Lýðræðið ekki fyrir alla - tæplega 18% Svíar ekki taldir þingræðishæfir

partiledare001-jpg-1Það er merkilegt að fylgjast með hegðun stjórnmálaflokkanna í Svíþjóð, þegar þjóðin fær að segja sitt í kosningum. Ekki er enn búið að fá endanleg úrslit og hafa einhverjir þingmenn hreyfst á milli blokkanna og geta enn gert. Staðan núna er jöfn með 144 þingmenn hjá rauðu blokkinni og 143 þingmenn hjá bláu blokkinni.

Bráðabirgðaúrslit kosninganna
Óskoraður sigurvegari kosninganna eru Svíþjóðardemókratar sem bættu við sig 4,7% og 13 þingmönnum og eru þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar með 17,5% og 62 þingmenn. Stjórnarflokkarnir tapa og einnig Móderatarnir sem verið hafa í stjórnarandstöðu.

Úrslit til bráðabirgða - enn er verið að telja atkvæði.

Sósíaldemókratar 28,3% (-2,7%) fá 100 þingmenn (-13)
Móderatar 19,8% (-3,5%) fá 70 þingmenn (-14)
Svíþjóðademókratar 17,5% (+4,7%) fá 62 þingmenn (+13)
Miðflokkurinn 8,6% (+2,5%) fá 31 þingmenn (+9)
Vinstriflokkurinn 8% (+2,3%) fá 28 þingmenn (+7)
Kristdemókratar 6,3% (+1,8%) fá 22 þingmenn (+6)
Liberalerna 5,5% (+0,1) fá 20 þingmenn (+1)
Umhverfisflokkurinn 4,4% (-2,5%) fá 16 þingmenn (-9)

Samkomulag um að frysta Svíþjóðardemókrata frá völdum
Stjórnarandstaðan öll hefur krafist afsagnar Stefan Löfvens forsætisráðherra en hann neitar. Allir flokkar fyrir utan Svíþjóðardemókrata hafa lýst yfir samkomulagi um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum og þannig rottað sig saman um að hunsa niðurstöður kosninganna og vilja kjósenda.

Eru aðrir flokkar nema Svíþjóðardemókratar fastir í krumlu Sósíaldemókrata sem blygðunarlaust ásaka talsmenn Svíþjóðardemókrata fyrir að vilja drepa blaðamenn og stjórnarandstæðinga, fylgja Adolf Hitler og afneita fórnarlömbum Helfararinnar.

Sænska sjónvarpið stundar ritskoðun á Svíþjóðardemókrötum
Sænska sjónvarpið hleypir slíkum áróðri í gegn án athugasemda en sér ástæðu til að brennimerkja ummæli Jimmy Åkesson, formanns Svíþjóðardemókrata, þegar hann í umræðu flokksleiðtoga gagnrýnir stjórnvöld fyrir að skilja ekki vandamál innflytjenda sem ekki auðnast að fá vinnu í Svíþjóð. Sagði Jimmy að ástæðan væri sú að innflytjendur væru ekki sænskir og pössuðu ekki inn í Svíþjóð og tryggja þyrfti þeim forsendur þess að geta orðir sænskir og aðlagast Svíþjóð. Taldi sjónvarpið þetta vera niðurlægingu fyrir innflytjendur sem hóp og gaf út sérstaka yfirlýsingu gegn Svíþjóðardemókrötum í beinni aðeins sólarhring fyrir kjördag.

Vegna gríðarlegrar gagnrýni bæði innanlands sem utan var ábyrgum útgefandia ríkissjónvarpsins vikið til hliðar og forstjóri SVT og yfirmaður dagskrárgerðar hafa bæði gefið út yfirlýsingar um málið. Í morgun kom yfirlýsing um að SVT muni ekki í framtíðinni gefa út yfirlýsingar af þessu tagi. En skaðinn er skeður, Jimmy Åkesson var af ríkisstofnuninni eyrnarmerktur fyrir hatursorðræðu gegn þjóðfélagshópi. Enginn veit hversu neikvæð áhrif þetta útspil sjónvarpsins hefur þýtt fyrir Svíþjóðardemókrata.

Aðeins tvær blokkir í sænskri pólitík
Þrátt fyrir yfirlýsingar hægri og vinstri blokkarinnar um að vinna yfir blokkamörkin þá er eina atriðið sem samstaða ríkir um að frysta Svíþjóðardemókrata úti. Það þýðir að blokkirnar eru í raun Svíþjóðardemókratar og svo "hinir". Líkur eru þess vegna meiri á að ríkisstjórn verði sótt úr blokk "hinna" en Svíþjóðardemókrata til að markmið þeirra blokkar að útiloka Svíþjóðardemókrata frá völdum nái fram að ganga. Svíþjóðademókratar hafa lýst því yfir að þeir greiði atkvæði gegn öllum ríkisstjórnum sem ekki hleypa þeim fram á hlutfallslegan hátt miðað við útkomu kosninganna. Eina leiðin til að koma í veg fyrir aukakosningar er því að "hinir" myndi ríkisstjórn. 

Sænska þingið opnar 25. september og þá verður kosið um traust á forsætisráðherra. Hafi Löfven ekki sagt af sér fyrir þann tíma, mun hann verða settur af þá.

En fyrst þurfa flokkarnir að koma sér saman um hver verður forseti þingsins sem veitir umboð til stjórnarmyndunar.


mbl.is Löfven vill ekki styðja hægribandalagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta eru spennandi tölur.  Er það rétt skilið að 349 fulltrúar samtals sitji þingið og þrjár "blokkir" skiptist með 144-143-62 fulltrúum?
Ef svo er þá þurfa ekki aðeins einn heldur tveir flokkar hið minnsta að hlaupa undan sínum "blokkarmerkjum" og styðja meirihlutamyndun hinnar.  Myndi önnur hvor stærri blokkanna tveggja styðja hina aðeins til að halda Svíþjóðardemókrötum úti?

Kolbrún Hilmars, 13.9.2018 kl. 15:45

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Kolbrún takk fyrir athugasemd. Já það er rétt þingmannatalan og skiptingin. Eins og staðan er núna verður sú leið reynd til þrautar áður en eitthvað annað gefur sig. Ef útilokunarsamstaðan gegn Svíþjóðardemókrötum er yfirsterkari tímanum verður efnt til aukakosninga í haust skv. stjórnarskrárlögum. Tíminn er því svipa á menn að ræða saman en það sem er svo merkilegt er að þeir sem hæst tala um að leggja niður "blokkirnar" geyma sig á bak við blokkarvegg gegn Svíþjóðardemókrötum. kkv

Gústaf Adolf Skúlason, 13.9.2018 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband