Rafmagnsgrasið í ESB er fúið og dautt
14.12.2019 | 06:33
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið er góð þolraun fyrir "innviðina" bæði fyrirkomulag rafmagnsmála á Íslandi sem og stjórnfyrirkomulag landsins, stefnu og útfærslu. Það alvarlegasta er þegar Tetra kerfið sem á að vera til þjónustu í neyðarástandi fellur út og mikilvægar stofnanir eins og lögregla, neyðarlína, sjúkraflutningar, björgunarsveitir m.fl. geta ekki haft eðlileg samskipti, hvorki sín á milli né við almenning. Þessu verða yfirvöld að forgangsraða og kippa í lag hið fyrsta.
Varðandi rafmagnsfyrirkomulagið sem nú er stjórnað af stjórnmálamönnum með brusseleinkenni, sýnir sig eins og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bendir svo réttilega á sbr. frásögn Viljans:
Þörf er á auknum skilningi á þeim aðstæðum sem geta komið upp og munu koma upp. Það þarf m.a. að líta til þess að aðskilnaður framleiðslu og dreifingar raforku hentar líklega ekki á Íslandi ef okkur á að takast að standa undir grundvallaröryggi allra landsmanna.
Nú er tími til kominn að hugsa þetta upp á nýtt og taka skynsamlegar ákvarðanir í stað þess að viðhalda kerfi sem beinlínis kemur í veg fyrir framkvæmdir.
Nú vona ég að allir stjórnmálamenn sameinist um að ráðist verði í nauðsynlegt átak við uppbyggingu innviða landsins, öll viljum við tryggja öryggi allra.
Undir þessi orð skal tekið.
Farsælla er fyrir Frón að byggja ákvarðanir á staðreyndum íslenskrar náttúru en afneita heimamundinum í nafni EES, ESB og BRUSSEL Þá þarf ekki að ræsa út hálfa ríkisstjórnina til að glápa á fallna staura og slitnar línur og gefa loforð út í bláinn samkvæmt hefðum vinstrimanna.
Gasofnar fyrir krókloppna Skagfirðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.