Ríkisstjórnin gerir Ísland háð matarinnflutningi frá ESB

Það er ákveðin þversögn í að halda hátíðarræður um 100 ára fullveldi á sama tíma og ESB er leyft að taka yfir stjórn landbúnaðarins á Íslandi. Stefna sem drepur smábýlin, stórminnkar íslenska matarframleiðslu og gerir Íslendinga háða landbúnaðarafurðum frá ESB. Jafnvel stórvirk íslensk bú munu ekki geta keppt við viðskiptadreka ESB sem njóta gríðarlegrar niðurgreiðslu. Ísland mun ekki verða sjálfu sér nægt um fæðu ef til styrjaldar dregur og leiðir lokast til landsins.

Það er kannski meiningin, að þjóðin þurfi að knékrjúpa fyrir einræðisherrunum í Brussel í stað þess að valda örlögum sínum sjálf.

Hér er sorgleg reynslusaga Svíþjóðar eftir inngöngu í ESB (tölur frá 2017):

  • Fyrir 30 árum voru 31 000 býli með mjólkurkýr
  • Fyrir 20 árum voru 15 800 býli með mjólkurkýr
  • Fyrir 10 árum voru 7 000 býli
  • Árið 2017 var fjöldi mjólkurbúa kominn undir 3 600

Mjólkurbúum hefur fækkað um helming tíunda hvert ár s.l. 30 ár. 9 af hverjum 10 mjólkurbýlum hafa hætt störfum. Mjólkurkúm hefur fækkað um 45% á sama tíma sem þýðir stækkun mjólkurbúa úr 19 kúm upp í 85 kýr á 30 árum. 

korofpretag

Áður en Svíþjóð gekk með í ESB gátu Svíar sjálfir séð sér fyrir mat þótt til styrjaldar kæmi. Í dag hafa Svíar einungis mat í nokkra daga eftir að hafa breytt lögum um her- og viðbúnaðarstefnu og lagt niður matvælageymslur í umsjón hersins. Lög um viðbúnað (1993:242) voru afnumin 1. júlí 2002 og eftir það eru engin þjóðleg yfirvöld lengur til í Svíþjóð með ábyrgð á að framfylgja sjálfbærri matvælastefnu. Svíþjóð er í dag alfarið háð matvælum frá ESB sem á skömmum tíma mun leiða til hungursneyðar og hörmunga við lokun flutningsleiða matfanga til landsins. 

Það er stefna ESB að gera aðildarríkin öll háð ákvörðunum teknum í Brussel. Ísland er að breytast í hrepp og ríkisstjórnin leikur ánægð svarta Pétur hreppstjórann sem flæmir bændur frá búum sínum. 

Við skulum ekki gleyma því, að bændur eru athafnamenn. Ríkisstjórn sem vill kenna sig við frelsi í viðskiptum ætti ekki að leika Pétur ESBustjóra.


mbl.is EES-samningurinn ekki til endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mjög góður og þarfur pistill Gústaf.

Ég hef haft áhyggjur af þráhyggju krata í öllum flokkum sem vilja drepa niður landbúnaðinn á Íslandi, fækka sauðfénu svo um munar og flytja inn landbúnaðarvörur frá ESB sem komast ekki einu sinni í hálfkvist við þær íslensku.

Það þarf ekki styrjöld til svo að illa fari. Hallæri af náttúrunnar völdum eða jafnvel pólitískar ákvarðanir í Brussel geta auðveldlega sett allt á vonarvöl.

Við eigum að hlúa að landbúnaði okkar. Af hverju megum við ekki greiða niður landbúnaðarvörur okkar? ESB gerir það hjá aðildarríkjum sínum. 

Tvískinnungur ESBsinna er alger, allt leyfilegt og afsakanlegt sem ESB gerir, en við þurfum að beygja okkur og bukta eftir duttlungum þeirra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.10.2018 kl. 10:51

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka góðu orðin og er þér hjartanlega sammála. Einn burðarliður í hugtakinu fullveldi er hæfileikinn að tryggja fæðuöryggi, þ.e.a.s. að hafa eigin matvælaframleiðslu sem dugir til að fæða íbúana og vera óháður öðrum. Landbúnaðarstefna ESB eyðileggur fæðuöryggi aðildarríkja og gerir þau háð ákvörðunum valdhafanna í Brussel. Brussel vill engar sjálfstæðar þjóðir innan sinna vébanda, hvorki innan ESB eða EES. Virðist sem þvinga eigi alla - með eða á móti eigin vilja - að verða að hreppi í ofurríkinu ESB.

Gústaf Adolf Skúlason, 16.10.2018 kl. 11:20

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru það bara kratar sem að eru ljóti karlinn í þessu samhengi?

Mætti ekki alveg eins segja að  Sjálfstæðismenn séu jafn sekir í þessari umræðu m.v. þá yfirlýsingu sem að fylgir meðfylgjandi blaðagrein?

Jón Þórhallsson, 16.10.2018 kl. 11:31

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, þakka innlit, ESB kvartar ekki undan núverandi ríkisstjórn sem keppist við að koma öllum tilmælum frá ESB í íslensk lög burtséð frá þörfum landsmanna. Sjálfstæðisflokkurinn ber fulla ábyrgð með setu í ríkisstjórn á athöfnum ríkisstjórnarinnar sem skerða fullveldi Íslands. 

Gústaf Adolf Skúlason, 16.10.2018 kl. 11:56

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jón Þórhallsson.

Kratar fyrirfinnast í flestum flokkum og þar á meðal í Sjálfstæðisflokknum. Þorgerður Katrín og Benedikt frændi B.B. voru bæði í Sjálfstæðisflokknum, þau eru meiri kratar en margir þeirra sem tilheyra Samfylkingunni. Þannig er um fleiri sem fylgja Sjálfstæðisflokknum og það meira að segja í forystu flokksins.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.10.2018 kl. 12:06

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Myndið þið þá vilja segja EES-samningnum upp?

Jón Þórhallsson, 16.10.2018 kl. 12:08

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Já, frekar en að breyta stjórnarskránni. Það er með öllu ótækt að ESB geti sneitt fullveldið af þjóðinni fyrir tilstuðlan ríkisstjórnar Íslands sem setur lög í trássi við stjórnarskrána og flytjur lögsögu og dómsvald til erlendra ríkja. Sagt var í upphafi að EES-samningurinn væri tvíhliða en ESB virðir það ekki lengur. Ísland á ekki að gera samninga við erlend ríki sem hefur í för með sér valdaafsal fullveldis skv. stjórnarskránni. Utanríkisráðherrann hefur skipað nefnd til að fara yfir stöðuna og verður fróðlegt að sjá niðurstöður hennar. Niðurstaðan mun hins vegar engu breyta þeirri vegferð sem ESB er á, þ.e.a.s. að stofna ofurríki á meginlandinu með ríkisstjórn í Brussel. 

Gústaf Adolf Skúlason, 16.10.2018 kl. 12:53

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er það ekki bara Miðjuflokkurinn með Sigmund Davíð í forsvari sem að myndi vilja segja EES-samningnum upp?

Jón Þórhallsson, 16.10.2018 kl. 13:12

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

EES er að verða okkur helsi frekar en frelsi. ESB lítur á EES sem bakdyrnar inn í þau lönd sem eru í EES en ekki ESB. EES er að verð okkur fjötur um fót. Já við þurfum að losna undan þeim fjötri sem EES er okkur, ekki hvað síst nú þegar Bretar eru að segja sig frá ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.10.2018 kl. 13:17

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það gæti verið sniðugt ef að það yrði gerð opinber skoðanakönnun á meðal landsmanna samhliða okkar venjulegu kosningum um afstöðu fólk til EES-samningsins.

Jón Þórhallsson, 16.10.2018 kl. 13:23

11 Smámynd: Haukur Árnason

Gleymum því heldur ekki, að bestu afurðirnar koma frá litlum og meðalstórum búum.

Haukur Árnason, 16.10.2018 kl. 15:48

12 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sælir aftur, takk Haukur, gæði standa framar magni smile Jón, góð hugmynd að kanna afstöðu landsmanna til EES. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ötull talsmaður fullveldisins og hæfastur stjórnmálaforingja á þingi til að halda fjármálahrægömmum í skefjum. Því miður fékk hann ekki að ljúka leiðréttingarverkefninu í peningamálum landsmanna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lögðu upp með. Panamaárásin á íslenska lýðveldið og Sigmund Davíð í stöðu forsætisráðherra stöðvaði þá ferð. 

Gústaf Adolf Skúlason, 16.10.2018 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband