Sigur hugmyndafræði og þýzkra stjórnmála yfir hagfræðinni, segir William Black

william-k--black-jpg_83093_20140208-242William Black er Íslendingum að góðu kunnur eftir heimsóknir, fyrirlestra og viðtöl í fjölmiðlum. Eftir að bankakerfið fór á hliðina vegna glæpastarfsemi útrásarvíkinga kom William Black til Íslands og miðlaði reynslu sinni af baráttu gegn fjársvikurum í USA. Það var William Black, sem mælti þau fleygu orð, að "besta leiðin til að ræna bankann er að eiga hann."

William Black taldi útrásarvíkingana vera skólabókardæmi um fjármálasvindlara, sem blása upp bólu til að komast sjálfir yfir sem mest fé á skemmstum tíma.

Í nýlegri grein tekur William Black fyrir vitleysu Þríeykisins svonefnda (Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) varðandi efnahag evruríkjanna. Vitnar hann í ummæli Mario Draghi seðlabankastjóra SE sem segir, að engin verðhjöðnun ríki í Evrópu. Black bendir á, að Þríeykið gerði Spán að fyrirmyndarríki síðla árs 2013 til að sýna árangur niðurskurðaraðgerða Þríeykisins. Snemma árs 2014 var tilkynnt á Spáni, að atvinnuleysi hefði aukist og væri komið upp í 26%. Eini aðilinn sem fékkst til að tala opinberlega um þá staðreynd var Ollie Rehn, aðaláróðursmaður niðurskurðaraðgerða Þríeykisins. Hann sagði í blaðaviðtali á Spáni að "Það tekur Spánverja 10 ár að vinna bug á kreppunni."

William Black gengur síðan gegnum hvert atriði á fætur öðru og bendir m.a. á að atvinnuleysi Spánar, Ítalíu og Grikklands sé komið fram úr atvinnuleysistölum Kreppunnar Miklu. Black telur, að mörg lönd Evrópusambandsins þjáist af verðhjöðnun og önnur séu örfáum skrefum frá sömu örlögum. Ekkert sé sagt um það, hvað það taki Spánverja mörg ár eftir "batann" ár 2024 að ná aftur fullri atvinnu. Það sé algjörlegt óraunsæi að halda því fram, að efnahagurinn mæti engri mótbáru næsta áratuginn.

William Black hefur áður í annarri grein gert grein fyrir afstöðu sinni til efnahagsaðgerða Þríeykisins og líkt þeim við að setja mann með innvortis blæðingar í herbergi til að jafna sig í stað þess að finna og stöðva blæðingarnar. Læknum yrði gert viðvart að finnast til handar með tæki til að reyna að endurlífga manninn ef hjartað hætti að slá. Tæki þeirra væri af nýrri tilraunagerð sem aldrei áður hafi verið notað með árangri við endurlífgun sjúklinga með hjartastöðvun og í ofanálag teldu flestir læknar að notuð væri aðferð sem gæti engin veginn endurlífgað sjúkling með hjartastöðvun.

Black segir, að sá sem þannig starfar endi fljótt starfsferillinn eftir andlát sjúklingsins. Hins vegar sé þetta módelið sem nútíma yfirmenn fjármála hjá AGS, OECD og SE vinni eftir. Fjármálaheimurinn elskar að greiða nýkomnum "nytsömum fábjánum" AGS, OECD og SE vel fyrir að hafa hætt því sem kallað er "opinber þjónusta" (í staðinn fyrir "þjónusta við bankaglæpamenn".) 

"Það sem við sjáum frá Þríeykinu er sigur hugmyndafræði og þýzkra stjórnmála yfir hagfræðinni og í framhaldinu eyðilegging á mörgum jaðarríkjum Evrópu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband