Leikur utanríkisráðherra "hausabolta" við Sádí?

hqdefaultMannréttindastefna innan SÞ: "Þegar þú berð hana máttu ekki kalla hana illum nöfnum".

Viðbjóður heilagastríðsmanna sem gerðu dauðastríðið að merki íslamska kalífatsins átti sér engin takmörk. M.a. sýndu þeir myndir frá því þegar þeir léku "hausabolta", þ.e.a.s. ekki knattspyrnu með fótbolta heldur með mannshöfuð.

Bandaríkjamenn hafa fyrir löngu áttað sig á því að vera ekki að hefja einræðisríki, fjöldamorðingja og kvennakúgara upp til skýjanna með samstarfi byggðu á hræsni og sögðu sig því úr "Mannréttinda"nefnd Sameinuðu þjóðanna. Þar eru Sádar, Írakar og Kínverjar helstu vinirnir, einræðisríki sem fótumtroða mannréttindi hvern einasta dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að "boltinn sé nú hjá Sádí Arabíu" eftir máttlaust mjálm sem hann í einfeldni sinni gerir sér von um að Sádar beygi sig undir. Hanna Birna Kristjánsdóttir matar kvenréttindakrókinn með þessum sérstöku vinum sínum.

Fáránlegt, hræsni upp til skýjanna og skömm Íslands langt út fyrir landssteinana.

Hið raunverulega er að Sádar spila hausabolta með heimskum stjórnmálamönnum Vestrænna ríkja sem láta múta sér til að fara í flugferðir og fá myndir af sér með þeim "stóru" á vettvangi S.Þ. og halda að þeir séu eitthvað merkilegri en annað fólk fyrir vikið.

Ísland á að draga sig tafarlaust úr þessu siðspillta bæli sem er að taka völdin á Íslandi ásamt ESB. Þar er utanríkisráðherrann í hlutverki ESB-umboðsmanns á Íslandi.


mbl.is Afhausanir Sádi-Araba gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sæll Gústaf Ég held að alþingismenn og fyrrverandi lifi í draumheimi og þetta sé toppurinn á tilverunni sem auðvita er. Það versta að þeir skilja ekki lengur hræsni þeirra sem sitja þarna ár eftir ár á himin háum launum. Hverjir aðrir en Deep State,Iceland ráða manna vali hjá SÞ og ESB. Kv v  

Valdimar Samúelsson, 26.4.2019 kl. 11:27

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Valdimar, já svo virðist sem litla Gunna og Jón séu horfin úr huga ráðamanna og alls kyns vitleysu dengt yfir þjóðina með tilheyrandi kostnaði án þess að spyrja kóng né prest sbr. þáttöku í SÞ með öllum þeim kostnaði sem því fylgir. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 26.4.2019 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband