Upplýsingar fyrir þig sem ert kvænt(ur) barni
31.3.2018 | 14:02
Þetta er ekkifrétt, en satt er, að rétt fyrir páskana 2018 birti félagsmálastofnun Svíþjóðar að beiðni ríkisstjórnar krata og umhverfissinna, leiðbeiningarbækling fyrir þá sem búa í barnahjónaböndum í Svíþjóð. Ég skrifa hjónaböndum ... ekki bandi, því langt á annað hundruð barnahjónabönd eru þekkt og liðin af yfirvöldum í Svíþjóð. Þetta er að sjálfsögðu innflutt hefðarfólk frá menningarlöndum, þar sem tíðkast að foreldrar gera sér pening úr dætrum sínum og selja þær á barnsaldri, oft til frænda sem kaupa telpur með samþykki fjölskyldunnar.
Yfirvöld upplýsa á kurteisislegan hátt að þau muni reyna að ná tali af barninu ef það er yngra en 15 ára "til að spyrja það álits um hvernig og hvar það vilji búa". Einnig er varfærnislega bent á að kynlíf með börnum yngri en 15 ára er ekki leyft í Svíþjóð. Hvergi er minst á refsiviðurværi eins og t.d. fangelsi fyrir barnaníð.
Eiginlega ætti svona lagað ekki að geta gerst í neinu ríki sem vill kalla sig siðmenntað en gerist nú engu að síður rétt eins og svo margir aðrir hlutir sem eiga ekki að geta gerst en gerast samt fyrir það. Þetta hjálparstarf sænsku ríkisstjórnarinnar við karlmenn í barnahjónaböndum hefur þegar orsakað þvílíkt fárviðri innanlands að hin góðhjartaða félagsmálastofnun Svíþjóðar sá sig nauðbeygða að draga bæklinginn til baka.
Það kemur þó ekki að sök, því nú hafa góðhjartaðir Svíar tekið sig saman og aðstoða félagsmálayfirvöld með hugmyndum og útliti að fleiri upplýsingabæklingum sem þörf er á í sambærilegum málaflokkum.
Að sjálfsögðu varðar gifting barna við lög í jafn siðmenntuðu landi og Svíþjóð. En hvað eiga aumingjans yfirvöld sósíaldemókrata og umhverfissinna að gera, þegar hugsanleg atkvæði flykkjast til fyrirheitna landsins?
Að neðan: sýnishorn af nokkrum tillögum að nýjum upplýsingabæklingum fyrir félagsmálastofnun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.