Ofsóknum borgarstjórans gagnvart stjórnarandstæðingum verður að linna

3VgDt_6gOw4-_720x460_sPLyZgQABorgarfulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir tekur meginþunga baráttunnar gegn fjármálaspillingu Reykjavíkurborgar sem ræðst í offorsi gegn öllum þeim sem viðra spillingarmál borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir hefur verið í fremstu víglínu og tekist á við úrkynjun stjórnarfars Reykjavíkur sem byggt er sem skjaldborg um fjármálasukk meirihlutans. Reykvíkingar eiga vart betri fulltrúa en Vigdísi Hauksdóttur til að sjá um að vel sé farið með skattfé borgarbúa.

Í umræðuþætti á Hringbraut setti fulltrúi meirihlutans fram þá nýstárlega skýringu á hugtakinu vanhæfni að það sé það sama og "vera kvefaður". Miðað við þessa greiningu er meirihlutinn lagstur í ofurkvef gagnvart borgarbúum og einfaldasta meðalið að borgarstjórnin víki frá völdum á meðan lækning stendur yfir.

Þsð er óhuggulegt að verða vitni af öllum framúrkeyrslum á fjármálum borgarinnar og óhuggulegast að borgarstjóri noti embættið til að kæfa niður frjálsar umræður um stjórnleysi Reykjavíkur. Þau vinnubrögð eru þau sömu og notuð eru í Hong Kong af kínverskum yfirvöldum og á meginlandi Kína, þar sem kommúnistar banna gagnrýni á yfirvöld.

Fyrir utan að hafa stórskemmt borgina og miðbæinn með "þéttingu byggðar og þrengingu gatna" þá munu komandi kynslóðir borgarbúa sitja uppi með himinháan reikning vegna sjálftöku Samfylkingarinnar í Reykjavík. Spurningin er hverjir verða fyrri til að skipta út borgarstjóranum í Reykjavík, bæjarbúar eða dómstólarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband