Til hamingju með aldarafmælið Árvakur

falken1Fálkinn í þjónustu EES/ESB. Smáfuglarnir tísta og rjúpan segir sitt. Handhafi Rauða hanskans ákveður hvenær fálkinn slær til og það verður ekki fallegt. 

Skáldsaga? Nei, teiknimyndatíst í Morgunblaðinu. Málgagni landsmanna sem haldið hefur úti og uppi sjálfstæðisstefnunni í 106 ár. Af útgáfufyrirtækinu Árvakri í eina öld eða tíu árum lengur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið til.

Blaðið hefur á meðan ég man fylgt stefnu allra landsmanna fyrir sjálfstæða þjóð í sjálfstæðu landi. Allar stéttir hafa í Morgunblaðinu átt sinn málsvara og blaðið ætíð lyft fram frelsi einstaklingsins bæði þeirra sem eru betur efnaðri og hinna sem minna mega sín. Blaðið talar jafnt við litlu Gunnu og litla Jón sem forráðamenn stórfyrirtækja og samtaka. Morgunblaðið hefur ætíð virt einstaklinginn og fyrir það eitt er létt að virða Morgunblaðið.

Stétt með stétt var löngum kjörorð Sjálfstæðisflokksins og lýsir markmiði flokksins að leysa mál í samvinnu. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf byggt á frelsi einkaframtaksins sem er lífsnauðsynlegt endurnýjunarafl hverrar þjóðar til sóknar og framfara. Á grundvelli þessarra viðhorfa er ekki svo erfitt að skilja gagnrýni blaðsins á ofurskrifræði, alræðis- og öfgastefnum og valdahroka. Morgunblaðið er jafn mikill vettvangur hagsýnu húsmóðurinnar, hins líkamlega stritandi verkamanns sem frumkvöðlanna sem þurfa að taka á sig áhættur til að komast áfram. 

Ég óska Árvakri til hamingju með aldarafmælið. Ég óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju með 90 ára afmælið. 

Það vekur athygli að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins velur annan vettvang en Morgunblaðið til að birta afmælisgrein sína um flokkinn. Sá vettvangur hefur löngum verið kenndur við stærsta fjárglæpamann Íslandssögunnar, sem olli stærsta fjármálahruni sem Ísland hefur upplifað og lagði fjölda heimila og fyrirtækja í rúst. 

Vonandi situr formaðurinn ekki fastur í sama neti en víst bendir það til flótta frá Sjálfstæðisstefnunni að hætta að skrifa í Morgunblaðið.

Fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins Styrmir Gunnarsson lýsir eins og svo margir aðrir landsmenn miklum áhyggjum af afstöðu stjórnar Sjálfstæðisflokksins til orkupakka 3. Afstaða hans sem og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins byggist á mikilli þekkingu á því sem er að gerast í heiminum - sérstaklega hjá handahafa Rauða hanskans - ESB.

Vonandi tekst að vekja fálkann úr ESB-dáleiðslunni áður en honum verður sigað á varnarlausa landsmenn sem óska sér einskis annars en að fá að lifa í friði í sínu sjálfstæðu landi. 


mbl.is Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband