Víst er Jóhanna sæt en stjórnarskráin virðist að sama skapi fágæt

199193_10150139244177725_8346270_nHún brosir svo fallega, fyrrverandi forsætisráðherrann okkar sem tók dansinn ein út úr stjórnmálum. Því miður fyrir alla tók hún Icesavedansinn með Steingrímu á skuldabretti Svavars Gests sem Bjarni Ben. endurbætti sigri hrósandi í þriðja hring. Sá dans og heila brettið hvarf svo undir hæl þjóðarinnar sem valdi annað og gæfuríkari spor. Þá var Landsdómur ræstur til að fórna bakara fyrir smið á altari sem gæfuparið Jóhanna og Steingríma smíðuðu fyrir bankaræningja. Þjóðin hefur ekki enn komist gegnum þá skjaldborg sem félagsréttindaparið reisti kringum fjármálasvindlarana.

Pétur á útvarpi Sögu benti á að Móses hafði komið með boðorðin tíu af fjalli og kannski kom Steingrímur J. Sigfússon úr Þistilfirði með Panamaárásina síðari í froðuborði gulu pressunnar. Pressan sú hefur fitað sig á klausturmálinu eins og fjósapúkinn á bitanum. Að "siða"nefnd Alþingis leitar í fjöru kjaftapressunnar til að ná í pólitískt snæri til að sauma að réttkjörnum stjórnmálaandstæðingum segir allt um það lága plan sem Alþingi er gert að dúsa á.

Það plan má að miklu leyti þakka Jóhönnu Sigurðadóttur fyrir sem innleiddi tilraunir á raunastund þjóðarinnar í þá veru að taka völdin úr höndum kjósenda með sýndarmennsku á Alþingi með eigin dómstól þar sem valdhafar geta kúgað gagnrýnendur. Og sannið til hver ætlun ríkisstjórnarinnar með Steingrímu í forsæti Alþingis er þegar orkupakki 3 kemur aftur til fyrirhugaðrar stubbaumræðu á þinginu í haust: Málfrelsi þingmanna Miðflokksins í málinu verður afnumið og gagnrýni á orkupakkann bönnuð í sölum Alþingis.

Ef einhverjir eru ósiðlegir, þá eru það þeir sem nota valdastöðu sína til að koma á eigin dómskerfi framhjá stjórnarskránni till að fullnægja gremju sinni yfir því að gagnrýnendur þeirra hafi málefnaleg rök.

Að sjálfsögðu vill Jóhanna Sigurðadóttir samkomu með einvaldi að hætti kommúnista sem getur tekið völdin af kjósendum, gefið lýðræðinu fingurinn og rekið burtu lýðræðislega kjörna þingmenn.

Miðflokksmenn hafa fullkomlega á réttu að standa þegar þeir benda á hættuna í þessum vinnubrögðum fyrir eðlileg vinnubrögð lýðræðisstofnunar sem þjóðin vill að Alþingi sé.

Þessi nýja Panamaárás er vindhögg gegn lýðræðinu. Við hvert slíkt vindhögg mun Miðflokknum vaxa ásmegin. Sem betur fer man þjóðin eftir Icesave baráttunni og þótt spillt stjórnmálakerfi lyfti glæpamönnum Icesave til hásæti Alþingis, þá lifir hið lýðræðislega alþingi áfram í hjörtum Íslendinga.

Spurning er hvort allir aðilar ríkisstjórnarinnar vilja storka þjóðinni með nýrri Sturlungaöld í stað þess að láta vitið ráða.


mbl.is Brotlegir þingmenn fari í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Snilldarpistill, skyldu Heilög Jóhanna, Gunnarsstaða Móri og Kata Klikkaða skilja það að kjósendur eru orðnir langeygir eftir heiðarlegum svörum??????????

Jóhann Elíasson, 2.8.2019 kl. 22:17

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka góð orð þín Jóhann, held að kjósendur verði að taka af skarið og hleypa engum þeirra að alþingi í framtíðinni. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 2.8.2019 kl. 22:31

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er annars magnað hversu "vel" allar árásir á SDG og Miðflokkinn eru tímasettar.

Þegar SDG var forsætisráðherra vann hann hörðum höndum að því fyrir þjóðina að endurheimta eitthvað af því fé sem tapast hafði í hruninu. Þar stóð orrustan fyrst og fremst við þá sem efnast höfðu af því, þá sem keyptu upp skuldir landsmanna á niðursettu verði og rukkuðu inn af fullum þunga. Vann að því að rétta af þann kúrs sem ríkisstjórn JS og SJS hafði takið. Þá kom allt í einu upp svokallað Panama mál og SDG tekinn úr umferð, tímabundið. Fjárglæframennirnir gátu nú verið sáttir, enda flestum kröfum gegn þeim hætt.

Skömmu eftir að op3 kemst í hámæli er tekið upp einkasamtal milli þingmanna Miðflokksins, ólöglega. Þær síðan birtar í fjölmiðlum og nú skyldi gengið milli bols og höfuðs SDG og þeim sem honum fylgdu. Það gekk ekki eftir, enda flestir landsmenn hugsandi og er annt um réttarríkið. 

Nú, þegar innan við mánuður er í að greiða skuli atkvæði um op3, er lokahnykkur Klaustursmálsins tekinn, væntanlega til að lama SDG og þingmenn Miðflokks. Orkupakkasinnar, með forsætisráðherra þar fremstan í flokki, er farnir að skjóta skotum, til að kynda undir. Vonandi sér þjóðin gegnum þessa pólitísku herferð og styður alla þá sem vinna gegn op3, einnig Miðflokksþingmenn.

Varðandi skrif Jóhönnu Sigurðardóttur er fátt að segja, annað en að hún kastar hressilega þar steinum í glerhúsi. Virðing Alþingis mælist ekki í einkasamtölum þingmanna, heldur verkum þeirra. Hverju þeir lofa, hvaða loforð þeir standa við og fyrst og fremst hvernig þeir taka á málefnum sem ekki far á þann veg er þeir ætluðu.

Einhver mesta vanvirðing Alþingis við þjóðina var eftir fyrri kosningu um icesave, þegar ríkisstjórnin var svo hressilega rasskellt að annað eins hefur aldrei áður sést. Vanvirðingin var þó ekki nema að hluta vegna rasskellingarinnar, vanvirðingin var þegar ríkisstjórnin ákvað að sitja áfram!

Eftir þá vanvirðingu við þjóðina hefur Alþingi ekki borið sitt barr og mun ekki gera svo lengi þeir lifa sem tóku þátt í henni. Það fólk ætti að hafa vita á því að tjá sig ekki opinberlega, aldrei!!

Gunnar Heiðarsson, 3.8.2019 kl. 07:41

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Bestu þakkir Gunnar fyrir greinargóð skrif þín sem ég er fyllilega sammála. Orkupakkamálið er í framhaldi Icesave baráttu þjóðarinnar núna með SJS á forsetastólnum. Þjóðin þarf enn á ný að taka í taumana til að koma í veg fyrir stórslys. Stöndum saman í þeirri baráttu.

Gústaf Adolf Skúlason, 3.8.2019 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband