Plís - ekki drepa fólk með loftslagssköttum

gretajasonhillEftir að hafa horft með öðru auganu á "borgarafund" skattfjármagnaða ríkiseinokunarfjölmiðilsins RÚV með alræðisrétt á auglýsingamarkaði, þá verð ég að rifja hér upp bréf bandaríska prófessorsins Jason Hill hjá DePaul háskólanum í Chicago sem stuðning við Ernu Ýr Öldudóttir. Hún passaði ekki inn í trúarbragðarsýningu RÚV um loftslagsmál og virðist bara hafa verið boðið til að gera að athlægi. Öllum rökum vísað frá svo hægt væri að syngja halelújasönginn um endalök jarðar og óð til vísindamanna sem ætla að græða á grænu byltingunni. Ég þakka Ernu Ýr Öldudóttur fyrir að halda uppi merkjum almennrar skynsemi gegn tískutrúarbrögðum nútímans sem hún lýsir réttilega sem sértrúarsöfnuði. Móðursýkin heldur áfram, ESB hefur lýst yfir "neyðarástandi" í aðildar- og samstarfsríkjum m.a. Íslandi í gegnum EES-samninginn.

Úr bréfi Jason Hill til Grétu Thunberg:

”Ef mannkynið fer í hendurnar á umhverfisfasískum stuðningsmönnum þínum þá endum við í strákofum, drekkum vatn blandað dýraskít og krjúpum í duftið af hræðslu fyrir ísbjörnum í staðinn fyrir að skjóta þá í matinn, þegar þeir ráðast á okkur”

"Börn eru mikilvæg framtíðarfjárfesting. Við höfum fjárfest í þér. Það ert þú og þín sjálfselskandi kynslóð sem heldur að ekkert sé hægt að læra af þeim eldri, sem eru að bregðast sjálfum ykkur. Hverjir heldur þú að muni ráða meirihluta ykkar til starfa ef þið hafið hvorki vinnuhæfileika né lífsgetu til að sjá fyrir ykkur í heiminum? Háværum atvinnulausum sleppa-skólanum-á-föstudögum börnum framtíðarinnar?"

"þín kynslóð er óhæf til að vinna fjörtíu tíma á viku án þess að stöðugt falla í þunglyndi og taugaveikisköst. Meðlimir hennar geta ekki einu sinni ákveðið hvort þeir eiga að vera strákur eða stelpa eða bæði eða hvorugt eða "þau." Þeir geta ekki borðað kjöt án þess að væla. Ég gæti bætt því við að kynslóðin ykkar þarfnast fyrirfram „öryggisviðvarana“ og „öryggissvæða“ sem skilyrði þess að geta lært í skólanum. Meðlimir hennar hafa sjúklega þörf á að vera umvafðir og verndaðir frá raunverulegum áskorunum lífsins. Kynslóðin ykkar er stærsti krefjandi og neytandi kolspúandi tækja og tóla. Klukkutími án þeirra fær of mörg ykkar til að leggjast í lamandi dvala"

Prófessor Hill lýkur máli sínu á þessum algjörlega frábæru línum: „Sú dómdagsheimssýn sem þú boðar er lendingarbraut þeirra sem hafa hatað framfarir í gegnum söguna. Dómsdagsspár þínar hafa verið til í þúsundir ára og enn erum við hér. Við munum enn vera hér löngu eftir að þú ert orðin fullorðin og við höfum fyrirgefið þér að hafa skrópað í skólanum og þar með lækkað gáfnakvóta heillar kynslóðar.“


mbl.is Þreytt á einhliða loftslagsumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband