Frakkar afnema orðin faðir og móðir - talin kúga samkynhneigða - foreldri 1 og 2 notuð í staðinn

foreldri1Þetta er ekki frásögn úr vísindaskáldsögu. Þetta er engin lygi. Þetta er frásögn af nýjum skólalögum í Frakklandi.

Héðan í frá verða orðin móðir og faðir ekki lengur notuð þar sem þau tryggja ekki jafnrétti samkynhneigðra. Orðin eru sögð gamaldags þar sem þau taka hvorki tillit til samkynhneigðra foreldra ná henta nútíma lögum um hjónabönd samkynhneigðra. Orðin foreldri 1 og 2 koma í staðinn í lögum um "skóla sem hægt er að treysta".

Valére Petit fulltrúi REM-flokks Macron segir að margar fjölskyldur séu á tímamótum gamaldags fjölskyldulíkana. "Þessi breyting táknar félagslegt jafnrétti". 

Halda mætti að Macron sé í beinu sambandi við Kölska sjálfan. Lögin kippa stoðunum undan kjarnafjölskyldunni - sjálfum grundvelli samfélagsins. Börn í Frakklandi verða heilaþvegin með nýju hugtökunum frá þriggja ára aldri.

AFDH samtök franskra samkynhneigðra foreldra tóku vel í lögin en varaði samt við stéttaskiptingu á milli 1 og 2: "Hver á að vera foreldri 1 og hver á að vera 2?"spyr formaður samtakanna. 

Greinilega verður mikið að gera í breytingu ritaðs máls til að lagfæra kúgun samkynhneigðra. 

Tvö dæmi, annað úr Stjörnustríði, þegar Svarthöfði upplýsir Loga um tengsl þeirra tveggja - sjá mynd. Hitt dæmið er þekkt bæn: "Foreldri eitt, þú sem ert á himnum...." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvor er hvað, það er stór spurning.

Ef faðir verður foreldri númer 1 þá er það hrein kúgun og kvenfyrirleitni, ekki satt?

Það verður sífellt erfiðar að búa í þessum heimi okkar, meðan fólk sem hefur vit á við þriggja ára börn stjórna honum!

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 17.2.2019 kl. 09:24

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ruglið virðist engan enda ætla að taka.

Íslenska ríkið virðst einnig tralla með öllum svona vitleysisgangi með því að mylja undir samtökin 78 með miklum fjárveitingum.

Jón Þórhallsson, 17.2.2019 kl. 10:01

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir heiðursmenn
Þakka orðin og er þeim hjartanlega sammála.

Verið er að eyðileggja lífið, gyðingavæða alla sem unna einstaklingsfrelsi og sjálfstæðri hugsun, kjarnafjölskyldan uppleyst og samfélagið rifið í tætlur. Heilaþvottur barna frá þriggja ára aldri. Í framtíðinni velur foreldri af hvaða númeri og fjölkyni sem er börn sín skv. myndum og ræktar fóstur í tilraunaglösum.

Franska ríkisstjórnin er gengin af göflunum sem telur móðir og faðir móðgun við samkynhneigða. Íslenska ríkisstjórnin fylgir þétt eftir með femínískt mikilmennskubrjálæði og klósett fyrir alla jarðarbúa. Borgarstjórn Reykjavíkur gekk af göflunum, þegar heilasellur meirihlutans skoluðust burtu með saurgerlum. 

ESB er gengur daglega enn lengra af göflunum - núna með yfirlýsingu um að senda matarpakka í mannúðarskyni til Breta, ef þeir þora að fara úr sambandinu.

Gústaf Adolf Skúlason, 17.2.2019 kl. 10:48

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú er spurningin hvort lögin leyfi aðeins foreldri númer eitt og tvö. Sé svo, þá er það auðvitað mismunun gagnvart þeim sem kunna að eiga fleiri foreldra en þetta, t.d. börnum foreldra í áttunda hjónabandi eða börnum úr fjölkvænis- eða fjölverishjónaböndum, sem frjálslyndispostularnir hljóta nú að vilja leyfa líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.2.2019 kl. 16:27

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Þorsteinn, þetta er vönduð athugasemd sem ég sé ekki hvernig þessir kollverpukölskar muni svara. 

Fjölverishjónaböndin rekast á 1 og 2 ónýt en í okkar talnakerfi ætti ekki að vera fyrirstaða....foreldri 11 og foreldri 12 ætti að ganga en þá fær stéttaskiptingin aukin byr og truflar marx ...

Gústaf Adolf Skúlason, 17.2.2019 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband