Til hamingju með heiðurinn Kári Stefánsson
3.5.2019 | 06:07
Það voru góðar fréttir að Kára Stefánssyni hlotnaðist sá mikli heiður að vera kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna. Tilnefningin sýnir hversu afburðamiklum árangri Kári hefur náð með þrotlausu starfi sínu í læknavísindum alla ævi sína.
Ég kynntist Kára á menntaskólaárunum og brölluðum við ýmislegt saman þá. Kári Stefánsson á miklar þakkir skildar fyrir framlög til heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Hann er maður stórra markmiða og framkvæmda og gætu margir lært af dugnaði hans.
Ég samgleðst með þjóðinni yfir tilnefningu Kára og óska honum til hamingju með þennan einstaka heiður.
![]() |
Kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.