Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
Verður Gullin Dögun blóðugt sólarlag?
30.9.2013 | 03:15
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 03:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Grikkir mótmæla Gullinni Dögun eftir morðið á Pavlos Fyssas.
Loksins tóku yfirvöld sig saman og handtóku forystu nýnasistaflokks Grikklands Gullinnar Dögunar, Nikolos Mihaloiakos stofnanda og hátt á annan tug annarra meðlima m.a. þingmanna flokksins. Er þeim gefið að sök að stofna glæpasamtök og munu margir Grikkir vera sammála því eftir ofbeldi hreyfingarinnar gagnvart innflytjendum í Grikklandi.
Giorgios Logothetis blaðamaður, rithöfundur og fyrrum borgarstjóri á eyjunni Lefkas sagði: "Viðbrögðin eru mjög jákvæð, allir anda léttara. Allir halda að nú fái þetta endi og ég trúi því líka. Í dag fagna Grikkirnir sigri."
Gullin Dögun hefur nærst á evrukreppunni og fékk 7% atkvæða og 18 þingsæti í kosningunum 2012. Flokksmeðlimir og stuðningsmenn hafa legið undir ásökunum að hafa ráðist með ofbeldi á innflytjendur og sjtórnmálaandstæðinga. M.a. er talið að 34 ára rapparinn Pavlos Fyssas, sem þekktur var undir nafninu Killah P, hafi verið myrtur af Gullinni Dögun. A.m.k. tveimur lögreglustjórum hefur verið vikið úr sessi á meðan rannsókn fer fram um tengingu lögreglunnar við nýnasistaflokkinn. Samkvæmt grísk-sænsku blaðakonunni og rithöfundinum Alexandra Pascalidou heyrðu nokkrir meðlimir Gullinnar Dögunar Pavlos Fyssas tala illa um nýnasistaflokkinn á kaffihúsi og kölluðu inn 40 svartklædda menn, sem komu og myrtu hann. Grikkir tóku mjög illa við sér við morðið og hefur reiðialda almennings ýtt undir, að yfirvöld létu til skarar skríða gegn flokknum.
Alexandra Pascalidou sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að meðlimir Gullinar Dögunar undirbjuggu sig fyrir borgarastyrjöld í Grikklandi og höfðu m.a. haft aðgang að æfingastöðum gríska varnarmálaráðuneytisins/hersins.
Óhætt er að taka undir ósk Giorgios Logothetis um að "vonandi þýða handtökurnar endalok Gullinnar Dögunar."
Leiðtogi öfgahreyfingar handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)