Til hamingju með heiðurinn Kári Stefánsson
3.5.2019 | 06:07
Það voru góðar fréttir að Kára Stefánssyni hlotnaðist sá mikli heiður að vera kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna. Tilnefningin sýnir hversu afburðamiklum árangri Kári hefur náð með þrotlausu starfi sínu í læknavísindum alla ævi sína.
Ég kynntist Kára á menntaskólaárunum og brölluðum við ýmislegt saman þá. Kári Stefánsson á miklar þakkir skildar fyrir framlög til heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Hann er maður stórra markmiða og framkvæmda og gætu margir lært af dugnaði hans.
Ég samgleðst með þjóðinni yfir tilnefningu Kára og óska honum til hamingju með þennan einstaka heiður.
Kjörinn í bandarísku vísindaakademíuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.