á hliðina vegna glæpastarfsemi útrásarvíkinga kom William Black til Íslands og miðlaði reynslu sinni af baráttu gegn fjársvikurum í USA. Það var William Black, sem mælti þau fleygu orð, að "besta leiðin til að ræna bankann er að eiga hann."

William Black taldi útrásarvíkingana vera skólabókardæmi um fjármálasvindlara, sem blása upp bólu til að komast sjálfir yfir sem mest fé á skemmstum tíma.

Í nýlegri grein tekur William Black fyrir vitleysu Þríeykisins svonefnda (Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) varðandi efnahag evruríkjanna. Vitnar hann í ummæli Mario Draghi seðlabankastjóra SE sem segir, að engin verðhjöðnun ríki í Evrópu. Black bendir á, að Þríeykið gerði Spán að fyrirmyndarríki síðla árs 2013 til að sýna árangur niðurskurðaraðgerða Þríeykisins. Snemma árs 2014 var tilkynnt á Spáni, að atvinnuleysi hefði aukist og væri komið upp í 26%. Eini aðilinn sem fékkst til að tala opinberlega um þá staðreynd var Ollie Rehn, aðaláróðursmaður niðurskurðaraðgerða Þríeykisins. Hann sagði í blaðaviðtali á Spáni að "Það tekur Spánverja 10 ár að vinna bug á kreppunni."

William Black gengur síðan gegnum hvert atriði á fætur öðru og bendir m.a. á að atvinnuleysi Spánar, Ítalíu og Grikklands sé komið fram úr atvinnuleysistölum Kreppunnar Miklu. Black telur, að mörg lönd Evrópusambandsins þjáist af verðhjöðnun og önnur séu örfáum skrefum frá sömu örlögum. Ekkert sé sagt um það, hvað það taki Spánverja mörg ár eftir "batann" ár 2024 að ná aftur fullri atvinnu. Það sé algjörlegt óraunsæi að halda því fram, að efnahagurinn mæti engri mótbáru næsta áratuginn.

William Black hefur áður í annarri grein gert grein fyrir afstöðu sinni til efnahagsaðgerða Þríeykisins og líkt þeim við að setja mann með innvortis blæðingar í herbergi til að jafna sig í stað þess að finna og stöðva blæðingarnar. Læknum yrði gert viðvart að finnast til handar með tæki til að reyna að endurlífga manninn ef hjartað hætti að slá. Tæki þeirra væri af nýrri tilraunagerð sem aldrei áður hafi verið notað með árangri við endurlífgun sjúklinga með hjartastöðvun og í ofanálag teldu flestir læknar að notuð væri aðferð sem gæti engin veginn endurlífgað sjúkling með hjartastöðvun.

Black segir, að sá sem þannig starfar endi fljótt starfsferillinn eftir andlát sjúklingsins. Hins vegar sé þetta módelið sem nútíma yfirmenn fjármála hjá AGS, OECD og SE vinni eftir. Fjármálaheimurinn elskar að greiða nýkomnum "nytsömum fábjánum" AGS, OECD og SE vel fyrir að hafa hætt því sem kallað er "opinber þjónusta" (í staðinn fyrir "þjónusta við bankaglæpamenn".) 

"Það sem við sjáum frá Þríeykinu er sigur hugmyndafræði og þýzkra stjórnmála yfir hagfræðinni og í framhaldinu eyðilegging á mörgum jaðarríkjum Evrópu."


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband