Skrifar ríkisstjórnin undir "hömlulausan fólksinnflutning" 10. desember?

Skärmavbild 2018-12-02 kl. 10.41.15Aðeins eru nokkrir dagar í heimsfund þjóðarleiðtoga í Marókkó 10. desember en þar á að skrifa undir nýjan samning Sameinuðu Þjóðanna um fólksinnflutning, flóttamenn og farandfólk. Sífellt fleiri ríki hoppa af lestinni og neita að staðfesta samninginn, nú síðast Ítalía. Bandaríkjamenn neita að skrifa undir og segja samkomulagið skerða fullveldi ríkja. 

Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands sagði á blaðamannafundi í Prag s.l. föstudag, að "sérhver ríkisstjórn sem skrifar undir samkomulagið er hættuleg meðborgurum sínum." Þeir sem halda því fram að samkomulagið sé ekki bindandi er bent á að undirskriftir þjóðarleiðtoga þarf til að það öðlist gildi. 

Svíþjóðademókratar vara opinberlega við því að samkomulagið hafi í för með sér opinber höft á fjölmiðlum og skerði tjáningarfrelsið. Samkomulagið setur ríkinu þær skyldur á herðar að afnema styrki til fjölmiðla sem skrifa "rangt" um innflytjendur. Einnig á að víkka út hatursumræðuhugtakið, þannig að hægt verður að refsa þeim einstaklingum og fangelsa sem gagnrýna stefnu yfirvalda í innflytjendamálum. 

Í skýrslu ESB frá 2010 er reiknaður út mögulegur innflutningsfjöldi til aðildarríkjanna miðað við heildaríbúagetu (table12 aftast í skýrslunni). Þar er sagt að Danmörk geti verið 37 milljónir, Svíar 440 milljónir, Finnland 332 milljónir, Þýzkaland 274 milljónir, Frakkar 486 milljónir o.s.frv. ESB með Bretlandi samtals 3 834 milljónir íbúa.

Ísland er ekki með á þessum lista og fróðlegt að vita, hvort ráðamenn hafa reiknað út hversu marga íbúa landið ber skv. þessum reiknismáta ESB. Ljóst er að sú tala skiptir milljónum. 

Af hverju ræða ráðherrar ekki fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að skrifa undir þennan samning í Marókkó þann 10. desember n.k.? Hvers vegna þessi leynd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ráðherrar á Íslandi þegja yfirleit um mál og málefni sem þeir halda að mæti andstöðu.  Þeir eru nefnilega sínir einkaráðherrar og mútugjafanna en ekki okkar.  Semsagt skítugir ráðherrar.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.12.2018 kl. 21:33

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þetta mál, að Ísland taki þátt í þessum Marokkó fundi Sameinuðu Þjóðanna, er þess eðlis, að það verður að koma í veg fyrir þetta. Að samþykkja þetta þýðir það sama og það, að Ísland missi sjálfstæði sitt, missi öll tök á sínum eigin landamærum, og neyðist til þess að hleypa ótakmörkuðu flæði múslima inn í landið.

Þarna verður að grípa inn í, ... þetta verður að stöðva. Ísland verður að segja sig frá þessum Marokkó fundi Sameinuðu Þjóðanna, og taka alls ekki þátt í þessum fundi.

Nú á 100 ára afmæli fullveldis íslendsku þjóðarinnar, þá verður ríkisstjórnin og Alþingi að bregðast við, og taka á þessu máli með óskorað fullveldi þjóðarinnar að leiðarljósi.

Framtíð Íslands og fullveldi, verður að vera sett framar öllu öðru. Stöndum öll með sjálfstæði og fullveldi Íslands, á sjálfu aldar afmæli fullveldis hinnar íslendsku þjóðar.

Tryggvi Helgason, 2.12.2018 kl. 23:43

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thad er ekki annad haegt en ad taka undir ord Victors Orbán, um ad " sérhver ríkisstjórn sem skrifar undir samkomulagid er haettuleg medborgurum sínum".

 Midad vid hve leiditamir og hugsjónageldir íslenskir stjórmálamenn eru ordnir, kaemi ekki á óvart ad their undirritudu thennan samning, hvad sem tautar og raular.

 Leynd, pukur og baktjaldamakk stjórnmála og embaettismannaelítunnar, gagnvart vinnuveitendum sínum almenningi, er algerlega ótholandi ordin. Stjórnkerfid er farid ad snúast ad mestu leiti um ad vidhalda sjálfu sér og helst staekka enn meira, á kostnad borgarana, sem greida jú fyrir herlegheitin í sveita síns andlits.

 Megi allar gódar vaettir forda okkur frá thví ad skrifad verdi undir thennan óskapnad í Marokkó, fyrir Íslands hönd. Verdi thad gert, geta their sem thad gera ekki talist annad en fjandmenn Íslands.

 Gódar stundir, med kvedju ad sunna.

Halldór Egill Guðnason, 3.12.2018 kl. 05:08

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir heiðursmenn fyrir aðkomuna hér, best færi á því eins og Tryggvi skrifar, að ríkisstjórnin tæki ekki þátt í þessum fundi og neitaði að skrifa undir samninginn. Ísland yrði ekki illa statt í hópi þjóða sem slíkt gera: Austurríki, Bandaríkin, Ástralía, Búlgaría, Króatía, Tékkaland, Ungverjaland, Ítalía, Ísrael, Pólland, Slóvakía og Swiss skrifa ekki undir og kannski á eftir að fjölga í þessum hópi. Giuseppe Conte forsætisráðherra Ítalíu segir að samningurinn varði málefni sem margir borgarar hafi skoðanir á og "þess vegna finnst okkur rétt að taka málið til umræðu á þinginu". Hvað er orðið um okkar góða Alþingi, þegar verið er að pukrast með málin í stað opinberrar umræðu?

Gústaf Adolf Skúlason, 3.12.2018 kl. 07:53

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Bæti því við, að í gær var samkomulaginu mótmælt á útifundi við sænska þingið í Stokkhólmi þar sem mörg hundruð manns komu saman. Hópurinn "Stokkhólmsbúar fyrir fullvalda Svíþjóð" stóðu fyrir fundinum og meðal ræðumanna var rithöfundurinn Katerina Janouch sem þekkt er fyrir frelsisbaráttu og skrif um lýðræði.

Gústaf Adolf Skúlason, 3.12.2018 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband