Verður Ítalía næsta land að fara úr ESB?

italiexitHagfræðingurinn Roger Bootle segir að Ítalska efnahagskerfið muni hrynja og Ítalir yfirgefa evruna. Segir hann að "þegar Ítalía springur að lokum muni það skapa bæði bankakreppu sem skekja muni efnahag ESB og stjórnmálakreppu sem hrista muni grundvöll alls ESB". 

Ítalía er í þriðju efnahagslægðinni á einum áratug. Bootle segir að evran hafi gert alla hluti verri fyrir Ítali í samanburði við Breta, því vöxtur Ítalíu hafi aðeins verið 9% á sama tíma og hagvöxtur Breta nam 44% þökk sé sjálfstæðum gjaldmiðli Breta brezka pundsins. 

Tíu ára skuldabréf Ítalíu bera 2,6% hærri vexti en þýzk og fara vextir hækkandi með auknum óróleika á fjármálamörkuðum.

Roger Bootle segir "að ef Ítalíu takist ekki að koma sjálfbærum hagvexti skjótt í gang muni ríkið fara í greiðsluþrot, þurfa að yfirgefa evruna eða hvorutveggja í senn."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ítalir þurfa að losa sig við evruna og taka upp sinn eigin gjaldmiðil.

Nýr Ítalskur gjaldmiðill myndi aðlaga sig að Ítölskum veruleika, það myndi taka einhvern tíma, sem kæmi Ítölsku þjóðinni að gagni þegar fram í sækir, alveg eins og íslenska krónan hefur aðlagað sig að íslenskum veruleika og gerir það jafnan okkur til hagsbóta.

Evran færir helsi en ekki frelsi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.2.2019 kl. 13:25

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Tómas, fyllilega sammála

Gústaf Adolf Skúlason, 4.2.2019 kl. 13:40

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"vöxtur Ítalíu hafi aðeins verið 9% á sama tíma og hagvöxtur Breta nam 44% "

Grunar mig að fleira sé þar að baki en bara gjaldmiðlar.  Ítalir eru ekki beint þekktir fjármálasnillingar.

... sem aftur veldur því að það voru mistök hjá þeim að byrja með evruna.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2019 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband