Hvaða refsing fylgir broti á stjórnarskrá Íslands?
13.6.2018 | 20:11
Skv. nýjum lögum ESB um persónuvernd varðar það sektum allt að 2,4 milljarða króna að brjóta gegn lögunum.
Íslenska þjóðin ætti að ræða og koma sér saman um hvaða refsing hæfir þingmönnum sem meðvitað rjúfa þingskaparheit sitt og samþykkja lög sem Lögmannafélag Íslands hefur varað við að sé brot á 2. gr stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og einnig brot á 27. gr stjórnskrárinnar um birtingu laga á Íslandi.
Hvað á að gera við þingmennina, þegar Hæstiréttur dæmir lögin ómerk vegna þess að þau stangast á við stjórnarskrá Íslands? Verður það ekki dómur um vanhæfni þingmannanna sem kusu með lögum sem framselja dómsvald frá Íslandi í trássi við stjórnarskrána?
Einu þingmenn alþingis sem skilið eiga heiðurinn að halda upp á 100 ára fullveldi Íslands eru þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og mögulega þrír aðrir ef ástæða fjarveru þeirra var að komast hjá að greiða atkvæði eftir flokkslínunni. Fyrir hina væru makleg málagjöld að missa af fullveldisfagnaðinum og fá að dúsa í skammarkróknum við Drekkingarhyl á Þingvöllum í 100 daga og segja 100 sinnum á dag: Dómendur á Íslandi fara með dómsvaldið - Dómendur á Íslandi fara með dómsvaldið Dómendur á Íslandi fara með dómsvaldið....
Fjölmargir aðilar mótmæltu æðibunuganginum með lagagerð á svo stuttum tíma vegna fyrirskipana ESB. Ætlar t.d. Reykjavíkurborg að skattpína Reykvíkinga til að borga sektir samkvæmt erlendum dómi fyrir að uppfylla ekki kröfur persónuverndarlaga, af því að enginn tími gafst til að breyta tölvukerfinu áður en lögin tóku gildi? Og hafa heldur enga möguleika á að áfrýja dómnum innanlands?
Hvar er forseti Íslands? Lætur hann sig stjórnarskrána einhverju máli skipta? Stöðvar hann þessa endaleysu með því að vísa málinu til þjóðarinnar?
Persónuupplýsingar eign einstaklinganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Facebook
Athugasemdir
Vonandi sér forseti vor til sólar í þessu máli og sendir málið í dóm þjóðarinnar. Þeir fimmtíu þingmenn sem greiddu atkvæði með þessum ófögnuði eiga skilið ærlega hirtingu.
Margt í reglunum er skynsamlegt, en það er ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er að dómsvaldið er fært til erlendra aðila og hérlendu dómskerfi þar af leiðandi hent út í hafsauga. Það er engu líkara en fimmtíumenningarnir hafi einfaldlega ekki áttað sig á þessu. Hafi þeir gert það, en engu að síður greitt atkvæði með þessu, er nánast um landráð að ræða.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 14.6.2018 kl. 00:53
Takk Halldór fyrir innlit og góð orð. Og núna berast fréttir um að Bretar hafna alfarið að gerast meðlimir í EES eins og Íslendingar, Noregur og Liechtenstein eru, því þar verði fólk að fara eftir lögum ESB án þess að hafa neitt um þau að segja. Það besta fyrir Ísland er að yfirgefa EES. ESB hefur brotið samninginn um tvíhliða aðkomu mála og í dag er einungis um einhliða valdboð frá Brussel að ræða sem er nákvæmlega það sama og Bretar segja.
Gústaf Adolf Skúlason, 14.6.2018 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.