ESB hendir skákborðinu í skurðinn. Hver verður næsti leikur Brexit?
22.9.2018 | 11:46
Boris Johnson segir Theresu May veifa hvíta fánanum í Brussel og hafa sett "sjálfsmorðsbelti" utan um brezku stjórnarskrána og afhent ESB sprengjutakkann. ESB og UK hafa áður lýst því yfir að samkomulag náist í október í ár en eftir leiðtogafund ESB í vikunni virðist staðan komin á byrjunarreitinn. Takist ekki samkomulag munu Bretar einhliða yfirgefa sambandið 29. mars 2019 kl 23.00.
Boris Johnson hefur haldið sér á hliðarlínunni frá því hann sagði af sér embætti utanríkisráðherra til að gefa Therese May frið við að reyna að ná samkomulagi um s.k. Chequers plan. Sú áætlun er að mati höfundar Reykjavíkurbréfs í dag það sama og reyna að vinna skákina með því að gefa hana.
Landsþing Íhaldsmanna fer fram í Birmingham 30/9 - 3/10 og á dagskrá fyrsta daginn er klukkutíma fundur "Challange the Chairman" eingöngu fyrir flokksmenn. Má búast við að Boris Johnson láti í sér heyra eftir sneypuferð Theresu May til Salzburg og hina töpuðu skák Brexitmanna en skv. Dailymail mun Johnson halda aðalræðuna á einum af fjölmörgum fundum þingsins. Má búast við átökum en hvort þau leiða til formannsskipta Íhaldsflokksins skal látið ósagt.
Thersa May hefur lýst því yfir að hún muni berjast gegn hverjum þeim sem reyni að koma henni úr formannsstóli fram að næstu þingkosningum í Bretlandi.
Spurningin er, hvort flokksþingi Íhaldsflokksins takist að snúa taflinu við.
![]() |
May: ESB verður að sýna Bretum virðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála Gústaf. Þarna er fyrsta gráðu karlrembuháttur en þeir eru að ögra lýðræðinu og reyna jafnvel að grafa undan Brexit á opinberlegan hátt. Það er engin samningsvilji hjá ESB. Hvar værum við ef Jóhönnu stjórn hefði ná sínu fram en man alltaf þegar Össur sagði: Þá göngum við bara aftur úr ESB. Hann ætti að fara í fangelsi í hið minnast og Jóhanna líka.
Valdimar Samúelsson, 22.9.2018 kl. 12:54
Sæll Valdimar, ESB vill sýna öðrum aðildarríkjum, hversu slæmur kostur það er að fara úr sambandinu og þess vegna verða Bretar að þjást. Össur sá og (sér kannski enn) bara eigið málverk í heilabúinu á sér með englum á EndalausuSkýjaBandi. En hvernig er það, er Ísland ekki enn þá umsækjandi, í biðstöðu eftir næstu skötuhjúm? ESB sleppir ekki krumlunum ....
Gústaf Adolf Skúlason, 22.9.2018 kl. 13:10
Þakka Gústaf. Ég vona bara ekki en hvað veit maður þegar svona veik ríkisstjórn er við völd.ESB er með áróðursherferð þar sem peningarnir er látnir ráða og nægir þiggjendur hér.
Valdimar Samúelsson, 22.9.2018 kl. 21:45
Jú Gústaf þökk sé vitlausu jóku og fláráða grími að þá er umsókn þeirra en þá til staðar, en hvar hlaupa tíkin þeirra asni skarpi er veit ég ekki.
En Bjarni loppni hefur ekki en þá náð höndum um þessa umsókn til að draga hanna til baka. Enda sýnist mér sem hann Bjarni sé ekki bara loppin heldur og líka bæði falskur og mögulega vangefin.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.9.2018 kl. 00:01
Sælir, landssöluættin er ófagurt lið og þörf á að taka saman höndum og grafa sölumálin og halda þannig uppá 100 ára fullveldi okkar....
Gústaf Adolf Skúlason, 23.9.2018 kl. 03:08
Gangi Bretar út án samnings mun það vissulega verða skellur fyrir báða aðila. Hins vegar er ljóst að Bretland mun jafna sig og verða enn sterkara á eftir. Ekki er víst að ESB muni lifa slík slit af.
Stæðsta hagkerfi ESB mun laskast verulega, fari slitin fram án samnings, svo að vart er séð að það mun lifa slíkt af.
Evran er svo sködduð og veik, að slit án samnings mun nánast örugglega laska hana niður fyrir það mark er hún þolir, enda þarf ekki mikið til.
Því má ætla að blessaðir þverhausarnir í Brussel séu nú að skrifa endalok ESB, viljandi eða af heimsku.
Gunnar Heiðarsson, 23.9.2018 kl. 10:58
Stæðsta hagkerfi ESB, það þýska .... átti að standa þarna.
Gunnar Heiðarsson, 23.9.2018 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.