Orkupakki 3 er skýrt dæmi um stjórnarskrárbrot vegna fyrirhugaðs afsals löggjafarvalds yfir orkuauðlindum Íslands í hendur ESB. Alþingi var ekki stofnað til að lýðræðiskjörnir embættismenn gætu breytt því í stimpilpúða fyrir lagabákn sem gætir hagsmuna erlends stórríkis. Ríkisstjórnin samþykkir ákvarðanir ESB á fundum í Brussel og síðan á Alþingi að afgreiða málin möglunarlaust á færibandi seinna meir.
Núverandi og fyrrverandi og einnig alþingismenn framtíðarinnar verða að skilja að þjóðin samþykkir aldrei að Alþingi sé í höndum erlends stórveldis. Eitt frægasta dæmið um slíka tilfærslu var yfirtaka nazista með Quisling í fararbroddi á norska Stórþinginu. Þar var stimplað umbúðarlaust, hrátt og hratt og ekkert innihald falið, þótt logið væri til um að allt væri gert í nafni norsku þjóðarinnar. Við hertöku Stórþingsins stofnaði Hákon VII Noregskonungur útlagastjórn í London og Norðmenn stunduðu Stórþing andspyrnuhreyfingarinnar þar til nazistar voru sigraðir og þingið endurheimtist.
Tilgangur Alþingis hefur ætíð verið að mynda lýðræðislegan vettvang fyrir þjóðina, þar sem hún ræður sjálf örlögum sínum. Lýðræðislega kjörnir embættismenn sem gangast svo upp í eigin frama og einkahagsmunum missa bæði sjón og heyrn á þessum markmiðum og skilja ekki það alþingishjarta sem slær hjá þjóðinni til blessunar fyrir Ísland.
Þingsályktunartillaga Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra Íslands um orkupakka 3 lýsir í hendingu uppgjöf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á að leiða Alþingi lýðveldisins. Vanhæfni ríkisstjórnarinnar er slík að hvorki hún né eftirkomendur stjórnmálaflokka hennar gætu nýtst sem talsmenn bænarskrár til hins erlenda yfirvalds í Brussel.
Slíkt verður hlutskipti þeirra lýðræðislegu kjörnu embættismanna sem á eftir koma verði orkupakki 3 samþykktur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Athugasemdir
Eru ekki tengsl ESB við nasista bara að koma í ljós með þessu????
Jóhann Elíasson, 5.8.2019 kl. 12:02
Góð grein, Gústaf, og réttmæt sjónarmið, sem halda þarf á loft.
Jón Valur Jensson, 5.8.2019 kl. 13:36
Sælir og þakka innlitið. Sporin hræða og herinn sem ESB (Þjóðverjar og Frakkar) ætla að byggja upp fram hjá varnarsamstarfi NATO má nota til árása á önnur ríki. Ekki mikið fyrir Ísland að fera fangi hjá þeim hópi.
Gústaf Adolf Skúlason, 5.8.2019 kl. 14:29
... að vera fangi hjá.....
Gústaf Adolf Skúlason, 5.8.2019 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.