Miðflokkurinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn
23.2.2019 | 10:41
Það er mikill fengur fyrir Miðflokkinn að fá þingmennina Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson til liðsinnis. Verður Miðflokkurinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi og þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. Inga Sæland rak þingmennina úr Flokki fólksins eftir barferð og markar það upphafið af endalokum þessa flokks. Segir það mikið um formanninn Ingu Sæland að hún virðir slúður Gulu pressunnar meira en lög og rétt.
Ég hef haft kynni af báðum þingmönnunum og veit að þeir vinna í einlægni og af drengskap í þjónustu almennra borgara. Margir Íslendingar misstu allt sitt í bankahruninu 2008 og ekki verið lokið við skuldaleiðréttingu heimilanna sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lagði af stað með. Miðflokkurinn er því málefnalega réttur stjórnmálavettvangur Ólafs og Karls Gauta.
Ég óska þeim báðum svo og Miðflokknum til hamingju með samstarfið og velgengnis á komandi árum.
Ólafur og Karl Gauti í Miðflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Hafi þeir félagar, Ólafur og Karl Gauti, haft einhver orð um lélega skipulags og eða stjórnunar hæfileika Ingu Snæland, þá hefur hún með áþreifanlegum hætti sannað að þeir hafi haft rétt fyrir sér.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2019 kl. 16:45
Sæll Hrólfur, já eitthvað virðist Inga Sæland undirgefin slúðursögum og grípur til aðgerða að óathuguðu máli. Lítið efni í flokksleiðtoga sýnist mér.
Gústaf Adolf Skúlason, 23.2.2019 kl. 19:21
Getur hún ekki rekið fleiri úr flokknum, einhverja sem enn gætu bæst í Miðflokkinn???
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.2.2019 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.