Uppreisn æru Alþingis, stjórnmálanna og þjóðarinnar allrar

Coat_of_arms_of_Iceland.svg

Góðar fréttir að lesa um ákvarðanir þingflokka ríkisstjórnarflokkanna um að afturkalla aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Umsóknarferlið allt hefur verið svo ófagmannlega unnið, landsmenn blekktir með loforðum um varanlegar undanþágur, sem enginn fótur var fyrir, að halda mætti að stjórnmálamenn síðustu ríkisstjórnar hafi verið sóttir í hóp einstaklinga sem aldrei komast fram úr einföldu barnaskólaprófi. Þvílík dæmalaus sýning á lágbotnuðum stjórnmálamönnum, sem runnu inn í sali Alþingis á æsingarhýði búsáhalda"byltingarinnar". Vel inni í þingsölum var tíminn notaður til að traðka niður allt sögulegt, siðferðilegt og stjórnarskrárbundið. Lýðræði Íslendinga sem gilt hafði fram að þeim tíma var fleygt í ruslakörfuna.

Að afturkalla aðildarumsögnina er hið eina rétta; blekkingargrundvöllur hennar kastaði rýrð á Alþingi, alþingismenn alla og aðra embættismenn og gerði staðreyndum um ESB ókleyft að ná gegnum reykjarmökkinn sem lagði um þinghúsið frá Austurvelli. ESB hefur ekkert reynt að dylja innihald umsóknarinnar sem aðlögunarferlis og þurftu embættismenn sambandsins að setja ofaní fyrri utanríkisráðherra Íslendinga á opinberum blaðamannafundum í Brussel.

Fyrri ríkisstjórn varð sjálfri sér og þjóðinni til skammar og þjóðin þurfti a.m.k. tvívegis að bregða fæti fyrir glapræðisáætlun hennar um að klyfja skattgreiðendur skuldum einkabanka, sem landsmenn höfðu enga ábyrgð á stofna til. Icesave hefði orðið þjóðinni banabiti og gert afkomendur okkar að skuldaþrælum kynslóðir fram í tímann. Þess vegna var það vægast sagt verðug útreið fyrir fyrri ríkisstjórnarflokka, þegar þjóðin nýtti sér atkvæðisréttinn og sendi Samfylkinguna og Vinstri græna út á hafsauga.

Með afturköllun umsóknarinnar skapast vinnufriður og hægt að sinna þarfari verkum en að karpa við ESBara um að hvíta dúfan þeirra sé bæði vænglaus, svört með hrægammagogg og endasendist um alla jörð í leit að brenndu kjöti.

Átökin á Íslandi s.l. ár hafa sýnt, að þjóðin hefur völdin í landinu. Lýðræðið er sigurvegarinn, þótt hurð hafi skollið nærri hælum. Það fínasta af öllu er, að Alþingi hefur endurheimt sóma sinn og vamm og skal fyrir það verðugrar virðingar njóta.

Þökk sé öllum þeim, sem lagt hafa fram krafta sína til að varðveita hjarta Íslands: Frelsi okkar til að ráða málum málum okkar sjálf.

 


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HEYR HEYR kæri Gústaf Adolf !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 19:05

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hið óhjákvæmilega hefur gerzt.  Stjórnarflokkarnir fylgja eftir flokkssamþykktum sínum.  Fylgjendur Brüssel-manna ærast.  Furðuleg tregða hjá þeim að hafa ekki fyrir löngu áttað sig á því, að það sem fyrrverandi utanríkisráðherra mistókst hrapallega, er engin leið að ætla Gunnari Braga að framkvæma.  "Sérlausnir" Össurar getur andstæðingur aðildar ekki töfrað upp úr hattinum.  Nú skulum við fylgjast með málflutningi svikaranna, vinstri græningjanna.

Með sigurkveðju /

Bjarni Jónsson, 21.2.2014 kl. 23:12

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir og góðar kveðjur. Þegar ég leit í Morgunblaðið í morgun gladdi fyrirsögnin á framsíðu blaðsins mig mjög: Ákveðið að slíta aðildarviðræðum.

Nú verða bakaðar sigurvöfflur með þeyttum rjóma og jarðaberjum.

Til hamingju Ísland!

Gústaf Adolf Skúlason, 22.2.2014 kl. 09:31

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitthver sú besta greining, sem ég hef lesið á þessu furðulega máli.  Ég segi nú eins og ónefndur fulltrúi Íslands í Eurovsion sagði: "TIL HAMINGJU ÍSLAND"..

Jóhann Elíasson, 22.2.2014 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband