Gengu gegn eigin forsætisráðherraefni

Skärmavbild 2018-11-14 kl. 11.38.49Ítarlegt viðtal við talmanninn í Morgunblaðinu í dag. Hann útskýrir baksvið stjórnmálaátakanna í Svíþjóð, bæði frá sögulegu sjónarhorni og einnig út frá sænsku stjórnarskránni. Hvet alla að lesa þetta upplýsandi viðtal og ég þakka talmanninum fyrir að taka sér tíma mitt í orrahríðinni.

Mér fannst merkilegt að vitna sögulega atkvæðagreiðslu sænska þingsins í beinni útsendingu í morgun og sjá tvo af flokkum Alliansen/hægri blokkarinnar greiða atkvæði gegn eigin forsætisráðaherraefni. Alla kosningabaráttuna sögðu bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir, að þeir vildu verða hluti af ríkisstjórn hægri bandalagsins en þegar greidd voru atkvæði um Ulf Kristersson formann Móderata sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar féll hann á mótatkvæðum "vina" sinna. Sögðu leiðtogar Miðflokksins og Frjálslyndra að þau væru að stöðva áhrif Svíþjóðardemókrata á þinginu með atkvæðum sínum. 

Allir 349 þingmenn voru viðstaddir sem er óvenjulegt við atkvæðagreiðslu. Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata sagði, að Svíþjóð skæri sig frá öðrum vestrænum þjóðum þótt þróunin færi í sömu átt. Sagði hann, að þingmenn hefðu talað í tvo mánuði hverjir við aðra að undanskildum Svíþjóðardemókrötum. Benti hann á að rúm milljón Svíar kusu Svíþjóðardemókrata. Líkti hann þinginu við sandkassa og hvatti þingmenn til að taka sig saman í andlitinu og virða vilja kjósenda og fara að tala við sig, hann hefði engar aðra kröfu en að stefna Svíþjóðardemókrata næði fram í hlutfalli við vilja kjósenda.

Gremjan er óheyrileg hjá hægri mönnum í dag við svikum miðflokksins og frjálslyndra og spurning hvort lengur sé hægt að tala um bandalag. Telja margir að Annie Lööf formaður Miðflokksins sækist sjálf eftir forsætisráðherrastólnum en talmaðurinn mun kynna framhald mála á morgun.

Ulf Kristersson formaður Móderata sagði að Svíþjóð hefði tekið eitt skref nær aukakosningum. Ef til þeirra kemur munu Svíþjóðardemókratar stórauka fylgið. Trúlega mynda kratar bandalag með Miðflokknum og frjálslyndum til að koma í veg fyrir að slíkt gerist og þá er ekki víst að Annie Lööf fái að vera forsætisráðherra. Stefan Löfven er frekar plássfrekur.


mbl.is Hafna tilnefningu Kristersson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband