Orkupakki 3 er árás á heimilin og fyrirtækin í landinu

essasTrúðar orkupakkans halda að venjulegt fólk sé bæði blint, heyrnar- og heilalaust. Hafa bæði utanríkisráðherra og formaður utanríkisnefndar Alþingis farið með þvílík ósannindi fyrir alþjóð að þau eru orðin eins og Gosi með svo langt nef að þau sjá ekki fyrir endann á því.

Bæði segja að innleiðing orkupakka 3 þýði lægra rafmagnsverð til heimila. Hvergi á Norðurlöndum sem tengst hafa orkumarkaði ESB hefur það gerst. Aftur á móti hefur rafmagnsverð til heimila og fyrirtækja orðið tvöfalt til þrefalt dýrara. Að halda því fram að afsal yfirráða á orkuauðlindum Íslands til stjórnarinnar í Brussel þýði lægra rafmagnsverð, er álíka og bjóða þyrstum manni í eyðimörk að borða sand til að slökkva þorstann. Ódýr raforka Íslands í dag verður jöfnuð út við dýrt raforkuverð Orkusambands ESB og vogunarsjóðir hirða gróðann sem fer úr landi. Eftir sitja íslensk heimili og fyrirtæki með skert kjör og verri samkeppnisaðstöðu. Samanlagt þýðir það lægri hagvöxt og dýrari framleiðslukostnað.

Samtök verzlunar og orkupakkamenn segja þetta vera "frjálsa verslun" og loka augunum fyrir stjórnmálalegu alræði möppudýranna í Brussel sem setja lög og reglur til að stjórna rafmagnsverði til neytenda og fyrirtækja. 

Þjóðin á að rísa upp sem einn maður og sýna lygurum ríkisstjórnarinnar hverjir eiga valdið á Íslandi, þ.e.a.s. kjósendur. Mæta þarf með tunnur og hefja slátt að nýju utan fyrir Alþingi og neyða þingmenn til að hlusta.


mbl.is Mótmæltu orkupakkanum á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið rosalega voru fimm menningar Miðflokksins góðir nóttina sem þingforseti keyrði umræðurnar áfram þrátt fyrir beiðni margra um að fresta til morguns. Hvað eftir annað kölluðu þeir eftir svokölluðum fyrirvörum sem virtust koma úr öllum skúmaskotum en enginn eins.Held að stjórnarliðar viti bara ekki enn hvað þeir voru að friðþægja með.

Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2019 kl. 00:15

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já svo sannarlega stóðu þeir vaktina, og fyrirvararnir já, eru ekki einu sinni með í ályktuninni....Stjórnarliðar eru í hræðslubandalagi ESB sem ekki má anda á...

Gústaf Adolf Skúlason, 18.5.2019 kl. 01:06

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér standið þið vaktina, samherjar, sannarlega þörf á því.

Megi þeir stjórnmálamenn aldrei fá kosningu aftur, sem bletta sig á þessu hættulega frumvarpi og taka engum sönsum um að gæta varúðar, t.d. með þessu: 1) að vísa málinu til sameiginlegu EFTA-nefndarinnar, 2) að bera hina nýuppfundnu "fyrirvara" undir lögspaka menn, til fá rökstutt álit þeirra.

Hvetjum alla til að mæta á útifundinn á Austurvelli þennan laugardag kl. 14.00.

Jón Valur Jensson, 18.5.2019 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband