Gleðilega fullveldishátíð - frjáls þjóð í frjálsu landi

auglÉg óska öllum góðs fullveldisfagnaðar og gleði yfir öllu því sem bindur okkur saman sem þjóð. Mannanöfn eru svo sannarlega mikilvægur hlutur þeirrar menningar sem kölluð er íslensk. Ég tek undir orð Sigurðs Konráðssonar prófessors um mikilvægi málsins og afræð eindregið frá því að fela þjóðskrá að ákveða mannanöfn. Þar er á ferðinni enn ein afvopnun þjóðarinnar og færsla til kerfisfólks sem eyðir þjóðareinkennum Íslendinga og íslenskri menningu.

Slagurinn um fullveldið er rétt hafinn. Miðflokksmenn stóðu staðfastir í umræðu um orkupakka 3 en það eitt sér dugar því miður ekki. Þjóðin þarf að veifa með allri hendinni og slá skjaldborg um hagsmuni sína áður en siðlausir stjórnmálamenn ná að koma þjóðinni endanlega í krumlur hins nýja evrópska risaveldis. Fullveldi þýðir frjáls þjóð í frjálsu landi en ekki ánauð þjóð í amti ESB.

Ríkisstjórn Íslands var eingöngu mynduð um valdið og setu í ráðherrastólum: Stjórnmál sýndarmennsku í stað markvissrar stefnu fyrir íslenska þjóðarhagsmuni. Það er góðs viti að til eru sjálfstæðismenn sem vilja ræða fullveldismál en hins vegar falleinkunn fyrir stjórn flokksins að það þurfi að stofna sérstakt félag til að ræða grundvallarstefnu flokksins innan flokksins. Enginn veit hvers lags vegferð þetta verður en flokksforysta sem lítur á stjórnmálin sem einkabisness og beitir einræðisvaldi er ekki líkleg til að fara átakalaust úr hreiðrinu. Það er fullkomlega eðlilegt að sjálfstæðismenn leiti annarra miða þar sem fullveldið er talið sjálfsagður hlutur af daglegu lífi Íslendinga í stað sundurslítandi innanflokksátaka. Miðflokkurinn býður hér upp á eðlilegan vettvang enda með mörg af baráttumálum sjálfstæðisstefnunnar t.d. Báknið burt á stefnuskránni.

Sýndarmennskustjórnmál ríkisstjórnarinnar er að mörgu leyti pöntun alþjóðlega sósíalismans í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið sem streyma tilskipunum til Íslands. Ásamt Sjálfstæðisflokknum hefur Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og vinstri grænir breytt íslenskum stjórnmálum í gargandi kór páfagauka, stimpilpúða og afritunarvéla.

Varla mikið frelsi að finna þar. Veljum í staðinn fullveldið, veljum íslenska framleiðslu, veljum íslenska menningu og ferfalt húrra fyrir lýðveldinu!


mbl.is Engar „stórkostlegar breytingar í frjálsræðisátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðilegan fullveldisdag! Íslendingar geta ekki horft upp á þessi skemmdarverk öllu lengur,enda sýnist mér flestir hafa fengið nóg.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2019 kl. 15:30

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk kærlega Helga!

Gústaf Adolf Skúlason, 1.12.2019 kl. 16:03

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir allt hér að ofan. Góður pistill að venju

frá þér.

Ef það er einhver möguleiki fyrir Íslendinga til að halda

sínum hefðum og sjálfstæði, þá þarf að losna við allt

þetta óþurftarfólk á þingi, sem sýnir og sannar aftur

og aftur, að þeirra vinna felst í því að hugsa um

rassgatið á sjálfum sér. Sorglegt en satt.

Ekkert af þessu liði sem þar situr er að hugsa um sína þjóð.

Áfram Miðflokkur, eini flokkurinn sem gefur okkur sem

hugsum um hag Íslands einhverja von.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.12.2019 kl. 18:13

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Sigurður Kristján Hjaltested fyrir innlit og athugasemd sem ég er svo hjartanlega sammála...

Gústaf Adolf Skúlason, 1.12.2019 kl. 19:41

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk fyrir og sömuleiðis Gústaf.

Við svona aðstæður eins og við búum við núna, eru tvö ár langur tími til kosninga. Við eigum engann innan ríkisstjórnarinnar sem hægt er að treysta og Guðni rembingur er bara forseti RUV og hjarðarinnar sem stendur vörð um þá peninga hít, en hagsmuni þjóðarinnar varðar hann ljóslega ekkert um.

Framsóknar nautið ætlar að láta finna möguleika til að gera Hvassahraun að góðu flugvallar stæði, því að flugvöllurinn okkar landsmanna við Reykjavík skal úr Vatnsmýri. Og hvað sem hún kostar þá ætlar nautið að redda Degi og Hjalla hjól um borgar línu.

En það heyrist lítið af þeim Bjarna vingul og Gulla flækingi, en það er ávísun um að þeir séu að gera eitthvað af sér. En Kötu komma er svo annt um hana Grettu og loftslagið hennar að það þarf ekkert annað að gera.

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 1.12.2019 kl. 21:38

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kærar þakkir Hrólfur Hraundal fyrir góða kveðju og sönn orð. Vinstrið stjórnar höfuðborg og ríki svo hér þarf að taka ærlega til hendinni.

Gústaf Adolf Skúlason, 1.12.2019 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband