500 vísindamenn segja enga loftslagsvá í heiminum

ClimatÍ sérstöku bréfi til Sameinuðu Þjóðanna vara 500 vísindamenn Antonio Guterres og aðra dómsdagsspámenn við því, að það sé bæði "illa gert og vanhugsað að eyða billjónum dollara í ekki-vandamál". Skrifa vísindamennirnir að það sé engin aðsteðjandi vá í loftslagsmálum og að þau loftslagsmódel sem alþjóða stjórnmál byggja á séu ónothæf. Í staðinn grafa þau undan efnahagsmálum á tilgangslausan og mótbjóðandi hátt og setja mannslíf í hættu í löndum sem neitað er um aðgang að ódýrri, stöðugri rafmagnsframleiðslu.

Hvetja vísindamennirnir SÞ að fylgja loftslagsstefnu sem grundvölluð er á heilbrigðum vísindum, raunverulegum efnahag og alvöru áhyggjum vegna þeirra sem verða fyrir búsifjum af völdum dýrra og ónauðsynlegra mótvægisaðgerða.

Biðja þeir aðalritara SÞ, Antonio Guterres að setja þetta mál á dagskrá yfirstandandi loftslagsfundar í New York og jafnframt að boðað verði til fundar í upphafi næsta árs með vísindamönnum hvaðanæva úr heiminum frá báðum hliðum loftslagsumræðnanna. 

Undir bréfið rita m.a. prófessorarnir Guus Berkhout Hollandi, Richard Lindzen USA, Reynald Du Berger Frönsku Kanada, Ingemar Nordin Svíþjóð, Alberto Prestininzi Ítalíu, Jeffrey Foss Ensku Kanada, Benoit Rittaud Frakklandi, Frits Vahrenholt Þýzkalandi ásamt vísindamönnunum Terry Dunleavy Nýja Sjálandi, Jim O´Brian Írlandi, Viv Forbes Ástralíu, Morten Jödal Noregi, Rob Lemeire Belgíu og Viscount Monckton Bretlandi.


mbl.is Heimurinn „í djúpri loftslagsholu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Þetta er allt í áttina, það mjakast. Fólk er að átta sig á þessu rugli.

Haukur Árnason, 23.9.2019 kl. 21:02

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já, það er vonandi, batnandi mönnum er best að lifa....

Gústaf Adolf Skúlason, 23.9.2019 kl. 23:01

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins fékk þetta "RÉTTTRÚNAÐARLIÐ" aðeins á baukinn.  Það kannski áttar sig á því að LYGIN er alltaf afhjúpuð, þó seint sé.....

Jóhann Elíasson, 24.9.2019 kl. 08:04

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nokkuð merkilegt bréf og greinagerðin sem því fylgir.

Kannski segja orðin í fyrst málsgrein greinagerðarinnar meira en nokkuð annað:

"vísindamenn ættu ekki að vera pólitískir meðan pólitíkusar ættu að hlusta meira á vísindin"

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2019 kl. 08:21

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já sem betur fer er til fólk sem tekur ekki þátt í trúarútboðinu og tilvitnunin sem þú Gunnar kemur með er klassísk.

Gústaf Adolf Skúlason, 24.9.2019 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband