Nýjar kannanir: 48% telja ESB á rangri leið - 51% Svía á móti fleiri innflytjendum

asylIpsos: 48% telja ESB á rangri leið - einungis 28% fylgjandi ESB-elítunni

Í hverri könnuninni á fætur annarri vex myndin skýrar fram: Íbúar Evrópu telja ESB á kolrangri leið. Ipsos gerði nýverið könnun hjá 7.511 manns á aldrinum 18 - 64 ára í Belgíu, Frakklandi, Stóra-Bretlandi, Þýzkalandi, Ítalíu, Spáni, Ungverjalandi, Póllandi, Serbíu og Svíþjóð og nær helmingur telur ESB á rangri leið. Ítalir eru mest ósammála: 57% Ítala segjast ósammála vegferð ESB. Frakkar koma næstir með 54% á móti ESB og þar á eftir Bretar með 52% gegn ESB. Pólland og Spánn voru minnst á móti ESB en 40% og 41% sögðust andvíg ESB. 

Yougov: Meirihluti Ítala, Pólverja og Svía vilja ekki taka á móti fleiri innflytjendum

Þá spurði Yougov átta þúsund manns í átta ESB-löndum um afstöðu til málaflokka og eru innflytjendamálin efst á blaði og loftslagsmálin númer tvö. Meirihluti Svía eða 51% sögðust sammála fullyrðingunni "Landið mitt á ekki að taka á móti fleiri flóttamönnum frá átakasvæðum". Pólverjar og Ítalir voru harðastir í afstöðu gegn fleiri innflytjendum en 53% í báðum löndum voru sammála því að hætta að taka við fleiri flóttamönnum. Andstaðan gegn ESB vext jafnt og þétt í Svíþjóð og er deilt um hækkun á aðildargjöldum sem nemur um 192 milljörðum ísk á ári. Þá kostar ESB-áskriftin Svía mótsvarandi 705 milljörðum ISK árlega (55 milljarðir SEK. Til samanburðar kostar réttarfarskerfið + lögregla Svíþjóðar ca 40 milljarði sek.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband