Frímerkjasafnarar helstu óvinir "Framsóknarflokksins"

Unknown-1Nú mega frímerkjasafnarar fara að gæta sín. Heiftuleg stefna nýframsóknar er að niðurlægja frímerkjasöfnun landsmanna.

Sjálfsagt þolir Framsóknarflokkurinn illa frímerki með mynd af íslenska þjóðfánanum, alþingishúsinu, fjallkonunni og skjaldarmerkinu. Hvað þá nú ef Icesave-baráttumenn þjóðarinnar verða beislaðir í frímerkjaformi.

Spæling Silju Daggar er þvílík yfir föstu skoti fv. forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á ríkisstjórnina að hún telur það Sigmundi til lasts að safna frímerkjum. Samtímis veitir hún Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni æðstu hreystiorðu nútímans - popúlistaorðunni. Með í bandi fylgir titillinn einræðisherra.

Ekki skýjum hulið að formaður Miðflokksins er ógnvaldur þeirrar ríkisstjórnar sem tókst í uppnámi alþjóðlegrar árásar á Ísland að tjasla sér saman með ESB til að bjarga eigin skinni frá áframhaldandi sjálfstæðisbaráttu og frelsi þjóðarinnar úr greipum hrægamma. 

Úr þessum hól er orðið popúlisti heiðursnafnbót og vert að óska Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til hamingju með titilinn.

Ég mun einnig senda honum dæmi af öllum þeim frímerkjum sem eiginkona mín hefur hannað fyrir Svía gegnum árin. Frímerkjasöfnun er góð tómstundaiðja og sérkennilega fáheyrt dæmi um stjórnmálalegt andleysi að tala niður slíkan góða sið.  


mbl.is „Stórskotahríð úr glerhýsi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband