Eru þingmenn Alþingis sammála Helgu Völu Helgadóttur um að gagnrýnendur þingsályktunartillögu utanríkisráðherra séu starfsbræður Hitlers?
16.5.2019 | 00:29
Það hlýtur að teljast nýtt lægsta sjónarhorn úr ræðupúlti Alþingis að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Helga Vala Helgadóttir, ber saman gagnrýni á Or3 og Miðflokksmenn við hryðjuverk nazismans og foringja helfararinnar Adolf Hitler. Má vera að rökin gegn lygum talsmanna orkupakkans um "lægra rafmagnsverð, meiri samkeppni og neytendavernd," sem hvergi hefur gerst á þeim Norðurlöndum sem tengst hafa orkumarkaði ESB, brenni á sálu Helgu Helgadóttur. Eða þá að afhjúpun Miðflokksmanna um lagalega fyrirvarann sem týndist á leiðinni stingi talsmenn orkupakkans sárt. En að segja samstarfsþingmenn sem vilja ræða á lýðræðislegan hátt um staðreyndir orkumála á Íslandi og innan ESB vera nazista er ekkert annað en fyrirboði um gjaldþrot þeirrar þingsályktunartillögu sem er til umræðu.
Er hægt að leggjast lægra í umræðum á Alþingi? Finnst Alþingismönnum þetta vera í lagi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég horfði fram eftir nóttu og satt að segja átti ég von á snarpri mótmæla ræðu frá nöfnu minni,en þessi keyrði um þverbak og er til skammar.Einhver mælandi eftir henni hafði á orði að hún væri jú menntuð leikkona,þótt muni ekki í svipinn hvort það virkaði sem afsökun.
Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2019 kl. 17:16
Alþingismenn= Já (enda öllu vanir)
En ég held að almenningur sé yfirleitt ekki að gefa því gaum sem HVH segir!!
((Siggi x Butlins))
Sigurður I B Guðmundsson, 16.5.2019 kl. 19:22
Sæl, já vonandi tekur enginn mark á henni en hún er opinber embættismaður og talar sem slíkur mikil hneisa fyrir Alþingi....
Gústaf Adolf Skúlason, 16.5.2019 kl. 21:15
Það heyrist ekkert frá siðanefnd alþingis eða hópum forsetisráðherra um virðingu alþingis eða eru allir þessir hópar á flugi að kolefnisjafna virðinguna?
Hákon Ólafur Ísaksson, 16.5.2019 kl. 23:43
Er annars að vænta frá öfgasinnum jaðarflokkum eins og Samfylkingunni? Ég álít að Helga Vala og allt hitt landráðahyskið í þessum öfgaflokki er minna virði en skítur sem ég skef undan skónum mínum.
Og það er jafnvel vægt til orða tekið.
Aztec, 17.5.2019 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.