ESB-blinda á Alþingi hættuleg hagsmunum Íslands

fjallkonanÁ meðan lýðræðið leitar sér útgöngu úr hlekkjum Evrópusambandsins hylla ESB-þingmenn á Íslandi sambandið í hástertu lýðskrumi í sölum Alþingis. Ekki er einungis um uppgjöf gagnvart erlendu stórveldi að ræða heldur barnalega hyllingu draumsins um stórveldi Evrópu. Slíkir söngvar hafa áður verið sungnir - stundum á sólríkum morgni sama dags og endaði í blóðugri styrjöld að kveldi. 

ESB-þingmenn á Alþingi segja það eðlilega "skuldbindingu" í alþjóðaviðskiptum að leggja niður fullveldið. Annað sé popúlismi og einangrunarstefna óttans. Kolfallnir fyrir gömlum keisara- og hitlerískum draumi um stórveldi Evrópu sjá þeir ekki lengur muninn á frjálsum viðskiptum og kröfu eins aðilans um yfirtöku sjálfsákvörðunarréttar hins.

Engir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa skapað vandamál ESB. Sósíalisminn sem skautar fram hjá frelsi einstaklingsins er fullfær til slíkra verka. Nýlega kom viðvörun frá Seðlabankastjóra Spánar um hrun evrunnar næsta vetur nema að sameiginleg ríkisfjárlög verði sett fyrir evruríkin. 

Vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur dansar valsinn við Brussel. Forseti Alþingis mundar sverðið að hálsi 1000-ára lýðræðis þjóðarinnar.

Á sjálfstæði Íslands að enda þannig?

 


mbl.is Minni spámenn breyti efasemdum í ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Forseta Alþingis var andskotans sama um þúsundir heimila árið 2009. 

Forseta Alþingis var andskotans sama um alla þjóðina í Icasave.

Forseta Alþingis var andakotans sama og er enn um dreifbýlis og ökustyrki þingmanna, enda notið þeirra allra, lengst allra núlifandi Íslendinga.

 (Skil samt illa hvernig Ási gat keyrt meira en hann, verandi svona helvíti nálægt, en það er annað mál. Breiðholtið er jú hátt í hundrað metrum yfir sjávarmáli þar sem það er hæst og langt í Þistilfjörðinn)

Forseta Alþingis er andskotans sama um alla aðra en sjálfan sig, enda sannur sósíalisti. Kata litla dansar með þeim gamla og BB og auðselda maddaman eru með í diskóinu. Feitir eftirlaunatékkar bíða og flestallar ákvarðanir sem þetta fólk er að víla með í dag, munu ekki hitta það fyrir á þeirra æviskeiði. Þokkalegir foreldrar, eða hitt þó heldur.

Viðrekstrarviðbjóðurinn og samfnykurinn hrækir síðan í enn eina kökuna um ónýtt Ísland og krónuna og hvað allt væri æðislega gúddí í esb, með evruna. Piratar eins og fífl og sæland fær tvær ræður, af því að hún er svo lítil. Ú jé!!! Sú mí if jú læk,  eins og einn frábær bloggari sagði svo oft, hér á árum áður.

 Þvílíkt samansafn á þingi eins besta lands í heimi!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.5.2019 kl. 03:34

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Góðan daginn Halldór og þakka syrpu þína sem er dæmigerð lýsing á þeim hluta stjórnmálastéttarinnar sem ætlar að græða á nýlenduvæðingu fallega landsins okkar. Ef þessum hóp tekst að véla landið inn í Orkusamband ESB, þá fer yfirráðarétturinn yfir orkunni til Brussel og ekki verður aftur snúið. Í nafni sjálfstæðis og frjálsrar verzlunar breytist Ísland í nýlendu ESB, þar sem Þjóðverjar ráða öllum málum. 

Gústaf Adolf Skúlason, 30.5.2019 kl. 07:03

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

ATH. Forseti alþingis flígur norður en keirir ekki. 

Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2019 kl. 08:38

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Hrólfur, hvergi eins mikið gap á milli orða og gerða og hjá sósíalistum. Framvörður Icesave bankaræningja á forsetastóli Alþingis fer létt með að vega að lýðræðinu. Tilkynnt á morgun.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.5.2019 kl. 11:38

5 Smámynd: Aztec

Það vantar sárlega alvöru hægriflokk á Alþingi, sem setur hagsmuni þjóðarinnar í forgang, eins og þá ESB-andstæðingaflokka á meginlandinu sem hafa náð miklu fylgi bæði heimafyrir og á Mickey Mouse þinginu. Oog sem ekki lætur pólítískt afkvæmi nazismans (ESB) segja sér fyrir verkum. Lýðræðisflokk, sem andstæðingar lýðræðis (vinstri- og ESB-sinnaflokkarnir) og allir fjölmiðlar (þ.m.t. Mbl.) myndu kalla "popúlistaflokk" (eða jafnvel "hægriöfgaflokk") og halda að popúlismi sé eitthvað fúkyrði. Í raun þýðir popúlismi það að hlusta á óánægju og óskir meirihluta þjóðarinnar. Þegar boðberar sannleikans kallast öfgahægrimenn þá er illt í efni.

Eftir þessa uppákomu með orkupakkann spái ég algjöru fylgishruni Sjálfstæðisflokksins. Forysta flokksins og þingmenn allir hafa sýnt sig að vera meira en viljugir til að selja sig í pólítískt vændi fyrir eigin sérhagsmuni.

Þegar hluti af stjórnarandstöðunni, sá hluti sem vill selja landið (xS, xP og xC) kemur upp í ræðupúltið til að gagnrýna ríkisstjórnina, þá eru það ekkert nema látalæti. Mesti ótti þeirra er tvíþættur:

    • Hvernig getum við þótzt gagnrýna stjórnina án þess að hrósa henni af slysni vegna geðshræringa af þakklæti?

    • Hvernig getum við þótzt gagnrýna stjórnina án þess að hún taki gagnrýnina alvarlega og hverfi frá landsölunni?

    Ég hef alltaf vitað að Bjarni Ben og SJS væru mestu mátar. Sækjast sér um líkir.

    Aztec, 30.5.2019 kl. 11:52

    6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

    Sæll Aztec, heilaþvottur ESB er mikill og margt málsmetinna kvenna og manna í álögum víða um álfuna. Það hefur verið sögulegt hlutverk Sjálfstæðisflokksins fram að þessu að berjast fyrir þjóðina, en núna spenna þeir sósíalista fyrir vagninn sem á að ferja Ísland í hendur ESB. Við sjáum á morgun hvaða hótun SJS þýðir.

    Gústaf Adolf Skúlason, 30.5.2019 kl. 16:30

    7 Smámynd: Jóhann Elíasson

    Eins og ég sé málið í dag ÞÁ ER HELSTI FYRIRVARI UTANRÍKISRÁÐHERRA SKÍTFALLINN MEÐ ORKUPAKKA FJÖGUR.  Þarna finnst mér að séu komin góð rök fyrir þingmenn allra flokka til að endurskoða afstöðu sína til orkupakka þrjú.  EN Í ORKUPAKKA FJÖGUR (sem nú þegar virðist vera kominn til kynningar í Noregi) AÐ ÞAÐ SÉ MEÐ ÖLLU ÓHEIMILT AÐ HAMLA SAMEININGU ORKUMARKAÐARINS Í EVRÓPU.  Verður það kannski kannski helstu rökin fyrir því AÐ ORKUPAKKI FJÖGUR VERÐI SAMÞYKKTUR, VEGNA ÞESS AÐ ORKUPAKKAR EITT TVÖ OG ÞRJÚ HAFI VERIÐ SAMÞYKKTIR OG TIL AÐ SETJA EKKI EES SAMNINGINN Í UPPNÁM????

    Jóhann Elíasson, 30.5.2019 kl. 17:03

    8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

    Sæll Jóhann, þakka þér fyrir athugasemd. Alveg örugglega eins og núna við nr.3. Orkupakkamenn vilja ekki fara lögbundna samningsleið til að "styggja ekki" ESB. Núna er síðasta tækifærið til að fá undanþágu fyrir orkuna frá samningnum. Að ganga með í Orkusambandið núna lokar öllum leiðum til að draga sig úr seinna. Orkumarkaður ESB er eitt allsherjar svindl sem Þjóðverjar græða mest á, logið er til um uppruna rafmagns og Norðurlönd greiða niður rafmagn Þýzkalands og annara ESB-ríkja á meginlandinu. Umræðan er mjög vinkluð og vantar mikið af staðreyndum. 

    Gústaf Adolf Skúlason, 30.5.2019 kl. 18:59

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband