Miðflokkurinn meiri Sjálfstæðisflokkur en Sjálfstæðisflokkurinn
27.9.2019 | 15:54
Það var áhugavert að lesa áherslur Miðflokksins á 150. löggjafarþingi sem Miðflokkurinn sendi nýlega frá sér:
1. Báknið burt
2. Skattalækkanir ríkisfjármál
3. Varðstaða um fullveldi þjóðarinnar
4. Kjör lífeyrisþega og lífeyrissjóðir
5. Nútímavæðing heilbrigðiskerfisins
6. Skipulags- og húsnæðismál
7. Vörn og sókn fyrir íslenskan landbúnað
8. Nútímaleg umhverfisvernd
9. Efling löggæslu og réttarríkis
10. Nýsköpun og iðnaður
11. Öflug ferðaþjónusta um allt land
12. Ísland allt Heildstæð byggðastefna
Ljóst er á þessum áherslum að Miðflokkurinn axlar frakkann sem Sjálfstæðisflokkurinn er farinn úr með Báknið burt og skattalækkanir sem efstu áherslur. Þetta voru aðalmál Sjálfstæðisflokksins hér áður fyrr en í dag minnir forysta Sjálfstæðismanna mest á sósíaldemókrata í kröfugöngu 1. maí að mótmæla sjálfum sér. Báknið hefur þanist út í höndum Sjálfstæðisflokksins og skattar á Íslandi með þeim hæstu í heimi. Nú hótar formaður Sjálfstæðisflokksins að nota ríkiskassann til að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar um línu og stokka í Reykjavík og að nýr refsiskattur verði lagðir á bílaeigendur í Reykjavík.
Þriðja áherslumálið um fullveldi þjóðarinnar er öllum kunnugt um eftir orkupakka 3 en Miðflokkurinn ásamt Flokki fólksins voru þau einu sem virtu eiðstafinn að stjórnarskránni. Forysta Sjálfstæðisflokksins er genginn í Viðreisn og brátt mun Viðreisn ganga í Samfylkinguna, þar sem sannir ESB-sinnar eiga heima.
Ég fagna framsýni og verklagni Miðflokksins og verður ánægjulegt að fylgjast með störfum Miðflokksmanna á þessu 150. þingi.
Mun spara fólki 30-60 mínútur daglega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er kristaltært að MIÐFLOKKURINN er eini ÞJÓÐLEGI flokkurinn á Alþingi í dag og með þjóðleg gildi án þess að falla í þá gildru að vera með, eins og forsetinn kallar það ÞJÓÐREMBU......
Jóhann Elíasson, 27.9.2019 kl. 18:21
Sæll Jóhann, já, eftir að forysta Sjálfstæðisflokksins eru gengin í ESB björg er ekki mikið að heimta úr því horni.
Gústaf Adolf Skúlason, 27.9.2019 kl. 18:49
Þeir falla vonandi það langt niður að eiga ekki möguleika í stjórn um næstu árabil.
Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2019 kl. 23:25
Sæl Helga, já þjóðin þarfnast ekki slíkra manna, sem hugsa fyrst um eigin hag og síðast um hag þjóðarinnar.
Gústaf Adolf Skúlason, 28.9.2019 kl. 01:54
Já, það er nokkuð ljóst hvert mitt atkvæði fer.
Vona bara að þjóðin muni eftir þeim sem kusu með O3.
Jaframt fæ ég ískaldan hroll að hugsa til þess þegar
BB er farin að tala um að selja bankana aftur. Við vitum
hvernig það fór seinast og það mun ekkert breyast í dag.
Allt sama fólkið og kom að þeim sölum eru ennþá að puttast
inni á þingi. Allt sama fólkið og vildi ICSAFE heljarnar á okkur
er enn þá að. Allt þetta sama lið, er búið að ná orkumálum okkar
burt. Næst eru það bankarnir eina ferðina enn. Þá sjávarauðlidirnar.
Þeir sem ekki vilja þetta sjá eru gjörsamlega blindir, eða
á einhverjum bittlingum frá sama liði.
Svo einfall er það.
Sigurður Kristján Hjaltested, 28.9.2019 kl. 10:51
Sæll Sigurður, augun opnast vonandi hjá sem flestum til að stöðva þessa háskabraut fyrir þjóðina.
Gústaf Adolf Skúlason, 28.9.2019 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.