Trump: "Við munum ekki láta þagga niður í okkur. Netrisunum mun ekki takast að ritskoða Bandaríkjamenn"
12.7.2019 | 23:21
Allir sjálfstæðir höfundar á félagsmiðlum eiga hauk í horni í núverandi Bandaríkjaforseta sem hélt málþing sjálfstæðra fjölmiðlamanna og áhrifavalda á félagsmiðlum í Hvíta húsinu s.l. fimmtudag. Tilefni fundarins var m.a. að ræða um árásir sósíalista á málfrelsi víða um heiminn og þá sér í lagi lokanir netrisanna Google, Facebook og Youtube á aðgang fjölda manns í nafni herferðar gegn "nethatri". Trump er eins og kunnugt er málsvari hins frjálsa orðs sem mjög fer í taugarnar á vinstri mönnum sem helst vilja banna allar aðrar skoðanir en sínar eigin. Rætt var á fundinum að netrisarnir yrðu að hætta skoðanaofsóknum sínum gegn íhaldsmönnum og virða málfrelsið. Bent var á að netrisarnir nytu ýmissa fríðinda af hálfu Bandaríkjanna og á móti yrðu þeir að virða málfrelsið.
"Við munum ekki láta þagga niður í okkur. Netrisarnir munu ekki komast upp með að ritskoða rödd bandaríska fólksins" sagði Trump. Hvíta húsið mun nú athuga lög um málfrelsi á netinu í framhaldi fundarins.
Trump nefndi mörg nöfn einstaklinga á félagsmiðlum sem hann hrósaði mjög. Meðal þáttakenda voru m.a. James O´Keefe frá Project Veritas og íhaldsmaðurinn Charlie Kirk.
"Þetta er sögulegur dagur. Aldrei áður hafa svo margir net-blaðamenn og áhrifavaldar og það er einmitt það sem þið eruð, verið saman komnir í þessarri byggingu til að ræða framtíð félagsmiðla" sagði Trump.
"Sérhver ykkar hefur mikilvægu hlutverki að gegna fyrir land okkar. Þið keppið við útverði fjölmiðlanna og komið með staðreyndir beint til Bandaríkjamanna. Þið snúið ykkur beint að fólki og kannski værum við ekki einu sinni hérna núna án ykkar" sagði forsetinn.
Trump sagði félagsmiðla mun árangursríkari en fréttatilkynningar og nefndi Twitter sem dæmi, þar sem upplýsingarnar dreifðust mikið víðar og hraðar. Trump ætlar að láta athuga lög sem tryggja eigi málfrelsi á Internet og verður það frelsiskyndill á netmiðlum fyrir hina frjálsu umræðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.