Hvernig er hægt að kalla fullveldisskerðingu "frjáls" viðskipti?

Tvíhliða samningar við frjálst ríki eins Bandaríkin krefjast engrar fullveldisskerðingar samningsaðila eins og ESB gerir kröfur um.

Viðskipti við Bandaríkin og Bretland eftir útgöngu úr ESB eru samningar frjálsrar verzlunar eins og Íslandingar stunduðu áður en heimsveldishlaupabóla spægipylsunnar sprakk framan í aðildarríki Evrópusambandsins.

Bandaríkjamenn virða lýðræðið. ESB traðkar á minni þjóðum. ESB er orðið skrímsli meginlandsins vegna ólýðræðislegra vinnubragða. Með ákvörðun um eigin her er búið að endurvekja Varsjárbandalagið sem búast má við að fari á ný að berja á óþekktarormum eins og Ungverjalandi og Póllandi.

scsascaes-63-1"Bakveikur" forseti ESB er settur í hjólastól fyrir framan blaðaljósmyndara til að fela alkóhólistann. Rétt svona eins og að "sauðheimskur" almúginn sé ekki fyrir löngu síðan búinn að sjá nekt keisarans. Framkvæmdarstjórn ESB sóar skattfé almennings í spillingu og óhófslíf í glóbalbraggastíl með stjarnfræðilegri eyðslu. M.a. í einkaþotuferðir út um allt samtímis sem venjulegum borgurum er refsað fyrir að nota almennar flugsamgöngur. Daniel Hannan segir eurofílana ryksuga skattfé almennings og dæla til þeirra sem eru svo heppnir að vera hluti ESB-hirðarinnar eins og franska aristókratían með kóngagjöldum fyrir 1789. 

Engan þarf að undra að meirihluti íbúanna treystir ekki ESB, 40% segjast gera það en 48% ekki og fjölgar þeim síðarnefndu stöðugt.

Þakkir til Bandaríkjastjórnar sem hætt er að bjóða sendiherra ESB í Washington, David O´Sullivan, í "high profile" samkundur við mikla spælingu ESB-hirðarinnar.

Hvenær setja lýðræðiskjörnir embættismenn okkar niður fótinn gegn kerfisræði ESB á Íslandi? Er sjálfstæðisstefnan bara fagurgali á tyllidögum?


mbl.is Guðlaugur Þór og Pompeo funduðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið er ég sammála þessari góðu grein þinni.

Jóhann Elíasson, 8.1.2019 kl. 14:42

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Jóhann, meira kemur vegna ESB-sleikjuháttar á Íslandi og einnig vegna þess að Brusselhirðin er að fara á taugum út af BREXIT og komandi ESB-þings kosningum í maí. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 8.1.2019 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband