ESB-þingmenn halda Alþingi í gíslingu og kenna fullveldissinnum um
27.5.2019 | 08:40
ESB-þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar láta líta svo út að Miðflokkurinn "stöðvi" framgang mála á Alþingi. Ekkert er fjarstæðukenndara. Forseta þingsins er hægleikið að taka önnur mál fyrir og láta orkupakka 3 mæta afgangi og fresta fram á haust. Þannig gæti Alþingi farið í sumarfrí skv. áætlun og enginn þyrfti að vinna á nóttunni.
En það er ekki vilji ESB-þingmanna né forseta þingsins sem fer með dagskrármálin. Forseti þingsins leiðtogi svikababaráttu Icesave gegn þjóðinni, talar um að "leiða í ljós þingviljann". ESB-þingmenn vilja ekkert frekar en að afhenda yfirráð orkunnar á Íslandi til Brussel. Þeir halda áfram með fundarpíningu á fullveldisþingmönnum og starfsmönnum Alþingis, sem eiga fáa möguleika aðra en að fylgja þeim fundartíma sem forseti Alþingis setur.
Er látið líta svo út að fullveldissinnar á þingi séu að "eyðileggja störf Alþingis" með því að ræða málin næturlangt. Síðan kemur "dómur" meirihluta Alþingismanna: Lokað á umræðu með atkvæðagreiðslu til að "Alþingi geti starfað áfram".
ESB-þingmenn vilja engar umræður um orkupakka 3, heldur ætla að keyra þingsáætlunina ofan í kok þjóðarinnar með þjósti án þess að hún fái að koma að málinu. Sjaldan hafa mál verið jafn hroðvirknislega unnin og þingsályktunartillaga utanríkisráðherrans. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur týnt allri rökrænni hugsun í skopparakringluleik við "þá stóru". Hann er orðinn heilaþveginn trúboði ESB-kirkjunnar og boðar trú sem Íslendingar hafna.
Ekki horft til 4. orkupakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt Gústaf það mætti kalla þessa stjórn Landráðastjórn vegna undirförusemi en þau gersamlega hunsa þjóðarsálina og svo eins og þú segir skella skuldinni á þjóðernissinna..
Valdimar Samúelsson, 27.5.2019 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.